Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 201610 Styrktarsjóður Kiwanisumdæm- isins Ísland/Færeyjar og Kiwanis- klúbbarnir Elliði, Eldey, Esja, Hekla og Dyngja gáfu í síðustu viku Lu- cas2 hjartahnoðtæki til notkun- ar í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fór afhendingin fram á þyrlupall- inum við Landspítalann í Fossvogi. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti tækinu viðtöku fyrir hönd Landhelgisgæsl- unnar ásamt áhöfnum þyrla Land- helgisgæslunnar. Tækið sem Kiwan- is gaf mun skipta sköpum í umönn- un sjúklinga um borð í þyrlunum. Tækið sem kostar á þriðju milljón króna hefur verið í notkun víða um land með afar góðum árangri, þar af í sjúkrabifreiðum á Vesturlandi. Tækið getur leyst af hólmi einn mann um borð í þyrlunum þeg- ar endurlífgun á sér stað, sem ann- ars hefði þurft að sinna hjartahnoði. Getur hann þá sinnt öðrum málum í tengslum við umönnun sjúklinga um borð. Tækið veitir alltaf jafnt og gott hnoð og þreytist ekki, ólíkt mannshöndinni. Tækið er færan- legt milli véla sem eykur enn frekar notagildi þess. mm Kiwanis gaf hjartahnoðtæki í þyrlur Landhelgisgæslunnar Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Landsspítalans ásamt Kiwanisfólki við TF- LÍF, eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar á þyrlupallinum í Fossvogi. Starfsfólk Veitna mun á tíma- bilinu 10. til 20. maí tengja nýja að- veitustöð rafmagns við rafdreifi- kerfið á Akranesi. Húsin í bæn- um verða rafmagnslaus tímabund- ið meðan spennustöðvar og streng- ir verða tengdir við nýju aðveitu- stöðina. Rafmagnslaust getur orð- ið frá hálfri klukkustund upp í tvo tíma hjá hverjum viðskiptavini. Tengingarnar verða gerðar í um 50 áföngum og afmarkað svæði verð- ur rafmagnslaust við hverja teng- ingu. Nánari upplýsingar um tíma- setningu verða veittar á heimasíð- unni www.veitur.is og á Fésbókar- síðu fyrirtækisins. Þegar nær dreg- ur verða einnig send SMS skilaboð til íbúa hvers svæðis. Fólki er bent á að skrá farsímanúmer sín á Mínum síðum á vefnum, hafi það ekki gert það nú þegar. Þá kveðst fyrirtækið einnig senda dreifibréf í hús. „Við vonumst til að truflan- ir vegna rafmagnsleysis verði sem minnstar og að Akurnesingar sýni verkefninu skilning. Nýja að- veitustöðin er við Smiðjuvelli 24 og leysir af hólmi gömlu aðveitu- stöðina við Þjóðbraut 44. Hafir þú spurningar eða ábendingar um þessa framkvæmd ekki hika við að hafa samband í síma 516 6000 eða sendu okkur ábendingu eða fyrir- spurn á vefnum okkar www.veitur. is,“ segir í tilkynningu. mm Hús á Akranesi tengd við nýja aðveitustöð rafmagns Afmælisþing Íþróttabandalags Akraness fór fram þriðjudaginn 3. maí síðastliðinn. Þingið var vel sótt en um var að ræða 72. ársþing ÍA. Á þinginu var Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kjörin for- maður ÍA og er hún fyrsta kon- an í 70 ára sögu félagsins til að gegna því embætti. Helga Sjöfn er fædd árið 1985, hún er Skaga- maður í húð og hár og ólst upp á Akranesi þar sem hún æfði knatt- spyrnu með ÍA frá unga aldri. „Ég spilaði upp alla yngri flokk- ana og upp í meistaraflokk. Ég fór reyndar til Reykjavíkur og spilaði þar þegar kvennaboltinn var lagður niður hér en kom svo aftur til baka og spilaði með fé- laginu,“ segir Helga Sjöfn sem síðast lék með meistaraflokki kvenna árið 2014. Einnig æfði hún sund fram á unglingsaldur. Helga Sjöfn er þriggja barna móðir, búsett á Akranesi og starf- ar sem sjúkraþjálfari á Reykja- lundi. Hún kom fyrst inn í stjórn ÍA fyrir tveimur árum og hef- ur gegnt hlutverki varaformanns síðastliðin tvö ár. Hún seg- ir miklar og jákvæðar breyting- ar hafa orðið á íþróttastarfinu hjá félaginu á þessum tveimur árum. „Sigurður Arnar hristi vel upp í öllu starfinu eftir að hann tók við sem formaður. Við höfum unnið mikið í innra starfinu og lagt áherslu á að auka samvinnu milli aðildarfélaga. Við teljum það mjög mikilvægt að félögin spili og æfi undir merkjum ÍA og séu dugleg að halda ÍA merkinu á lofti,“ segir Helga Sjöfn. Hún segir að helstu áherslur verði því að halda áfram með það starf sem unnið hefur verið að á undan- förnum árum. „Ég hef líka mik- inn áhuga á að vinna með barna- og unglingastarfið, að félögin vinni bæði með afreks- og upp- eldisstarf, hvoru tveggja er mjög mikilvægt. Maður hefur feng- ið aðra sýn á þetta eftir að hafa eignast börn sjálfur.“ Breytingar á Vesturgötu Af verkefnum sem framundan eru hjá íþróttabandalaginu nefn- ir Helga Sjöfn að til standi að ÍA fari í stefnumótandi vinnu með Akraneskaupstað. „Þar verð- ur farið yfir alla gildandi samn- inga og farið yfir samstarf tengt íþróttamálum á Akranesi. Það var haldið afmælisþing núna og því meira gert úr þinginu en vana- lega. Þingið var á léttari nótum en verið hefur, skemmtiatriði og minna af formlegheitum. Í tilefni af 70 ára afmælinu var nýverið opnuð ný heimasíða en sú gamla var orðin úr sér gengin.“ Þá nefn- ir hún að töluverðar breytingar séu framundan í íþróttahúsinu við Vesturgötu en íþróttahúsið fagnar einnig afmæli í ár. „Þar stendur til að gera þjónustumið- stöð þar sem íþróttafulltrúi okk- ar mun hafa aðsetur. Svo ætlum við að lífga upp á Vesturgötuna, en við erum að vinna í að setja upp ÍA myndir á veggi. Vonandi næst að klára þessar breytingar fyrir næsta haust. Mörg stór mót verða haldin á Akranesi í sum- ar, t.d. er Norðurálsmótið hand- an við hornið og Aldursflokka- meistaramót Íslands í sundi verð- ur haldið hér í lok júní en það er stærsta mót sem sundfélagið hef- ur haldið,“ segir Helga Sjöfn ný- kjörinn formaður ÍA. grþ Helga Sjöfn kjörin formaður ÍA fyrst kvenna Helga Sjöfn Jóhannesdóttir. Þriðjudaginn 3. maí var 72. ársþing Íþróttabandalags Akraness hald- ið. Var það vel sótt, enda fagnar ÍA 70 ára afmæli á þessu ári. ÍA kórinn söng tvö lög í tilefni stórafmælis- ins, sem og Símon Orri Jóhannsson og Halla Margrét Jónsdóttir. Sig- urður Arnar Sigurðsson og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir gerðu í sam- einingu grein fyrir ársskýrslu ÍA og fóru yfir það helsta í starfinu á liðnu ári. Heildarvelta ÍA nam rúmlega 385 milljónum króna á síðasta ári og er reksturinn í jafnvægi. Hagnaður varð á rekstri íþróttabandalagsins sem nemur tæpum 7,8 milljónum króna. Auk þess á ÍA um 30 millj- ónir króna í sjóði. Verður rekstraraf- komu síðasta árs ráðstafað til endur- bóta og viðhaldi á húsnæði og tækja- kosti aðildarfélaga en fé úr sjóðum ÍA verður ráðstafað til tækjakaupa þegar til nýframkvæmda kemur. Framkvæmdastjórn ÍA ákvað í til- efni af 70 ára afmælinu að veita öll- um sínum aðildarfélögum afmælis- styrk að upphæð 70 þúsund krón- ur. Einnig voru veittir afreksstyrk- ir að upphæð 150 þúsund krón- ur til Ágústs Júlíussonar, Valdísar Þóru Jónsdóttur og Egils G. Guð- laugssonar, en þau höfnuðu í þrem- ur efstu sætunum í kjörinu á íþrótta- manni Akraness fyrir árið 2015. Klifurfélag ÍA var samþykkt sem 18. aðildarfélag ÍA og einnig var samþykkt að Sigurfari - Sjósports- félag Akranses færi í umsóknarferli um aðild að íþróttabandalaginu. Fyrsta konan kjörin formaður Á ársþinginu var Helga Sjöfn Jó- hannesdóttir kjörin formaður ÍA og er hún fyrsta konan í 70 ára sögu félagsins til þess að gegna því emb- ætti. Hér á síðunni má einmitt lesa stutt viðtal við Helgu Sjöfn. Aðrir í framkvæmdastjórn ÍA eru Sigurð- ur Arnar Sigurðsson, Karitas Jóns- dóttir, Svava Huld Þórðardóttir og Marella Steinsdóttir. Til vara voru kjörnir Þráinn Haraldsson og Pálmi Haraldsson. Ingi Þór Ágústsson, fulltrúi ÍSÍ, ávarpaði þingið og færði ÍA afmæl- isgjöf frá ÍSÍ. Hann notaði tækifærið og sæmdi Halldór Fr. Jónsson gull- merki ÍSÍ fyrir áratuga störf hans í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akra- nesi. Þá voru eftirtaldir sæmdir banda- lagsmerki ÍA fyrir langt og farsælt starf tengt íþróttamálum á Akra- nesi: Laufey Sigurðardóttir, Erna Sigurðardóttir, Anna Guðbjörg Lárusdóttir, Guðmundur Sigurðs- son, Jónína Magnúsdóttir, Katr- ín Leifsdóttir, Heiðbjört Kristjáns- dóttir, Grétar G. Guðnason, Hild- ur Karen Aðalsteinsdóttir, Ólaf- ur Óskarsson, Jóhannes Helgason, Jón Þór Þórðarson, Petrea Emilía Pétursdóttir og Gunnlaugur Sölva- son. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ávarpaði einnig þingið og færði ÍA gjöf frá Akraneskaupstað að verð- mæti 500 þúsund krónur. Rennur gjöfin í Minningarsjóð Guðmund- ar Sveinbjörnssonar til styrktar efni- legu íþróttafólki og þjálfurum hjá ÍA. jþþ/kgk Rekstrarafkoma ÍA jákvæð um tæpar átta milljónir Halldór Fr. Jónsson var sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir áratugastarf í þágu íþróttahreyf- ingarinnar á Akranesi. Ársþingið var afar vel sótt. ÍA kórinn tók lagið í tilefni sjötugsafmælis íþróttabandalagsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.