Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 19. tbl. 19. árg. 11. maí 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Fæst án lyfseðils LYFIS HERRAFATNAÐUR Gott úrval af stutterma pólóbolum fyrir sumarið verð frá kr. 7.990,- Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Háskólalestin átti leið um Búðardal um síðustu helgi og reyndist heimsóknin ævintýri fyrir gesti af yngri kynslóðinni. Hér er leikið fyrir framan nema sem sýndi hitasvæði á skjá. Sjá nánar bls. 13. Ljósm. sm. Nýr vefur Skessuhorns fór í loftið síðastlinn fimmtudag. Hann bygg- ir á Open source forrit- un og er um margt ólíkur eldri fréttaveitum Vest- urlands. Vefurinn er for- ritaður og gerður hjá Skessuhorni. Þá vinnu önnuðust vefhönnuðurn- ir Sigurður Sigbjörnsson og Þórarinn Ingi Tóm- asson. Við hönnun nýs vefjar var tekið mið af því að hann yrði snjalltækja- vænn, fyrir spjaldtölv- ur og síma, auk þess að henta fyrir hefðbundn- ar tölvur. Þrátt fyrir að búið sé að opna vefinn á eftir að forrita og setja inn ýmsar veflausnir sem munu smám saman bæt- ast við á næstu misserum. Í því samhengi má segja að endan- legri hönnun ljúki aldrei og minnt á máltækið að góðir hlutir gerast hægt. Ástæða er til að benda lesend- um á að nú þarf að skrá viðburði sem fólk óskar eftir að birta á vef og í blaði okkar í gegnum vefsíðu Skessuhorns. Viðburðaskrá er ekki lengur tengd skrám sveitarfélaga enda byggja þau veflausnir sínar á nokkrum ólíkum gerðum vefum- sjónarkerfa. Lesendur geta skráð smáauglýsingar með mynd í gegn- um vefinn sér að kostnaðarlausu, sé ekki um atvinnutengda starfsemi að ræða. Vonandi njóta lesend- ur Skessuhorns nýs vefjar, en all- ar góðar og gagnlegar ábendingar um vefinn óskast sendar á netfang- ið: toti@skessuhorn.is. mm Nýr snjalltækjavænn vefur Í liðinni viku urðu miklar svipting- ar í framboðsmálum til embætt- is forseta Íslands, en kosið verður eins og kunnugt er 25. júní. Í stuttu máli bar helst til tíðinda að Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti dró á mánudaginn framboð sitt til baka eftir að hafa réttum þremur vik- um áður lýst því yfir að hann sækt- ist eftir endurkjöri. Áður en til þess kom hafði Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur lýst yfir framboði, valdi til þess uppstigningardag. En á sunnudag urðu þó hin óvæntu tíðindi, sem fæstir höfðu spáð en margir haft í flimtingum, að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri, forsæt- isráðherra og Seðlabankastjóri lýsti yfir framboði sínu til forseta. Kannanir sem birtar voru á mánudaginn bentu ótvírætt til að fylgi Ólafs Ragnars hefur dalað um- talsvert á þeim tveimur vikum sem hann hafði látið ósvarað erlend- um fréttum þar sem fjallað var um meintan eignarhluta eiginkonu for- setans í hlutabréfum í skattaskjóls- löndum. Óljósar fréttir um fjármál eiginkonunnar höfðu einfaldlega komið Ólafi í óþægilega stöðu og rýrt trúverðugleika framboðs hans. Í því ljósi þótti ekki koma á óvart sú ákvörðun Ólafs Ragnars að draga framboð sitt til baka á mánudag- inn. Því við bættist að talið var lík- legt að framboð Davíðs Oddsson- ar myndi höggva í fylgi sitjandi for- seta. Athygli hefur hins vegar vakið það mikla fylgi sem kannanir sýna að Guðni Th Jóhannesson nýtur, eða allt upp í 60% á landsvísu. Þeir þrír sem nefndir hafa verið hér að framan hafa mælst með langmest fylgi þeirra 14 einstaklinga sem lýst hafa yfir framboði. Fjórði í fylgis- röð, með innan við tíund fylgis, er Andri Snær Magnason rithöfundur. Aðrir forsetaframbjóðendur mæl- ast með afar lítið eða ekkert fylgi en ætla þó flestir að halda ótrauð- ir framboðum sínum til streitu. En vika getur verið löng í stjórnmál- um, það sýnir sig nú og vafalaust ekki í síðasta skipti. mm Miklar hræringar í framboðsmálum til forseta Davíð Oddsson ritstjóri lýsti um helgina yfir framboði sínu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hyggst draga sig til hlés. Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur nýtur mikils fylgis ef marka má kann- anir. Andri Snær Magnason rithöfundur nýtur talsverðs fylgis.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.