Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Síða 10

Skessuhorn - 18.05.2016, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 201610 Franska myndlistarkonan Jo- sée Conan er stödd í Grundar- firði þessa dagana. Hefur hún aðsetur og vinnustofu í Grunn- skóla Grundarfjarðar. Hún sæk- ir innblástur sinn í hafið og lífríki þess og er aðallega að mála ým- ist sjávarfang. Hún fær nýveiddan fisk og aðrar sjávarafurðir eins og rækju, skel og þang sem hún þvær upp úr ediki og málar svo fiskinn með vatnslitum. Síðan leggur hún pappír yfir fiskinn og þrýstir vel á. Úr þessu fær hún svo mörg mis- munandi mótív, eða þrykkmyndir, sem hún málar og bætir við smáat- riðum. Útkoman er alveg mögnuð og myndirnar afar raunverulegar. Fréttaritari Skesshorns þurfti að grandskoða verkin því á tímabili taldi hann sig vera að skoða ljós- mynd af fiskum, svo vel var þetta unnið og málað. Nemendur og aðrir gestir hafa fengið að fylgjast með henni við vinnu sína og fræð- ast um aðferðir hennar. Josée Conan er frá vinabæ Grundarfjarðar, Paimpol, og er hún undir miklum áhrifum frá sögu sjómanna sem réru frá Bret- aníuskaga og meðal annars til Ís- lands. Maðurinn hennar sér oft- ast um að veiða fiskana og þegar hún hefur lokið sér af með feng- inn endar hann yfirleitt á kvöld- verðarborði þeirra hjóna þannig að ekkert fer til spillis. Fyrirhug- aðar eru sýningar á verkum hennar í Grundarfirði og Reykjavík í sum- ar. tfk Á myndinni eru frá vinstri: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi, Arnar Breki Friðjónsson nemandi í 6. bekk, Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri og Josée Conan. Listakona sem gerir óvenjuleg náttúrulistaverk Á fundi í sveitarstjórn Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtu- dag var rætt um samning sveitar- félagsins við lóðarhafa Borgar- brautar 57 - 59 í Borgarnesi þar sem byrjað er að taka grunn fyr- ir byggingu hótels og íbúða- kjarna fyrir eldri borgara. Ekki er laust við að gustað hafi um fund- armenn jafnvel þótt gluggar hafi flestir verið lokaðir. Undir þess- um lið kvað meðal annarra Guð- veig Eyglóardóttir oddviti Fram- sóknarflokks sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd framsókn- armanna. Þar sagði meðal annars að efni samnings við lóðarhafa frá því í lok apríl hafi komið á óvart og væri ekki í samræmi við þær umræður sem sveitarstjórn hefði átt um málið. Vísaði hún þar til ákvæðis í samningnum um mögu- leg kaup eða leigu sveitarfélagsins á tveimur íbúðum fyrir eldri borg- ara í húsinu, mögulega leigu þjón- usturýmis og fleira. Guðveig gekk lengra og gagnrýndi meint póli- tísk tengsl byggingaraðila og nú- verandi formanns byggðarráðs. „Í ljósi pólitískra tengsla bygging- araðila og formanns byggðarráðs þar sem báðir aðilar sátu í sveitar- stjórn á síðasta kjörtímabili fyrir Samfylkinguna þá vaknar spurning um vanhæfi formanns byggðaráðs með vísan til þess að hér séu fyr- ir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni viðkomandi í efa með réttu.“ Vís- aði Guðveig þar í siðareglur sveit- arstjórnarmanna. Geirlaug Jóhannsdóttir svaraði þessum ávirðingum og lagði í kjöl- far bókunar Guðveigar fram ítar- lega bókun þar sem hún rakti að- draganda þess að nú hefur verið ráðist í þessa stóru framkvæmd á lóðunum Borgarbraut 57-59. Hún minnti á að öll sveitarstjórn hafi frá upphafi verið þátttakandi í við- ræðum við lóðarhafa um að koma framkvæmdinni í gang og aldrei á þeim tíma hafi komið fram gagn- rýni á að sveitarfélagið kæmi að því verkefni með þeim hætti sem nú er orðið. „Framkvæmd af þess- ari stærðargráðu getur aldrei ver- ið yfir gagnrýni hafin. Leitast hef- ur verið við að koma til móts við ábendingar íbúa með því m.a. að draga úr skuggamyndun og bygg- ingarmagni og bæta við bílastæða- kjallara,“ skrifaði Geirlaug með- al annars í bókun sinni sem svar við gagnrýni Guðveigar. Í pontu lét Geirlaug þess einnig getið að upphafleg lóðaúthlutun Borgar- byggðar hafi verið við óstofnað fé- lag í eigu Snorra Hjaltasonar og Jóhannesar Freys Stefánssonar. Sú úthlutun hafi átt sér stað í tíð fyrr- verandi meirihluta í sveitarstjórn þar sem Guðveig var formað- ur byggðarráðs. Lóðarsamningur sem gerður var í lok apríl sé hins vegar við fyrirtækið Hús og Lóð- ir ehf sem alfarið er í eigu Snorra Hjaltasonar og tengist Jóhannesi Frey ekki með beinum hætti. Bókanir þeirra Guðveigar og Geirlaugar eru býsna langar og ít- arlegar og vísast í fundargerð á vef Borgarbyggðar fyrir þá sem vilja kynna sér innihald þeirra í þaula. mm Tekist á um meint vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa Starfsmenn Borgarverks eru nú langt komnir með að moka grunn fyrir húsin sem rísa munu á lóðunum Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns verður annars vegar byggt 85 herbergja, fjögurra stjörnu hótel en hins vegar 26 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Á jarðhæð verður þjónustu- rými og bílageymsla verður undir hluta húsanna. Átætlað er að hótelbyggingin verði fullbúin eftir 13 mánuði en íbúðahlutinn eftir 18 mánuði. Ljósm. arg. Blaðamaður Skessuhorns var fyrir hádegi síðastliðinn föstudag viðstaddur þeg- ar frambjóðendur, eða fulltrúar þeirra, mættu með meðmælendalista til yfir- kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi vegna forsetakosninganna í sumar. Yfirkjör- stjórn hafði auglýst að hún tæki á móti frumriti meðmælendalista milli klukkan 10 og 12 í húsnæði Héraðsdóms Vestur- lands í Borgarnesi. Meðan blaðamaður átti viðdvöl komu í húsnæði dómsins full- trúar Guðna Th Jóhannessonar, Hildar Þórðardóttur auk Ástþórs Magnússonar. Óli Björn Kárason blaðamaður og fyrr- verandi alþingismaður var einnig mætt- ur með meðmælendalista undir hönd en hann vildi ekki gefa uppi fyrir hvern hann væri að skila inn lista og vildi yfirleitt alls ekkert ræða við blaðamann. Alls höfðu 14 einstaklingar boðað fram- boð til forseta í síðustu viku en einhverj- ir þeirra hafa hætt við eða munu tæplega ná að skila tilsettum fjölda meðmælenda. Framboðsfrestur rennur út næstkomandi föstudag. Hátt í tugur nafna mun því verða á kjörseðlinum 25. júní. mm/ Ljósm. arg. Straumur í héraðsdóm með meðmælendalista Fulltrúar yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi tóku á móti fólki með með- mælalistana, en Kristján Jóhannsson er formaður kjörstjórnar. Hér er fulltrúi Guðna Th Jóhannessonar í dyragættinni. Þorgerður Anna Arnardóttir og Pétur Hrafn Árnason voru fulltrúar Guðna Th Jóhannessonar forsetaframbjóðanda. Sigurlaug Vilhjálmsdóttir var mætt með meðmælendalista fyrir Hildi Þórðardóttur. Ástþór Magnússon mætti sjálfur og kvaðst vera fyrir löngu búinn að safna tilskyldum fjölda meðmælenda. Óli Björn Kárason vildi ekki upplýsa blaðamann Skessuhorns um fyrir hvern hann væri að skila inn meðmælendalista.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.