Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 201620 Skagakonan Hallbera Guðný Gísla- dóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Breiðabliks, birti á dögunum pistil sem vakið hefur mikla athygli og farið víða. Þykir henni knattspyrnu kvenna og karla alls ekki gert jafn hátt undir höfði hérlendis. Pistilinn ritaði hún fyr- ir ári síðan, en birti 3. maí síðastlið- inn. Hallbera hefur náð lengra en margir í boltanum. Hún er marg- faldur Íslands- og bikarmeistari, hef- ur leikið sem atvinnumaður og verið fastamaður í landsliði Íslands undan- farin ár. Lék hún meðal annars fyrir Íslands hönd á EM 2013. Hún seg- ir í upphafi pistilsins að henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Ég ber ábyrgð sem afrekskona í íþrótt- inni að láta heyra í mér. Það er ekki alltaf hægt að treysta á að aðrir vinni verkið fyrir mann,“ skrifar hún. Hallbera er alin upp á Akranesi og byrjaði ung að mæta á völlinn. Hún segist hafa verið heppin að fá að fylgjast með ÍA fagna hverjum titl- inum á fætur öðrum. Fyrirmyndir hennar úr boltanum voru allar karl- menn. „Mínar hetjur í fótboltan- um voru Óli Þórðar, Haddi Ingólfs, Steini Gísla og allir þessir ótrúlega flottu fótboltamenn sem spiluðu fyrir ÍA. Þeir voru stjörnur í mín- um augum. Á Akranesi var líka fullt af flottum fótboltakonum, eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um,“ skrifar hún. Fékk nýja sýn í Svíþjóð Hún kveðst í gegnum árin hafa þurft að bíta í það súra epli að henn- ar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og sú sem bræður hennar og frænd- ur spiluðu. Engu hafi skipt þó hún hafi lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mín- ir og fjölskylda hvöttu mig að sjálf- sögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg. Kvennaknatt- spyrna á Íslandi fær sorglega litla umfjöllun í fjölmiðlum og þá mæta einnig sárafáir áhorfendur á deildar- leiki. Áhuginn er einfaldlega ekki til staðar,“ ritar Hallbera. Smám sam- an lærðist henni að þetta væri eðli- legur hlutur sem hún á endanum var farin að sætta sig við. Eða allt þar til árið 2012 að Hallbera hélt til Sví- þjóðar í atvinnumennsku og gekk til liðs við Piteå IF. „Það sem kom mér mest á óvart við þennan bæ var að kvennaknattspyrna var vinsælli held- ur en karlaknattspyrna. Við feng- um besta æfingatímann, við fengum mun meiri umfjöllun í blöðunum og það allra ótrúlegasta var að við feng- um fleiri áhorfendur á leiki,“ skrifar Hallbera. Í Piteå voru oftast í kring- um þúsund áhorfendur en mest 2500 talsins. „Tilfinningin að spila fyrir framan fullan völl, þó hann sé lítill, er ólýsanleg. En það er líka tilfinn- ing sem ég hef eiginlega aldrei upp- lifað á mínum knattspyrnuferli.“ Hægt að auka vinsældirnar Hallbera segir með því að markaðs- setja kvennaknattspyrnuna betur sé hægt að auka vinsældirnar. Í þessu samhengi nefnir hún Svíþjóð til sam- anburðar. Hún segist vel vita að eins og staðan er í dag sé áhugi á Pepsi deild karla mun meiri. Áhugann á kvennaknattspyrnu megi hins veg- ar auka og nefnir Svíþjóð til saman- burðar. „Nú í vor var verið að ganga frá sjónvarpssamningi í Svíþjóð sem gerir það að verkum að allir leik- ir í efstu deild kvenna verða sýndir í sjónvarpi. Á Íslandi er oftast ekki sýnt frá kvennaleikjum í sjónvarpi. Stundum eru einhver mörk sýnd ef það er hægt að hafa upptökuvél á vellinum, en oftast er því einfaldlega sleppt.“ Hún sagði síðan í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 síðasta mið- vikudag að einnig hefðu allir úrvals- deildarleikir kvenna verið sýndir í Svíþjóð í fyrra. Sjónvarpssamning- urinn sem skrifað var undir á dög- unum ytra væri því ekki tilkominn til að fylla upp í einhvern kynjakvóta. Svíar hefðu raunverulegan áhuga á kvennaknattspyrnu og ástæðan væri sú að „það er verið að sinna þessu almennilega,“ eins og hún orðaði það. Hún bætti því við að hún ætl- aðist ekki til að hlutirnir breyttust á einni nóttu en ritaði í pistli sínum að viðhorf til kvennaknattspyrnu hér heima þyrfti að breytast. „Hugsan- lega með breyttu viðhorfi og betri markaðssetningu er hægt að auka vinsældir kvennaknattspyrnunnar á Íslandi og þar með veita ungum fót- boltastelpum og strákum fleiri kven- kynsfyrirmyndir,“ skrifar hún. „En það þarf einhver að taka af skarið og gera þetta almennilega.“ kgk „Áhuginn er einfaldlega ekki til staðar“ - segir Hallbera og kallar eftir breyttu viðhorfi gagnvart kvennaknattspyrnunni Hallbera Guðný Gísladóttir. Mynd úr safni. Boltinn rúllar af stað í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu í dag, miðviku- daginn 11. maí, með fjórum leikjum. ÍA leikur sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu laugardaginn 14. maí næstkom- andi gegn FH á Akranesvelli. ÍA lið kvenna tryggði sér sem kunnugt er sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik síðasta sumar. Liðinu óx ásmegin eft- ir því sem leið á síðasta tímabil. Lyfti það á endanum deildarmeistaratitli 1. deildar eftir sigur á FH í úrslita- leiknum. En síðan þá hefur ýmis- legt breyst. Margir þeirra leikmanna sem lyftu bikarnum síðasta haust eru horfnir á braut og ljóst að framundan er erfitt verkefni. Skessuhorn ræddi við Þórð Þórðarson, þjálfara liðs- ins. „Mér líst vel á komandi sumar. Þetta verður erfitt en jafnframt mjög skemmtilegt,“ segir Þórður í sam- tali við Skessuhorn. Hann segir lið- ið stefna að því að halda sæti sínu í deildinni. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vera áfram með meistaraflokk kvenna í efstu deild árið 2017,“ segir hann. Mikil blóðtaka Töluvert miklar breytingar hafa orð- ið á leikmannahópnum sem tryggði sér sæti í Pepsi deildinni síðasta haust. „Við vorum að vona eftir síðasta sumar að við mundum halda flest- um stelpunum og þyrftum að bæta svo við okkur þremur til fjórum leik- mönnum til að vera vel samkeppnis- hæf í deildinni í sumar. En annað hef- ur komið á daginn, því miður,“ seg- ir Þórður og upplýsir blaðamann um stöðuna. „Við erum búin að missa tíu leikmenn frá því í fyrra, þar af sjö sem spiluðu mikið síðasta sumar. Hulda og Unnur eru farnar í barneignarfrí og Dúna, Birta, Valdís, Emilía, El- ínborg, Morgan, Alexandra og Ey- rún eru hættar,“ útskýrir Þórður. „Það er mikil blóðtaka að missa all- ar þessar stelpur,“ bætir hann við en lítur á björtu hliðarnar. „En það losn- ar þá bara meira pláss fyrir ungar og efnilegar Skagastelpur,“ segir hann. Í því samhengi bætir hann við að þær sem enn eru gjaldgengar í öðrum og þriðja flokki hafi staðið sig vel þegar þær hafi fengið tækifæri. Bætist mögulega við hópinn Þær sem gengið hafa til liðs við ÍA nú þegar eru markvörðurinn Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, á láni frá Breiðabliki, og varnarmaðurinn Jaclyn Pourcel og miðjumaðurinn Rachel Owens frá Bandaríkjunum. Segir Þórður að þær muni allar styrkja hópinn. Þar að auki snýr Megan Dunnigan aft- ur, en hún lék afar vel með liðinu síð- asta sumar. „Hún var án efa ein af bestu leikmönnum liðsins. Ég lagði mikla áherslu á að fá hana aftur og það tókst,“ segir Þórður ánægður. „Megan er frábær stelpa og mikil fyr- irmynd þar á ferð, jafnt innan vallar sem utan,“ bætir hann við. Þjálfarinn hefði þó gjarnan vilj- að vera búinn að fá fleiri leikmenn til liðsins á þessum tímapunkti því margir sterkir leikmenn hafi horfið á braut í vetur. Hann segir að þessa síð- ustu daga fyrir mót sé enn leitast við að styrkja hópinn. Hvað gerist verði hins vegar að koma í ljós. „Við erum að leita að varnarmanni og sóknar- manni eins og staðan er í dag. Við sjáum svo til hvað gerist á næstu dög- um, mögulega verður einhver viðbót við hópinn,“ segir hann. Leikmenn leggja hart að sér Þrátt fyrir miklar breytingar og nokk- uð reynslulítinn hóp telur Þórður ÍA vel í stakk búið að takast á við átökin í deild þeirra bestu. Hann kveðst heilt yfir ánægður með leik liðsins á und- irbúningstímabilinu, en liðið hafnaði til að mynda í öðru sæti Lengjubik- arsins. Mest um vert sé þó að leik- menn séu tilbúnir að leggja hart að sér. „Það er gríðarlega mikill munur milli 1.deildar og Pepsi deildar. Það sem er gott er að stelpurnar eru dug- legar að æfa,“ segir hann og kveðst því bjartsýnn á að liðið nái mark- miðum sínum í sumar. „Ég vona og held að við endum í sjötta til áttunda sæti. Það eru kannski miklar vænt- ingar hjá mér miðað við hvað liðið er ungt og hve miklar breytingar hafa orðið,“ segir hann. „Stelpurnar eru búnar að æfa rosalega vel í vetur og eiga lof skilið fyrir það. Ég vona að sú vinna sem stelpurnar eru búnar leggja á sig í vetur verði til þess að ÍA muni áfram eiga bæði kvenna- og karlalið í efstu deild á næsta ári. Það er algjört lykilatriði fyrir okkar bæjarfélag að svo verði,“ bætir hann við. Þórður segir að áhersla verði lögð á að spila góða vörn í sumar. Það sé lykilatriði til að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. „Við munum reyna að spila góðan varnarleik og fara í alla leiki til að reyna að vinna, það er ekki spurning. Svo sjáum við til hvert það leiðir okkur,“ segir hann. Þjálfarinn vill að lokum hvetja stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn í sumar. „Ég vil óska öllum Skagamönnum nær og fjær góðs fót- boltasumars og vona að þeir muni standa með liðunum okkar í sum- ar, mæti á völlinn og láti heyra í sér. Þetta verður erfitt, bæði hjá stelpun- um og strákunum og þess vegna er mikilvægt að fólk mæti á völlinn og styðji liðin,“ segir Þórður Þórðarson. kgk/ Ljósm. gbh. „Stelpurnar eru búnar að æfa rosalega vel í vetur og eiga lof skilið“ - segir Þórður Þórðarson þjálfari ÍA Þórður Þórðarson þjálfari. Ljósm. kgk. Marki fagnað síðasta sumar. Megan Dunnigan snýr aftur eftir frábært tímabil með ÍA síðasta sumar. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá því síðasta haust. Tíu leik- menn sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli fyrstu deildar leika ekki með liðinu í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.