Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2016 19 Árleg álfasala SÁÁ hefst um land allt í gær, 10. maí og stendur fram á sunnudaginn 15. maí. Hún er nú haldin í 27. skipti. Álfasalan er stærsta fjáröflunarverkefni SÁÁ ár hvert. Allur ágóði af sölunni renn- ur til að greiða fyrir þjónustu SÁÁ við ungt fólk, bæði afeitrun og meðferð, sálfræðiþjónustu barna eða aðra þjónustu við fjölskyldur áfengis- og vímuefnasjúklinga. Víða um land, þar á meðal á Vest- urlandi, er salan ekki aðeins liður í fjáröflun SÁÁ því að sölufólk er oft úr hópum á vegum íþróttafélaga eða annarra samtaka og hópa sem nota vegleg sölulaunin til þess að greiða fyrir ferðalög eða kosta eig- ið félagsstarf í heimabyggð. Meðal þeirra sem selja Álfinn í ár er hóp- ur knattspyrnustúlkna úr 3. flokki á Akranesi, í Stykkishólmi kemur sölufólkið úr 6. bekk grunnskólans en í Grundarfirði, Ólafsvík, Hell- issandi og Rifi er 4. flokkur í knatt- spyrnu sem sér um söluna. Líkt og undanfarin ár er slag- orð álfasölunnar í ár: ‚‚Álfurinn fyrir unga fólkið‘‘. Þannig er und- irstrikuð áhersla á meðferðarúr- ræði samtakanna fyrir ungt fólk og einnig fyrir börn og aðra aðstand- endur þeirra sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Frá árinu 2000 hefur SÁÁ rekið ung- lingadeild á sjúkrahúsinu Vogi en frá því að sjúkrahúsið var byggt hafa yfir 8000 einstaklingar yngri en 25 ára lagst þar inn. SÁÁ veit- ir einnig sálfræðiþjónustu fyrir börn alkóhólista. Um 1.100 börn hafa nýtt þá þjónustu sem er kost- uð með tekjum af Álfinum og öðr- um styrkjum. Það sama á við um viðtöl, ráðgjöf og námskeið sem samtökin veita öðrum aðstandend- um. Álfasala SÁÁ er eitt umfangs- mesta fjáröflunarverkefni á veg- um almannasamtaka hér á landi á hverju ári. Frá 1990 hefur Álfurinn skilað samtökunum um 600 millj- ónum króna í hreinar tekjur. mm/fréttatilk. Sala á SÁÁ álfinum stendur yfir Óhætt er að segja að Borgnesingur- inn Unnsteinn Arason bæti það upp ef hann á það til að gleyma merki- legum dögum. Konudaginn árið 2005 kom það einmitt fyrir að hann gleymdi að kaupa blóm fyrir kon- una sína, Svövu Víglundsdóttur. „Ég gerði þau mistök ekki aftur og gaf henni heila blómabúð árið eft- ir,“ segir Unnsteinn og hlær. „Við keyptum búðina af Halldóru Karls- dóttur en þá hét búðin Blómabúð Dóru,“ bætir hann við. Verslunin var til húsa í Hyrnutorgi fyrst um sinn en fluttist þaðan yfir götuna í nýtt húsnæði árið 2009. Í desemb- er 2012 var búðin svo flutt á nýjan leik og þá að Skúlagötu 13 þar sem hún er í dag og heitir nú Blómasetr- ið – Kaffi kyrrð. Í vor eru liðin tíu ár frá því Unnsteinn og Svava keyptu búðina, sem hefur stækkað og breyst töluvert á þeim tíma. Fyrst voru ein- göngu seld blóm og gjafavara en nú hefur bæst við notaleg og góð kaffi- sala og gistiheimili reka þau að auki. Ástin blómstraði í Borgarnesi Svava hafði alla tíð búið á Vopnafirði þar sem hún rak meðal annars hót- el og blómabúð í 20 ár. „Ég var að elta ástina þegar ég flutti í Borgar- nes árið 2001,“ segir Svava og hlær. Kata, dóttir Svövu fylgdi mömmu sinni í Borgarnes, fyrst með annan fótinn og á endanum flutti hún alfar- ið. „Kata hafði alltaf verið með mér í rekstrinum á Vopnafirði, hún ólst upp við þetta og í dag er hún orðin hluthafi í Blómasetrinu,“ segir Svava. Kata flutti í Borgarnes árið 2013 en hafði fram að því alltaf verið þar yfir sumartímann og séð um búðina. „Ég hafði það alltaf sem skilyrði þegar ég réði mig í vinnu í Reykjavík að ég væri laus yfir sumarið því þá vildi ég vera hér,“ segir Kata. Hún bjó í Reykjavík á meðan hún lauk BA- gráðu í listfræði en svo hélt hún til Ítalíu þar sem hún lauk mastersnámi í tískuvörumerkjastjórnun. „Þegar ég kom heim frá Ítalíu kom ég hing- að í Borgarnes að vinna yfir sumarið en ætlaði til Reykjavíkur um haust- ið. Ég taldi það vera einhvern veginn eðlilegt framhald, að fara suður aftur. Einn daginn í umferðinni í Reykja- vík hugsaði ég að þetta væri ekki fyr- ir mig. Mér leið vel hér í Borgarnesi og ákvað því að fara ekkert héðan,“ segir Kata. Draumurinn varð til á Tælandi Eftir að Blómasetrið var flutt á Skúlagötuna sá Svava draum sinn rætast. Draum sem kviknaði á ferða- lagi um Tæland þegar hún var tví- tug. „Ferðin markaði djúp spor í mitt líf en þar kynntist ég þeim kærleik og jákvæðni sem fólk getur borið manna á milli. Ég sá hvern- ig sumir geta átt allt og aðrir ekk- ert en samt er svo mikill kærleikur,“ segir Svava og bætir því við að þessi ferð hafi haft mikil áhrif á allt sem á eftir kom. „Ég var einungis tvítug sveitastelpa sem var að koma beint undan kúnni þegar ég fór til Tæ- lands. Andrúmsloftið þar var yndis- legt, en við höfum reynt að endur- skapa það hér í Blómasetrinu,“ bæt- ir hún við. „Einkunnarorðin okkar eru einmitt „lifið - elskið - njótið“ og er það mjög lýsandi fyrir and- rúmsloftið á Tælandi,“ bætir Kata við. „Við viljum bara minna fólk á að njóta þess litla í lífinu, t.d. að drekka gott kaffi, borða góða köku og njóta augnabliks.“ Glæsilegur pallur tekinn í notkun Í tilefni tíu ára afmælis Blómaset- ursins hefur verið hægt að fá fallega gjafavöru á góðum afslætti í búð- inni og verður það hægt áfram fram yfir Hvítasunnu. „Við erum líka alltaf að breyta og bæta aðstöðuna hér. Kata hefur verið stoð og styrk- ur í því öllu en hún gengur inn í öll störf og saman getum við þrjú gert allt,“ segir Svava og brosir. „Við erum hvergi nærri hætt. Fyrir ári síðan opnuðum við gistiheimili og getum við núna tekið á móti u.þ.b. 18 manns í gistingu. Við settum því upp móttöku hér í búðinni um síð- ustu helgi og bættum kaffiaðstöð- una á sama tíma. Næst er framund- an formleg opnun á pallinum okk- ar sem Unnsteinn smíðaði sjálfur,“ bætir Svava við augljóslega mjög stolt af sínum manni. „Þetta verð- ur nokkurs konar afmælisopnun á pallinum,“ segir hún. „Við opnum pallinn formlega 21. maí en þá eiga þeir Unnsteinn og Hólmsteinn tví- burabróðir hans 75 ára afmæli og Blómasetrið er einnig tíu ára í ár. Þetta verður þó meira í tilefni af- mælis þeirra bræðra,“ segir Svava að endingu. arg Blómasetrið – Kaffi kyrrð fagnar tíu ára afmæli Sigurborg Kr. Hannesdóttir tók að sér fundarstjórn fyrir nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga á samkomu þegar haldinn var stór húsfundur. Nemendur og starfsfólk gátu komið með hug- myndir að breytingum í skólastarfi. Gríðarlega góð þátttaka var á fund- inum og margar góðar hugmynd- ir sem komu fram. Það er aldrei að vita nema sumar þeirra líti dagsins ljós áður en langt um líður. Sigur- borg skipti þátttakendum í marga smærri hópa og skipti svo hópun- um upp og blandaði saman svo að menn gætu viðrað hugmyndir sín- ar sem víðast. Þetta gaf góða raun og ljóst að nemendur og starfsfólk skólans búa yfir miklu hugmynda- auðgi. tfk Hugmyndavinna í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Unnsteinn Arason, Svava Víglundsdóttir og Katrín Huld Bjarnadóttir úti á nýja pallinum sem Unnsteinn smíðaði við Blómasetrið – Kaffi kyrrð í Borgarnesi. Katrín Huld Bjarnadóttir situr þarna í nýju móttökunni fyrir gesti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.