Skessuhorn - 15.06.2016, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 13
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Gyða L. Jónsdóttir Wells, bæjarlistarmaður
Akraness 2015 efnir til útsölu á verkum sínum
(sculptures, vatnslitamyndir, akrílmyndir).
Í samsteypunni, Mánabraut 20, Akranesi
17. júní. Frá kl 12 -16.
Allir listamenn Samsteypunnar verða með vinnustofur sínar
opnar og verður boðið uppá kaffi og vöfflur.
Útsalan hjá Gyðu verður fram yfir mánaðarmótin
júlí - ágúst og verður hægt að hafa samband við hana í
síma 659-3930 eða í tölvupósti gydajons@hotmail.com
Við Samsteypunni hlökkum til að
sjá ykkur sem flest 17. júní.
!ÚTSALA!
Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð
Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Garðaþjónustan Sigur-garðar s.f
Borgarfirði óskar eftir starfskrafti.
Við erum að leita að aðila sem getur unnið
sjálfstætt og tekið að sér verkstjórn.
Vinnan felst í allri allmennri skrúðgarðavinnu.
Laun eftir samkomulagi. Mikil vinna framundan.
Framtíðarstarf í boði fyrir réttan aðila.
Lámarks aldur er 20 ár.
Nánari upplýsingar í síma 892-7663 eða
á sindri@vesturland.is.
Starfskraftur (karl eða kona)
óskast til garðyrkjustarfa
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Á Sjómannadaginn sunnudaginn
5. júní síðastliðinn hlutu áhafnir
þriggja skipa á Snæfellsnesi viður-
kenningar frá Landsbjörgu fyrir að
hafa sýnt öðrum fremur góða ör-
yggisvitund á námskeiðum Slysa-
varnaskóla sjómanna. Þetta voru
áhafnir Steinunnar SH 167, Egils
SH 195 og Sveinbjörns Jakobsson-
ar SH 10.
Á Steinunni SH 167 er Brynj-
ar Kristmundsson skipstjóri og tók
Þór Kristmundsson á móti viður-
kenningunni fyrir hönd áhafnar-
innar.
Svanfríður Anna Lárusdóttir tók
við viðurkenningu Egils SH 195
en þar er Jens Brynjólfsson skip-
stjóri.
Skipstjóri Sveinbjörns Jakobs-
sonar SH 10 er Sigtryggur S. Þrá-
insson og tók Ingvar Sigurðsson á
móti viðurkenningunni fyrir þeirra
hönd.
Þorvaldur F. Hallsson varafor-
maður Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar afhenti áhöfnum viður-
kenningarnar sem eru farandbikar
til varðveislu í eitt ár ásamt vegg-
skildi til eignar. „Áhöfnunum er
óskað innilega til hamingju með
frammistöðu sína í öryggismálun-
um,“ segir í tilkynningu frá Lands-
björgu.
mm
Hilmar Snorrason skólastjóri, Svanfríður Anna Lárusdóttir, Þór Kristmundsson,
Ingvar Sigurðsson og Þorvaldur F. Hallson varaformaður Landsbjargar.
Fengu viðurkenningu fyrir
framúrskarandi öryggisvitund
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir tók
á dögunum við stöðu íþróttafull-
trúa Íþróttabandalags Akraness.
„Hildur Karen hefur gríðarlega
mikla þekkingu og reynslu inn-
an íþróttahreyfingarinnar en hún
hefur starfað fyrir félagið bæði
sem kennari, þjálfari og foreldri.
Hún hefur komið víða við inn-
an íþróttabandalagsins m.a. setið
í stjórn og varastjórn ÍA til nokk-
urra ára. Hildur Karen hefur þjálf-
að sund fyrir alla aldurshópa hjá
sundfélagi ÍA í 17 ár. Hún hefur
séð um og stjórnað sundskóla fyr-
ir börn á aldrinum 3 mánaða til 6
ára, verið með sundnámskeið fyr-
ir fullorðna og hefur haft umsjón
með samfloti fyrir almenning.
Hildur Karen er drífandi, jákvæð
og góð fyrirmynd. Hún mun án
efa efla íþróttastarfið á Akranesi og
vonum við í framkvæmdastjórn ÍA
að samstarfið verði farsælt.“ segir á
vef ÍA um ráðninguna.
Hildur Karen tekur við stöðunni
af Jóni Þór Þórðarsyni sem hafði
gegnt starfinu síðastliðinn áratug.
ÍA vill þakka honum kærlega fyrir
ómetanlegt starf í þágu félagsins.
bþb
Nýr íþróttafulltrúi ráðinn til ÍA
Hildur Karen (til hægri) er nýr íþróttafulltrúi ÍA. Hún er hér ásamt Helgu Sjöfn Jó-
hannesdóttur formanni ÍA. Ljósm. ia.is
Undanfarið hefur verið safnað fyrir
íslensku stuttmyndinni „Pourquoi
Pas Borgarnes“ á hópfjármögnun-
arvefnum Karolinafund. Söfnun-
in bar góðan árangur og hefur nú
allri upphæðinni, rúmlega 447 þús-
und krónum, verið safnað. Það er
myndlistarkonan Michelle Bird sem
er framleiðandi myndarinnar ásamt
Kuba Urbaniak en leikstjóri er Al-
berto Garcia. Stuttmyndin er í við-
talsformi og í henni eru átján íbúar
í Borgarnesi spurðir að því hvernig
list hefur haft áhrif á líf þeirra eða
hvernig hún hefur breytt lífi þeirra.
Sýna viðtölin hvernig viðmælendur
meta listir og menningu og er leitast
við að svara þeirri spurningu hvers
vegna list er nauðsynleg í lífinu og
hvernig þeir sjá fyrir sér fyrirmynd-
ar menningarsamfélag. Myndin var
öll tekin upp í Borgarnesi og ná-
grenni í samvinnu við Borgnesinga.
Afrakstri stuttmyndarinnar er ætlað
að gefa vísbendingu um hvað það er
sem íbúar vilja fá út úr listastarfi og
gæti því verið upphafið að því að
móta verkefni framtíðarinnar. Nú
er unnið að klippingu myndarinn-
ar, hönnun á DVD umslagi og leit-
að að hugsanlegum sýningarstöð-
um. Til stendur að vinnslu stutt-
myndarinnar verði lokið í júlí 2016
og hún gefin út með haustinu.
grþ
Söfnun lokið fyrir gerð
stuttmyndar í Borgarnesi
Atriði úr myndinni þar sem rætt er við Elínu Magnúsdóttur.
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
COOL - LITE
SÓLVARNARGLER
ispan@ispan.is • ispan.is
M
ynd: Josefine Unterhauser