Skessuhorn - 18.05.2016, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Hvar er mannúðin?
Í fjölmiðlum í síðustu viku var ítarlega fjallað um mál albanskrar 18
ára konu. Hún kom ásamt fjölskyldu sinni frá Albaníu í júlí á síðasta
ári. Í október fékk hún inngöngu í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og
hóf nám í efna- og stærðfræði. Einnig lærði hún ensku og svo íslensku
sem annað tungumál. Síðan hefur hún stundað fullt nám í raungrein-
um og íslensku og átti að útskrifast með skólafélögum sínum sem stúd-
ent af náttúrufræðibraut 27. maí, einungis 18 ára. Á þessum stutta tíma
hafði stúlkan náð fullu valdi á íslensku máli, enda greinilega vel gef-
in og þar að auki ákveðin í að setjast hér að. Lægsta einkunn þessarar
konu á stúdentsprófi var 9. Í framhaldi af góðum árangri í námi hugð-
ist hún sækja um að hefja nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. En
þá kom babb í bátinn. Hún fær ekki að útskrifast með samnemendum
sínum. Ástæðan er sú að einhver stofnun sem nefnist Kærunefnd út-
lendingamála ákvað að vísa stúlkunni úr landi ásamt fjölskyldu henn-
ar. Þarna voru Íslendingar á leiðinni að fá efni í afburða námsmann í
læknadeild, en greinilegt að íslensk innflytjendalög leyfa bara sumum
að vera hér, öðrum ekki. Þetta er ljótt hentistefnufyrirkomulag sem
allavega ég skil ekki.
Fjölskylda stúlkunnar hafði sótt um hæli hér á landi, flúið heima-
land sitt vegna pólitískra ofsókna. Foreldrarnir eru vel menntað fólk
sem allar líkur eru á að hefðu gert nýju heimalandi gagn og orðið nýtir
þjóðfélagsþegnar. Kærunefnd útlendingamála hefur hins vegar hafnað
öllum þeirra beiðnum. Fjölskyldan hafði komið sér vel fyrir í Hafnar-
firði þar sem yngstu börnin gengu í skóla. Elsta barnið glímir þó við al-
varlegan sjúkdóm sem það er í meðferð við hér á landi. Í ítarlegu frétta-
viðtali við DV sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja land vegna
pólitískra ofsókna, útskúfunar og hótana sem eiga rætur sínar að rekja
til stjórnmálaþátttöku fjölskylduföðurins.
Á sama tíma og þessu fer fram hér á Íslandi sátu þeir sem mest hafa
um það að segja hvort látið verði reyna á brottvísun fólksins frá Íslandi,
í Gala veislu í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Ráðherra utanríkismála
og forsætisráðherra. Þessu fólki væri í lófa lagið að kippa í þá spotta
sem þarf til að veita þessu albanska flóttafólki það tækifæri sem þá á
skilið hér á landi. Nei, ungi nýstúdentinn frá Flensborg má ekki einu
sinni útskrifast með skólafélögum sínum. Búin að læra betri íslensku en
margir innfæddir og þar að auki sýnt betri árangur í námi en flestir ef
ekki allir skólafélagar hennar. Hvílík skömm!
Ég er þeirrar skoðunar að nákvæmlega það sem vantar hér á landi er
meiri sveigjanleiki í kerfið og manngæska í garð þeirra sem eiga slíkt
skilið. Þennan kærleika hefur augljóslega skort í garð þeirra þegna sem
minnst hafa á milli handa hér á landi. Margir hafa það skítt fjárhags-
lega, en eru þó engu að síður í þeirri stöðu að þeim má ekki vísa úr
landi af því þeir eru innfæddir! Þær klær eru hins vegar notaðar óspart
á ýmsa aðra, jafnvel þótt þeir hafi ekkert til saka unnið annað en vera
ekki fólk sem hefur áhuga á búsetu hér á landi. Þjóðfélagi okkar skort-
ir kjark og vilja til að sýna að við erum raunverulega gott fólk að eðlis-
fari. Við eigum ekki að láta stjórnmálamenn komast upp með að sam-
þykkja svo aumar reglur í útlendingamálum að fólkið sem ég nefndi
hér að ofan sé réttrækt til baka til óviðunandi aðstæðna, eins og varn-
arlaus lömb á sláturbíl. Viljum við ekki annars öll vera mannleg, eða er
ég kannski að misskilja hlutina?
Magnús Magnússon.
Leiðari
Nú er byrjað að hlána til fjalla og
jarðvegur víða orðinn mjög gljúp-
ur, segir í tilkynningu frá Vega-
gerðinni. „Vegslóðar á hálendinu
eru afar viðkvæmir á meðan frost
er að fara úr jörðu og í verndar-
skyni er akstursbann nú þegar á
mörgum hálendisvegum. Þeir sem
hafa hug á hálendisferðum eru
beðnir að kynna sér vel hvert hægt
er að fara og hvar akstur er óheim-
ill.“ Á meðfylgjandi korti kemur
m.a. fram að vegurinn um Kalda-
dal er lokaður, sem og Haukadals-
vegur í Dölum. Þá er einnig ófært
yfir Arnarvatnsheiði, enda sá veg-
ur ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi
um miðjan júní.
mm
Akstursbann á hálendisvegum
Sjóflokkur Björgunarfélags Akra-
ness var kallaður út klukkan 1:30
aðfararnótt mánudags til aðstoðar
vélarvana skemmtibát sem stadd-
ur var á Hvalfirði, skammt inn
af Grundartanga. Að sögn Jóns
Gunnars Ingibergssonar hjá björg-
unarfélaginu sigldu þeir á Margréti
Guðbrandsdóttur frá Akranesi og
inn á fjörð. Einnig var björgunar-
sveitarbíll sendur inn á Grundar-
tanga til að svipast um eftir bátn-
um. Um borð í skemmtibátnum var
einn fullorðinn og tvö börn. Siglt
hafði verið frá Hvammsvík og hafði
vélarbilun orðið. Það tók björgun-
arsveitarmenn dálitla stund að finna
bátinn í myrkrinu en um borð voru
ekki staðsetningar- eða fjarskipta-
búnaður. Þegar báturinn fannst
var taug komið um borð og hann
dreginn að bryggjustubb sem er við
Eyrarkot. Að sögn Jóns Gunnars
gekk ferðin vel og fremur stillt var í
sjó. mm
Sóttu vélarvana skemmtibát inn í Hvalfjörð
Tjaldsvæðið við Kalmansvík á
Akranesi var formlega opnað á
föstudaginn. Fyrstu gestirnir mættu
hinsvegar á svæðið kvöldið áður og
voru búnir að koma sér vel fyrir
tímanlega fyrir hvítasunnuhelgina.
Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæj-
arstjóra verða í sumar starfsmenn
sem koma a.m.k. tvisvar á dag til að
sinna þjónustu á svæðinu sem felur
í sér ræstingar og innheimtu. Auk
þess hefur aðstaða verið bætt tals-
vert. „Farið hefur verið í úrbætur á
aðstöðu, meðal annars á salernum
þar sem skipt var um dúka, klósett-
kassa og sturtur. Að utan var hús-
ið málað og borið var á pallinn fyr-
ir framan. Í þjónustuhúsinu voru
kantar, gluggar og þakrennur mál-
aðar. Verið er að vinna að lagfær-
ingu á pallinum fyrir framan þjón-
ustuhúsið og mun það klárast eftir
helgina. Garðyrkjustjóri og nem-
endur í Vinnuskóla Akraness munu
sjá um að fegra umhverfið með
blómum og slætti og einnig verður
sett upp nýtt upplýsingaskilti sem
staðsett verður á bakhlið þjónustu-
hússins,“ segir Regína Ásvaldsdótt-
ir bæjarstjóri. Hún bætir því við
að tjaldsvæðið verður opið til 15.
september og að bæjarráð hafi ný-
lega samþykkt gjaldskrá.
Byggðasafnið í Görðum var einn-
ig opnað á föstudaginn og verð-
ur opið fram í miðjan september.
Föst leiðsögn verður á safninu sem
verður opið milli klukkan 10 og 17
alla daga vikunnar. Þá er nú búið að
opna upplýsingamiðstöð Akraness í
gamla Landsbankahúsinu við Akra-
torg. mm/ Ljósm. úr safni.
Tjaldsvæðið var opnað fyrir Hvítasunnu
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar sam-
þykkti á fundi sínum 11. maí síðast-
liðinn að fela sveitarstjóra að senda
inn erindi varðandi hafnargerð
vegna vinnslu næstu Samgöngu-
áætlunar. Erindið er í samræmi við
tillögur sem lagðar hafa verið fram
af hafnarstjórn. Um er að ræða fjög-
ur verkefni sem hafnarstjórn tel-
ur mjög brýn. Óskað er eftir að
þau hljóti styrk úr Hafnabótasjóði á
næsta áætlunartímabili.
Fyrst ber að nefna viðlegukant
Skipavíkurhafnar, vegna viðlegu
flutningaskipa og löndunar sjávar-
fangs. „Lenging núverandi stálþils til
austurs um 80 metra í samræmi við
tillögu að deiliskipulagi vegna Þör-
ungaverksmiðju. Áætlaður kostnað-
ur er 240 milljónir,“ segir í fundar-
gerð. Geta má þess að fyrir tæpu ári
var einmitt sótt um athafnasvæði til
handa verksmiðju Deltagen Iceland
á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi.
Næsta verkefni nær til austur-
hluta Stykkishólmshafnar. Um er að
ræða dýpkun við löndunarbryggj-
una og flotbryggju smáhafnarinn-
ar. Það verkefni hefur áður verið á
áætlun og er kostnaður áætlaður 20
milljónir króna. Í þriðja lagi er ósk-
að eftir styrk vegna göngubrautar að
ferju sunnan akstursleiðarinnar við
ferjuhöfnina í Súgandisey. Áætlaður
kostnaður er 4,5 milljónir.
Fjórða verkefnið er vegna smá-
bátaaðstöðu í Stykkishöfn, vestan
við Stykkið. „Flotbryggjur sem verði
tengdar til lands neðan við Hafnar-
húsið í samræmi við deiliskipulag
hafnarsvæðis. Áætlaður kostnaður
20 milljónir,“ segir í fundargerð.
Samtals er því óskað eftir styrkj-
um úr Hafnarbótasjóði að heildar-
verðmæti 284,5 milljónum króna á
næsta áætlunartímabili. kgk
Óska eftir styrkjum úr Hafnabótasjóði
Horft yfir Stykkishólmshöfn að kvöldi dags nú í vor. Ljósm. sá.