Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Síða 2

Skessuhorn - 18.05.2016, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 20162 Nú er sá tími árs upp runninn þegar mótor- fákum og hjólhestum fer fjölgandi í umferð- inni með hækkandi sól og batnandi veðri. Þegar bíl er ekið er ástæða til að gefa mót- orhjólafólki og hjólreiðamönnum sérstakan gaum, því þeir sjást ekki alltaf jafn vel í um- ferðinni og bifreiðar. Flýtum okkur því hægt og höfum augun hjá okkur. Það ver spáð austan- og suðaustanátt, 5-10 m/s á morgun fimmtudag. Víða verða smá skúrir. Hiti 2-10 stig, hlýjast á Vesturlandi. Norðaustlæg átt á föstudag og laugardag, skýjað með köflum og sums staðar skúr- ir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á suðvesturhorninu. Á sunnudag og mánu- dag spáir norðanátt með rigningu eða slyddu á Norður- og Austurlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu oft týnir þú lyklunum þínum?“ Nær helmingur svarenda, 49%, sögðust aldrei týna lyklunum sínum. „Sjaldan“ sögðu næst- flestir, 35%, „mjög oft“ sögðu 12% og 4% kváðust ekki muna það! Í næstu viku er spurt: Ætlar þú í útilegu í sumar? Fólk sem skipar kjörstjórnir í landshlutan- um er Vestlendingar vikunnar. Á þessu ári verður bæði kosið til forseta og Alþing- is og því þarf þetta ágæta fólk að dúsa að minnsta kosti tvo daga inni við það mikla þolinmæðis- og þrautseigjuverk sem slíku tilheyrir. Þetta er því svona fyrirfram stuðn- ingur til þeirra. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Tafir vegna þrenginga á brú VESTURLAND: Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi gekk umferðin að mestu leyti vel fyrir sig um hvítasunnu- helgina. Almennur aksturs- hraði fór um tíma niður í 70 til 80 km á klst. þegar um- ferðin var sem þéttust. Inn á milli óku þó sumir of hratt og tók lögreglan um 100 öku- menn fyrir of hraðan akstur í vikunni og flesta af þeim um helgina. Nokkrar tafir urðu vegna seinvirkra umferðar- ljósa á Borgarfjarðarbrú, þar sem stendur yfir viðgerð á brúargólfi og einnig urðu nokkrar tafir vegna umferð- aróhappa undir Hafnarfjalli og víðar í umdæminu. Nokkur óhöpp og slys VESTURLAND: Alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæmi LVL í vikunni og þar af tvö þar sem meiðsl urðu á fólki. Íslenskur öku- maður sem ók Vesturlands- veg til norðurs undir Hafn- arfjalli, missti bílinn sinn yfir á öfugan vegarhelming er hann var að reyna að hand- sama kött sem slapp úr búri sem var í bílnum. Lenti bíll hans utan í bíl sem var að koma út gagnstæðri átt og síðan framan á bílnum sem kom þar á eftir en í þeim bíl voru sjö erlendir ferða- menn. Ökumaðurinn slas- aðist við áreksturinn og var fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi en fólk í hinum bílunum slapp með skrekk- inn. Í ljós kom að köttur- inn hafði sloppið lifandi frá þessu þegar hann var loks handsamaður úti í móa. Á hann þá trúlega sex líf eft- ir, ef marka má goðsögn- ina. Fimm franskir ferða- menn voru á bílaleigubíl sín- um og óku vestur Snæfells- nesveg. Ætluðu þeir síðan að fara Heydalinn en ökumað- urinn sá vegamótin of seint en beygði samt þrátt fyrir að vera á of miklum hraða mið- að við að geta beygt. End- aði bíllinn ofan í skurði og úr varð mikið högg er bíll- inn lenti á skurðbakkanum. Farþegi í aftursæti hlaut al- varlegan höfuðáverka og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðrir sem í bíln- um voru sluppu með minni- háttar áverka. Loks sofnaði erlendur ferðamaður und- ir stýri á Snæfellsnesvegi á annan í hvítasunnu og hoss- aðist bíllinn út í móa en án þess að velta. Líknarbelgirn- ir sprungu út og björguðu ökumanninum ásamt örygg- isbeltinu sem hann var með spennt. -mm/tkþ Leiðrétt nafn Í síðasta tölublaði var sagt frá úrslitum sveitakeppni Vesturlands í boccia. Það var Edda Elíasdóttir sem hafn- aði í fyrsta sæti, en ekki Ebba Elíasdóttir, eins og misritað var í fréttinni. Beðist er vel- virðingar á þessu . -mm. Línubáturinn Gullhólmi SH frá Stykkishólmi hefur gert góða róðra að undanförnu og á þriðjudags- kvöld í liðinni viku landaði bátur- inn 28 tonnum af fallegum þorski sem fer allur í salt hjá Agustson sem á og rekur bátinn. Pétur Erlingsson skipstjóri var að vonum ánægður þegar fréttaritari Skessuhorns hitti hann við löndun. „Þetta er stærsti róðurinn hjá okkur. Við lögðum 24 þúsund króka út af Jökli og fengum þennan afla en þetta er allt slægt hjá okkur,“ sagði Pétur kampakátur. Alls eru fimm í áhöfn og eru tvær áhafnir. „Við róum í hálfan mán- uð og svo tekur önnur áhöfn við og rær sömuleiðis í hálfan mánuð,“ sagði Pétur. af Gullhólmi gerir það gott á línuveiðum Pétur Erlingsson skipstjóri að undirbúa löndun.Gullhólmi SH ber aflann vel á þessari mynd, en þarna er hann að sigla til hafnar í Ólafsvík. Það lá við umferðarteppu síð- astliðinn föstudagsmorgun þeg- ar vegfarendur sem voru á ferð á milli Ólafsvíkur og Rifs sáu risa- snekkju úti á víkinni. Margir veg- farendur stöðvuðu bíla sína til þess að freista þess að ná myndum af dýrðinni. Þessi snekkja ber nafnið A og er 120 metra löng og er í eigu rússneska auðkýfingsins Andrey Melnichenko sem var í fyrra talinn í 137. sæti yfir ríkustu menn jarðar. Snekkjan A er metin á 39 milljarða króna og er til sölu, ef einhverjir áhugasamir vilja vita af því. Um borði í A eru 70 áhafnarmeðlimir. Ástæða sölunnar er sú að Rússinn vill kaupa stærri snekkju. Snekkjan líkist einna helst geim- skipi en í henni er m.a. sundlaug, bar, þyrlupallur og til þess að kom- ast inn í aðal svefnherbergið þarf að reiða sig á fingrafarask- anna. Einungis fimm ein- staklingar komast þangað inn. Þá er snekkjan drekk- hlaðin speglum og krist- al sem Melnichenko segist hafa mikið dálæti á. Nán- ast hver einasta tomma í snekkjunni er sérhönnuð til þess að mæta þörfum Melnichenko. Í því sam- hengi má nefna kranana í sturtuklefa sem hver um sig kostaði rúmlega fimm milljónir króna. Í snekkj- unni er einnig stærðarinn- ar bátaskýli sem hýsir þrjá hraðbáta. Eftir viðdvöl- ina úti af Snæfellsnesi var snekkjunni siglt til Reykja- víkur. af Fjörutíu milljarða snekkja lá við ankeri Snekkjan lá við ankeri milli Rifs og Ólafsvíkur. Slökkvilið Borgarbyggðar var í gær, þriðjudag, kallað út vegna elds sem kviknað hefur í þurrum lággróðri og kjarri í Húsafelli. Skjótt var brugð- ist við, bæði af heimamönnum og þá komu slökkviliðsmenn úr Reyk- holti með vel búinn tank- og dælu- bíl á staðinn. Slökkvistarf gekk því hratt og vel fyrir sig að sögn Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra. Meðfylgjandi er skjáskot úr vef- myndavél sem staðsett er talsvert fjarri eldsupptökum. Rauður hring- ur afmarkar reyk sem lagði um tíma upp af eldinum. mm Slökktu hratt gróðureld í Húsafelli Byggðarráð Dalabyggðar fundaði þriðjudaginn 10. maí. Á fundin- um var afgreidd ábending fjall- skilanefndar Suður-Dala þess efnis að lengi hefði legið fyrir að ráðast þyrfti í verulegt viðhald á Kirkju- fellsrétt, Fellsendarétt og Hólma- rétt. Óskaði fjallskilanefndin eftir því að ástand réttanna verði metið og framkvæmdaáætlun gerð í sam- ráði við nefndina. Á fjárhagsáætl- un Dalabyggðar fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir 2,5 milljónum króna til viðhalds rétta í sveitarfélaginu, sem er um milljón meira en fyrri ár. Niðurstaða fundarins var sú að byggðarráð samþykkti að veita allt að einni milljón króna til viðhalds rétta í Suður-Dölum á árinu 2016. Var fjallskilanefnd falið að annast skipulag og framkvæmd. kgk Milljón til viðhalds rétta í Suður-Dölum Svipmynd úr safni Skessuhorns frá Fellsendarétt í Dölum. Ljósm. bae.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.