Skessuhorn - 15.06.2016, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 19
Kjörskrá Borgarbyggðar vegna forsetakosninga sem fram
fara laugardaginn 25. júní 2016 liggur frammi á skrifstofu
Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, á afgreiðslutíma,
frá og með 15. júní til kjördags.
Sveitarstjóri
Auglýsing um kjörskrá
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Forsetakosningar fara fram 25. júní n.k. Kjörskrá hefur verið
lögð fram í bæjarstjórn og samþykkt. Kjörskráin er opin
almenningi til skoðunar í þjónustuveri Akraneskaupstaðar,
Stillholti 16-18, 1. hæð, á skrifstofutíma f.o.m. 15. júní
fram til kjördags. Þeim sem vilja koma athugasemdum á
framfæri vegna kjörskrár er bent á að snúa sér til sviðsstjóra
stjórnsýslu- og fjármálasviðs Akraneskaupstaðar.
Athygli er vakin á því að hægt er að gera leiðréttingar
á kjörskrá allt til kjördags ef við á.
Kjörskrá vegna forsetakosninga
25. júní 2016
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Haukur Páll Kristinsson er 17
ára og er búsettur í Stykkishólmi.
Hann stundar nám á raunvísinda-
sviði í Fjölbrautaskóla Snæfellinga
og æfir af fullum krafti á tromp-
et í Tónlistarskóla Stykkishólms.
Auk þess sótti hann námskeið í
ljósmyndun í Menntaskólanum á
Tröllaskaga í vetur. „Ég var í list-
ljósmyndun fyrir áramót en eft-
ir áramót var ég í áfanga í heim-
ilda- og fréttaljósmyndun. Loka-
verkefnið mitt snerist um sorp-
hirðu og plastpokanotkun í Stykk-
ishólmi,“ segir Haukur en honum
tókst vel til í lokaverkefninu. „Ég
ákvað að prófa að senda Íslenska
gámafélaginu póst
um verkefnið og í
kjölfarið keyptu þeir
lokaverkefnið af mér.
Ég er ekki alveg klár
á því hvað þeir ætla
gera við það en það
verður líklega hengt
upp einhvers staðar.
Ég er mjög ánægður
með verkefnið.“
Haukur Páll hefur
einnig starfað und-
anfarið ár við út-
sendingar Snæfells í
körfubolta og Vík-
ings Ó í fótbolta hjá
365 miðlum. „Kvik-
myndagerð heillar mig aðeins
meira en ljósmyndun en bæði eru
þetta mín helstu áhugamál. Ég fæ
stundum tilboð um að vinna efni
fyrir aðra og er t.d. núna að klára
auglýsingu fyrir Fornbílaklúbb-
inn,“ segir Haukur.
Þrátt fyrir að vera mjög efnileg-
ur ljósmyndari og kvikmyndatöku-
maður er Haukur ekki viss um að
hann ætli að starfa við það í fram-
tíðinni. „Þó svo að þetta séu mín
helstu áhugamál þá er ég ekki viss
um að ég muni starfa við mynda-
töku. Eins og er þá stefni ég að því
að fara í lækninn en maður veit
aldrei hvað gerist,“ segir Haukur
að lokum. bþb
Íslenska gámafélagið
keypti lokaverkefnið
Haukur Páll Kristinsson er efnilegur ljósmyndari og
kvikmyndagerðamaður
Lokaverkefni Hauks.
Fyrirtæki sem og einstaklingar í bænum eru hvött til að vera með
viðburði í kringum hátíðina og láta okkur vita á netfangið
irskirdagar@akranes.is
Þeir sem vilja leigja borð á laugardagsmarkaði á Vesturgötu
geta pantað borð á netfanginu maria.neves@akranes.is
irskirdagar@akranes.is
Fylgist með okkur á Facebook www.facebook.com/IrskirdagaraAkranesi
og við teljum niður
15 dagar í Írska daga
Þetta er að bresta á ...
Er fólk að detta í gírinn?
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6