Skessuhorn - 15.06.2016, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 23
RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is
Verkstjóri í Ólafsvík (rafvirki/vélfræðingur)
Starfssvið
Stjórnun
Eftirlit með tækjum og búnaði
Viðgerðir
Nýframkvæmdir
Vinna samkvæmt öryggisreglum
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um, nánari upplýsingar veitir Sturla Rafn Guðmundsson,
deildarstjóri framkvæmdasviðs á Vesturlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur
er til 1. júlí n.k. og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is.
RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast
sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt
um landið.
RARIK ohf. auglýsir eftir verkstjóra í Ólafsvík. Hér er um ölbreytt starf að ræða sem felur í sér stjórn
vinnuflokks í Ólafsvík og þátttöku í verkefnum við dreifikerfi RARIK á Vesturlandi.
Hæfniskröfur
Sveinspróf í rafvirkjun
Öryggisvitund
Reynsla af stjórnun
Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt
Almenn tölvukunnátta
Bílpróf
Geitabúið á Háafelli í Hvítársíðu
hefur verið vinsæll viðkomustað-
ur ferðamanna undanfarin ár en
þar gefst fólki kostur á að koma
og kynnast íslensku geitinni. Þeg-
ar blaðamann bar að garði nýverið
var hópur ferðafólks að leika sér við
litla kiðlinga úti á túni og Jóhanna
Bergmann Þorvaldsdóttir bóndi
var í þann mund að kveðja ann-
an hóp ferðafólks sem hafði ver-
ið að skoða þær vörur sem hægt er
að kaupa í litlu búðinni á bænum.
Þrátt fyrir miklar annir og stöðug-
an straum ferðamanna gaf Jóhanna
sér tíma til að setjast niður með
blaðamanni og ræða um geiturnar
og ferðaþjónustuna. En að sögn Jó-
hönnu fer gestum hratt fjölgandi.
„Renniríið hefur aukist mikið í ár
en venjulega er opið frá júní fram
í ágúst, en frá því í maí hefur ver-
ið stanslaus straumur af fólki. Við
viljum helst ekki vísa fólki frá og
gerum það ekki ef við komumst hjá
því,“ segir Jóhanna.
Græðandi geitaafurðir
Aðspurð hvað sé í boði fyrir gesti á
Háafelli segir Jóhanna það fyrst og
fremst vara tækifæri til að kynnast
íslensku geitinni í návígi. „Við vilj-
um fræða fólk um geitina, hennar
sérstöðu og allar þær afurðir sem
hún gefur af sér. Geitakjöt er ein-
staklega hollt, fitulítið og prótein-
ríkt. Geitamjólkin er einnig mjög
holl og hefur hjálpað mörgum og
tólgin er mjög græðandi,“ segir
Jóhanna en hjá henni er hægt að
kaupa ýmsar vörur sem framleidd-
ar eru úr geitaafurðum. Má þar
nefna ostar, pylsur, ís og krem sem
Jóhanna hefur búið til úr tólginni.
„Það kom hér ein kona og keypti
krem hjá mér sem hún notaði á syk-
ursýkissár. Hún sagðist hafa próf-
að ansi margt en sárin vildu ekki
gróa. Núna nýlega hafði hún svo
samband og pantaði þrjár krukkur
til viðbótar. Hún sagði þetta krem
hafa virkað svo vel og sárin hafi
horfið.“
Geit í fóstur
Árið 2009 var farið af stað með til-
raun þar sem fólki var boðið að
taka geitur í fóstur. Þá getur fólk
heimsótt geitabúið og valið sér
geit. Árlega borgar svo fósturað-
ilinn hluta af fóðurkostnaði fyrir
geitina og fær í staðinn myndir og
fréttir af henni og að auki tvær frí-
ar heimsóknir með fjölskylduna á
Háafell. Hugmyndin kom frá SOS
barnaþorpunum. „Þetta hefur tek-
ist mjög vel og eru fjölmargir sem
fóstra geitur hjá okkur. Þetta er
frábær kostur fyrir þá sem langar
að komast í kynni við sveitina og
húsdýrin en hafa alla jafnan ekki
kost á því,“ segir Jóhanna og bæt-
ir því við að það séu margir sem
komi árlega í heimsókn og eigi
góðan fjölskyldudag með geitun-
um. „Það eru margir sem eru farir
að gera bara dag úr þessu á hverju
sumri. Koma hingað til okkar með
fjölskylduna og verja deginum
saman úti á túni og fara í leiki með
börnunum.“
arg
Straumur ferðamanna hefur aukist að Háafelli
Jóhanna B Þorvaldsdóttir geitabóndi á Háafelli.