Skessuhorn - 15.06.2016, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Ein könnun gildir
Skoðanakannanir eru rannsóknaaðferð sem hægt er að beita til að kanna al-
menningsálit með notkun úrtaks. Þær geta snúist um allt milli himins og jarð-
ar, eins og flestir kannast við. Þekkt er að kannaður er stuðningur við stjórn-
málaflokka, smekk fyrir matvöru eða bílum, afstöðu til fóstureyðinga eða lest-
ur dagblaða, svo einhver dæmi séu tekin. Niðurstöður skoðanakannana eru
birtar með fyrirvara um skekkjumörk, svonefnd öryggismörk, en því minni er
skekkjan eftir því sem úrtakið er stærra hlutfall af heildarþýðinu, hópsins, sem
til rannsóknar er. Sem dæmi er t.d. hægt að segja með 95% vissu að fólki finn-
ist kjóll blár ef nógu margir hafa verið spurðir og fullyrða að kjóllinn sé blár.
Hins vegar gæti hann alveg verið rauður, en þá hafa einfaldlega þessi 95% haft
rangt fyrir sér. Skoðanakannanir eru því alls ekki alltaf áreiðanlegar og niður-
stöður þeirra geta verið fjarri lagi eins og dæmin hafa vissulega sannað.
Fyrsta þekkta dæmi þess að skoðanakönnun hafi verið framkvæmd var árið
1824 í Bandaríkjunum. Á héraðsfréttablaði einu þar í landi var athugað fylgi
við forsetaframbjóðendurna Andrew Jackson og John Quincy Adams. Í ljós
kom að Jackson hafði stuðning 335 og Adams 169. Slíkar kannanir urðu vin-
sælar í kjölfarið þótt þær væru óvísindalega unnar og endurspegluði ekki ávallt
þýðið. Árið 1916 framkvæmdi bandaríska vikublaðið The Literary Digest
póstskoðanakönnun fyrir allt landið og gat spáð fyrir um sigur Woodrow Wil-
sons í bandarísku forsetakosningunum það ár. Næstu fjórar forsetakosning-
ar beitti blaðið þeirri aðferð að senda út könnunina með pósti og taldi svör-
in sem bárust aftur. Það gefur auga leið að slíkt væri ekki framkvæmanlegt í
dag, allavega ekki á Íslandi þar sem gjaldskrá Íslandspóst gefur ekki tilefni til
slíks leikaraskapar.
Það mun svo hafa verið árið 1936 að fyrrnefnt The Literary Digest brást al-
gjörlega bogalistin en þá buðu Alf Landon og Franklin D. Roosevelt sig fram
til forseta Bandaríkjanna. Úrtak vikublaðsins var með meira en tvær milljónir
lesenda en ritstjórar þess gerðu sér ekki grein fyrir því að þeir endurspegluðu
alls ekki kjósendur í heild sinni þar sem þeir voru mikið til vel stæðir Banda-
ríkjamenn sem studdu Repúblikanaflokkinn. Á sama hátt væri líklega ekki
marktækt að veðja á að einvörðungu áskrifendur Morgunblaðsins gætu lýst
skoðun meðaltals Íslendings. Fyrrnefnt The Literary Digest gaf því út að for-
setaframbjóðandi Repúblikanaflokksins myndi fara með sigur af hólmi. Um
sömu mundir vann George Gallup könnun með miklu minna þýði sem hafði
verið valið með vísindalegri aðferð. Honum tókst að spá fyrir um stórsigur
Roosevelts í kosningunum. The Literary Digest var lagt niður skömmu síðar
en eftirspurn eftir vönduðum skoðanakönnunum jókst í kjölfarið og æ síðan.
Þar hafið þið það. Þessi vísindi fann ég með hjálp vinar sem nefnist Google.
Hann er ágætur, fremur viðmótsþýður og nokkuð skjótur til svara. Verst er að
ég ætlaði alls ekkert að skrifa um sögu skoðanakannana, þetta bara fór svona.
Nú dregur hins vegar hratt að kosningum til forseta Íslands. Brátt kemur í ljós
hver verður sjötti forseti lýðveldisins. Nokkrir hérlendir fjölmiðlar eru býsna
áberandi að fara á límingum yfir þessu þó aðrir haldi nokkurn veginn ró sinni.
Við á Skessuhorni kostum til dæmis ekki gerð skoðanakannana. Sú könnun
sem við hins vegar munum birta er niðurstaðan þegar búið verður að telja upp
úr kjörkössunum aðfararnótt sunnudagsins 26. júní. Við ætlum heldur ekki í
aðdraganda kosninga að leika ljóta leiki eins og sumir fjölmiðlar þessa lands
hafa orðið uppvísir að. Jafnvel fjölmiðlar sem eru okkur býsna nærri, hafa að
undanförnu látið draga sig út í fúlan drullupytt með því að draga taum eins
frambjóðanda á kostnað annars. Þeir gera ekkert annað en skaða eigin trúverð-
ugleika þegar fram líða stundir og jafnvel einnig frambjóðandans sjálfs.
Að meðaltali tel ég að við séum með býsna frambærilega kandítata í forseta-
stól og mun sætta mig við niðurstöðuna hver sem hún verður. Ég er rólegur af
því þjóðin er nefnilega fullfær um að taka afstöðu til kosta þeirra og galla, óháð
niðurstöðu skoðanakannana og sjálfskipaðra spunameistara.
Magnús Magnússon
Leiðari
„Ég hef verið hér í sautján ár og
aldrei kynnst svona byrjun á sumr-
inu,“ segir Kibbi, Kristberg Jóns-
son, veitingamaður í Baulunni þeg-
ar blaðamaður spurði hann í liðinni
viku hvernig sumarið færi af stað hjá
þeim. „Það er búið að vera rosalega
mikið að gera og stöðugur straum-
ur fólks síðustu þrjár til fjórar vikur.
Þetta er bara frábært.“ Kibbi segir að
mikil aukning hafi verið af erlendum
ferðamönnum en einnig sé óvenju
mikið af Íslendingum svona í byrj-
un sumars. „Það er svona uppgangs-
fílingur í þessu líka, mikið af iðn-
aðarmönnum sem eru að vinna hér
allt í kring, smá svona 2007,“ segir
Kibbi og hlær.
Veitingamaðurinn segir þó einn
skugga á en hann furðar sig á því
að sveitarfélagið Borgarbyggð hafi
fækkað grenndarstöðvum í sveitarfé-
laginu á sama tíma og ferðamanna-
straumurinn sé að aukast þetta mik-
ið. „Ferðamenn vita ekkert hvert
þeir eiga að fara með sorpið og skilja
það því eftir hér. Ég missti gáminn
sem var hafður hér og er bara með
eina ruslatunnu sem fyllist fljótt.
Þá setur fólk bara pokana við tunn-
una, hrafninn dreifir því svo út um
allt. Ég byrja því flesta daga á því
að þurfa að taka saman rusl um allt
bílaplan,“ segir Kibbi og er alls ekki
ánægður með það hlutskipti sitt.
Hann segist þó vera mjög ánægð-
ur með sumarbyrjunina og er bjart-
sýnn á framhaldið. „Maður kvartar
ekki þegar vel gengur. Ég geri þó ráð
fyrir því að það róist núna næstu vik-
ur, allavega að Íslendingum fækki,
svona á meðan EM í knattspyrnu
gengur yfir. Það var svoleiðis þegar
HM var fyrir tveimur árum, þá virt-
ust Íslendingar allir vera heima hjá
sér að horfa og svo varð sprenging
um leið og mótið kláraðist,“ segir
Kibbi að lokum. arg
Sumarið byrjar vel í Baulunni
Kibbi segir sumarið byrja mjög vel hjá þeim í Baulunni.
Kvenfélagið Gleym mér ei færði
nemendum á elsta stigi Leikskólans
Sólavalla í Grundarfirði veglega gjöf
á dögunum. Þá komu kvenfélags-
konur færandi hendi með tvö þríhjól
til notkunar fyrir nemendur. Elsta
stig leikskólans flutti á dögunum upp
í Grunnskóla Grundarfjarðar og eru
nemendurnir á sér deild þar. Enn er
verið að safna leikföngum og náms-
efni fyrir deildina og því kom þessi
gjöf kvenfélagsins sér einkar vel.
tfk
Kvenfélagið í Grundarfirði gaf þríhjól
Hérna eru frá vinstri þær Anna
Rafnsdóttir og Sólrún og Mjöll
Guðjónsdætur ásamt krökk-
unum á Eldhömrum.
Veitingastaðurinn Ok Bistro hefur
nú verið opnaður á Digranesgötu
2 í Borgarnesi, á hæðinni fyrir ofan
útibú Arion banka. Opnunin tafðist
lítillega en nú er allt komið af stað
að sögn rekstraraðila. Eins og fram
kom í frétt Skessuhorns í síðustu
viku mun Ok Bistro leggja áherslu
á ferskleika og reyna að nýta sér þá
framleiðslu sem er í Borgarfirði.
Nafn staðarins hefur sterka vísun í
Borgarfjörðinn en hann er skýrður
eftir fjallinu Oki sem eitt sinn var
jökull.
bþb
Ok Bistro hefur verið opnað
Nú hefur verið tekinn í notkun nýr
hraðbanki hjá Landsbanka Íslands á
Hellissandi. Hraðbankinn er á sama
stað og eldri hraðbanki sem tekinn var
úr umferð eftir að hafa bilað. Til stóð
að búið yrði að setja nýja hraðbankann
upp í byrjun árs en því seinkaði og voru
einhverjir orðnir úrkula vonar um að
hraðbanki yrði settur upp aftur á Hell-
issandi. Nú er hraðbankinn hins veg-
ar kominn upp og farinn að sinna sínu
hlutverki. þa
Hraðbanki að nýju
á Hellissandi