Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 201612 Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akra- nesi færir á hverju ári börnum í fyrsta bekk grunnskóla að gjöf reið- hjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Börnin sem njóta eru í Borgarnesi, Hvalfjarðarsveit og á Akranesi, alls 132 börn að þessu sinni. Eimskip styður fjárhagslega og flutningalega við verkefnið og sýnir með því fram- taki mikla samfélagslega ábyrgð. Fé- lagar í Kiwanisklúbbum landsins sjá svo um skipulag og dreifingu til barnanna. Einungis í Reykjavík er ekki leyft að færa fyrstu bekkingum slíkar gjafir vegna reglna borgarinn- ar um auglýsingar á gjöfum. Hildur Karen Aðalsteinsdótt- ir er verkefnastjóri umferðafræðslu og fylgir Þyrilsmönnum til að fræða börnin um rétta notkun reið- hjólahjálma. Áður en að krakkarn- ir á Akranesi og Heiðarskóla fengu hjálmana sína afhenta þá sýndi Hild- ur Karen þeim á sjónrænan hátt hvað höfuðið er viðkvæmt fyrir þung- um höggum. Í Borgarnesi fræddu lögreglumenn um slíkt hið sama. Olli Egg sýndi muninn á falli með hjálm og án varnar. Olli Egg fékk enga sprungu við fallið þegar hann var með sérútbúinn eggjahjálm, en varð að spæleggi þegar engin vörn var notuð. Það var því öllum ljóst sem fylgdust með Olla Eggi að reið- hjólahjálmarnir eru mikilvægur ör- yggisbúnaður og illa getur farið ef þeir eru ekki notaðir. mm/ Ljósm. hka og hfj. Árlegri hjálmagjöf Kiwanis tekið fagnandi Grunnskóla Borgarness tóku 26 nemendur á móti hjálmagjöfinni. 46 börn í Brekkubæjarskóla stilla sér hér upp til myndatöku með gjöfina. Í Grundaskóla tóku 52 börn á móti hjálmum. Átta börn í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit með hjálmana sína. Hjá þeim eru Kiwanismennirnir Halldór Fr Jónsson og Jón Trausti Hervarsson. Börnin í Grundaskóla voru glöð og þakklát fyrir gjöfina. Helgistund var í Hjarðar- holtskirkju í Dölum á upp- stigningardag, en þessi dag- ur er sérstaklega tileinkað- ur öldruðum innan kirkj- unnar. Af því tilefni frum- flutti Helga Möller söng- kona lagið Tegami-bréf- ið eftir japanska tónlistar- manninn Ryoichi Higuchi við texta Þorsteins Eggertssonar. Tegami- bréfið er boðskapur um ást og virð- ingu fyrir fullorðnu fólki og biðlar það til okkar að sýna fólkinu okkar virðingu á efri árum. Listamaður- inn Ryoichi Higuchi hefur flutt Te- gami-bréfið í 147 borgum í Japan og stefnir á að dreifa því víða um heim. Fyrsti áfangastaður er Ís- land þar sem Helga Möller tók að sér að dreifa Tegami-bréfinu í söng til þjóðarinnar. Í athöfninni flutti kirkjukór Dalaprestakalls einnig ýmis vorljóð eftir Dalaskáld undir stjórn Halldórs Þ. Þórðarsonar og bauð kórinn upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni. sm Frumflutti Tegami-bréfið á degi aldraðra Helga Möller frumflutti lagið Tegami-bréfið í Hjarðarholtskirkju. Kikjugestir nutu saman góðra kaffiveitinga. Inga og Guðbjörg. Spjallað yfir kaffi og kökum í kirkjukaffinu. Kirkjukórinn söng vorljóð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.