Skessuhorn - 15.06.2016, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 25
Snæfellsbær
Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 verður lögð fram
samþykkt af bæjarstjórn þann 15. júní n.k.
Kjörskráin verður frá þeim degi til sýnis í Ráðhúsi Snæfellsbæjar að
Snæfellsási 2, Hellissandi, á opnunartíma skrifstofunnar.
Við viljum vekja athygli kjósenda á því að þeir geta nú kannað á
vefnum www.kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær
með tölvupósti á kristinn@snb.is eða lilja@snb.is, eða koma þeim bréflega
í Ráðhús Snæfellsbæjar.
Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ
Kjörskrá vegna forsetakosninga
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
SUMARSTARF
Óskum eftir að ráða starfsmann í þrif
við veiðihúsið í Laxá í Leirársveit
(við Lambhaga) í sumar.
Um er að ræða 4 tíma,
yfirleitt annan hvern dag.
Nánari upplýsingar í haukur@fastis.is /
ooj@ojk.is eða 822-4850 / 824-1440.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Sólin hefur leikið við lands-
menn undanfarna daga og þá er
fátt betra en að draga fram grill-
ið. Með grillmatnum þarf að hafa
gott meðlæti og þá eru bakað-
ar kartöflur góður kostur. Margir
vilja borða kartöfluna með smjöri
en stundum er gott að prófa eitt-
hvað nýtt og þá er sniðugt að
poppa upp kartöflurnar.
Innihald:
Tvær bökunarkartöflur
Einn piparostur
Einn Dala-Auður
Tvær eggjarauður
Aðferð:
Fyrst er mikilvægt að baka kart-
öflurnar vel og það er hægt að
gera á grillinu eða bara í ofni.
Á meðan kartöflurnar bakast er
um að gera að skera niður ost-
inn. Piparosturinn er rifinn gróf-
lega niður. Gott er að skera mygl-
una af Dala Auði og skera ostinn í
bita. Osturinn er svo settur í skál
með tveimur eggjarauðum. Þeg-
ar kartöflurnar eru tilbúnar eru
skorinn lítill hringur í kartöflu-
hýðið og því flett af. Næst þarf að
skafa kartöfluna innan úr hýðinu
og blanda henni saman við ostinn.
Kartöflunni og ostinum er hrært
saman og osturinn látinn bráðna
saman við heita kartöfluna. Þetta
er svo allt sett aftur ofan í kart-
öfluhýðið og látið inn í ofn í 10
mínútur.
arg
Gróa Guðmundsdóttir
frá Álftártungu á Mýrum
fagnaði 99 ára afmæli sínu
þann 4. júní síðastlið-
inn. Í tilefni dagsins bauð
hún fjölskyldu og vin-
um að gleðjast með sér í
samkomusal í Brákarhlíð.
Boðið var upp á kaffi og
kökur og á annað hundrað
manns á öllum aldri kom
og heiðraði Gróu með
nærveru sinni, sá yngsti
tæplega mánaðar gam-
alt langömmubarn henn-
ar en afkomendurnir eru
orðnir um hundrað tals-
ins. Gróa fæddist í Álft-
ártungu og voru hún og
Elín, tvíburasystir Gróu,
elstar í fimm systkina
hópi. Gróa kvæntist Páli
Þorsteinssyni sem bjó á
næsta bæ, í Álftártungu-
koti, og eignuðust þau
saman sjö börn. Blaða-
maður Skessuhorns kíkti í
heimsókn til Gróu og spjallaði við
hana um liðna tíð.
Alltaf verið heilsuhraust
Aðspurð hverju hún þakki háan
aldur segist Gróa ekki þakka neinu
sérstöku fyrir þessi 99 ár. „Ég hef
held ég ekki gert neitt öðruvísi en
aðrir. Ég hef alltaf verið við góða
heilsu en það var umtalað áður
fyrr. Elín, tvíburasystir mín, var
alltaf heilsuveil og öðru hverju var
hún inn og út af sjúkrahúsi þegar
hún var yngri en ég veiktist ekki
oft. Ég fékk einu sinni inflúensu
og svo var ég lasin einn vetur með
brjósthimnubólgu, fyrir utan það
hef ég verið mjög heilsuhraust,“
segir Gróa. Aðspurð hvort hún
tengi góða heilsu við mataræði og
hreyfingu segir hún svo ekki vera.
„Nei, ég hef alltaf verið löt,“ segir
hún mjög hógvær og hlær.
Ekki mikill tími fyrir
annað en vinnu
Gróa bjó alla tíð í Álftártungu
og gekk þar í barnaskóla en í þá
daga var svokallaður farskóli þar
sem kennarar fóru á milli bæja og
kenndu börnum. Eftir barnaskóla-
nám vann Gróa um tíma á Leirulæk
og í Borgarnesi en svo tók hún við
búinu af foreldrum sínum. „Þegar
ég var tvítug tókum við Páll fyrst
við hálfu búi af foreldrum mínum.
Systkini mín fluttu svo öll í burtu
og foreldrar mínir fluttu með Elínu
og manninum hennar að Gufuá. Þá
tókum við yfir búið. Svanur son-
ur okkar tók svo við búinu af okk-
ur og býr þar enn og ég kíki stund-
um í heimsókn,“ segir
Gróa. Aðspurð hvað hún
hafi gert sér til skemmt-
unar áður fyrr segir hún
lítinn tíma hafa verið fyr-
ir svoleiðis. „Maður var
alltaf að vinna og ég vann
öll þau verk sem féllu til
á búinu. Það var því ekki
mikill tími fyrir annað, en
þegar þannig tími gafst
fór ég gjarnan á hest-
bak mér til ánægju,“ segir
Gróa og bætir því við að í
seinni tíð hafi hún einnig
prjónað gríðarlega mik-
ið og haft gaman að söng,
en Gróa var einn af stofn-
endum Samkórs Mýra-
manna.
Margt breyst á
99 árum
Fyrir þremur árum flutti
Gróa á Hjúkrunar- og
dvalarheimilið Brákarhlíð
í Borgarnesi og segist hún hafa það
mjög gott þar. Hún segist þó ekki
hafa heilsu til að gera margt í dag
en er því þakklát að afkomendurn-
ir eru duglegir að heimsækja hana.
„Ég geri fátt annað en að borða og
sofa í dag en það er fínt að vera hér
og ég get ekki kvartað,“ segir hún.
Aðspurð hvað hafi helst breyst á
þessum 99 árum segir hún það vera
svo margt. „Það hefur flest tek-
ið breytingum en ég get ekki sagt
til um hvort þær breytingar séu af
hinu góða eða slæma, ætli það sé
ekki beggja blands,“ segir hún og
hlær. Áður en við kveðjum Gróu
býður hún blaðamanni konfekt-
mola. Sjálf fær hún sér einn gesti til
samlætis. „Ég fékk svo mikið kon-
fekt í afmælisgjöf, en mér þykir gott
að fá mér smá súkkulaði stundum,“
segir hún og brosir. arg
Gróa Guðmundsdóttir fagnaði
99 ára afmæli sínu
Gróa Guðmundsdóttir fagnaði 99 ára afmæli sínu 4. júní
síðastliðinn.
PISTILL
Ég hætti mér inn í Hyrnuna um dag-
inn um kvöldmatarleytið, já ég veit
það er tvennt sem má ekki nefna né
gera í þessari setningu. Fyrsta lagi
er Hyrnan víst ekkert Hyrnan leng-
ur, hvað svo sem veldur því, held-
ur N1 Borgarnesi eins hallærislega
og það hljómar. Gæti verið að um-
sjónarmaður nafnsins, hver sem það
svo er, hafi einhverja áætlanir varð-
andi þessa frægu nafngift sem er svo
samgróin þessari byggingu að barn
fætt á þessu ári kalli staðinn Hyrn-
una í staðinn fyrir N1 Borgarnes.
Kannski er nafnið orðið skráð vöru-
merki og vissara að setja þá ®-merk-
ið það sem eftir er af pistli. Í öðru
lagi kom ég áður en einn sveittur
rútubílstjórinn ákvað að hringja í
alla hina rútubílstjóravini sína til að
bjóða þeim í partý í N1 Borgarnes
(Hyrnan®). Þegar ég lagði gráðuga
pöntunina inn fyrir matráðinn að
töfra fram fylltist húsið af túristum
og fótboltakrökkum. Þá fór ég að
hugsa um það sem kallað er túrista-
vandinn.
Eins og ég sé þetta þá höfum við
fjölbreytta flóru af ferðamönnum
og alltaf er talað um að það þurfi að
ná meiri pening af þeim. Við höf-
um tvenns konar ríkt fólk sem kem-
ur hingað til landsins, ríka f***ta sem
til dæmis hafa auðgast á falli komm-
únismans og leigja þyrlur til að fara
á staði sem annað hvort er bann-
að að fara á eða einungis fjallgöngu-
fólk nennir að koma sér þangað. Og
svo höfum við ríkt fólk sem ætlar að
fara eins létt í gegnum ferðalagið og
hægt er, meina hver vill það ekki? Ég
hugsa nú bara um sjálfan mig þeg-
ar ég gerist túristi, ég vill njóta frís-
ins sem mest án þess að fara á haus-
inn við það.
Við tökum síður eftir ríka f***tan-
um því hann yfirleitt lendir í skjóli
nætur á Reykjavíkurflugvelli, það
er að segja ef Valsmenn og Reykja-
víkurborg leyfa það yfirhöfuð þessa
dagana. Lætur hann stjana við sig í
háorkulúxus einhversstaðar úti í rass-
gati, jafnvel í einhverjum yfirgefnum
vita þar sem búið er að dekka borðið
með framandi mat og sjaldgæfu víni.
Svo höfum við Instagram hipster-
inn í Primaloft úlpunni sem er mjög
áberandi og finnst allt „amazing“
og „great, I love this“. Jafnvel deilir
hann myndunum sínum, lýgur jafn-
vel að þær séu #nofilter, á fésinu sínu
og fyllir vini sína enn meira af sjálfs-
hatri yfir því að ferðast ekki nóg og
kunna ekki nógu vel á myndavélina.
En við höfum “fátæka” ferðamenn
líka, minimalíska nánar tiltekið.
Minimalíski túristinn á hinum
endanum er fyrirferðarmestur. Hon-
um finnst kannski
allt í lagi að stöðva
farartæki sitt á miðjum þjóðvegi til
að taka mynd af nýköstuðu folaldi
eða æðarkollu. Honum finnst snið-
ugt að leigja Citröen Berlingo cam-
per bíl, Diet Coke útgáfan af hús-
bíl, sem með ekkert klósett Nota
Bene. Þessir frönskættuðu skíta-
dreifarar, sem eru gerðir út af þess-
um sniðugu ferðaþjónustufyrirtækj-
um, bera komu sumarsins með sér
í formi ilmandi hrauka hér og þar,
svona eins og þegar bóndi ber á tún-
in sín. Ferðaþjónustubændur á Stór-
Reykjavíkjursvæðinu hafa staðið sig
vel í innleiðingu þessarar nýju teg-
undar skítadreifara og jafnvel komið
með nýjungar sem ferðaiðnaðurinn
þarfnast svo sárlega. Til dæmis hafa
þeir skorað á túrista að lifa af landinu
í sólarhring sem felur meðal annars í
sér að lax og silungur sem hingað til
hefur verið talinn hluti af lögvörð-
um hlunnindum sveitajarða, er allt í
einu frír. Svo virðist einnig sem að
útskot fyrir vörubíla séu orðin tjald-
stæði, reyndar eru þau án rafmagns
og klósetts en vonandi verða skólp-
mál þessara tjaldstæða leyst fljótlega
í framtíðinni.
Góðar stundir,
Axel Freyr Eiríksson
Ríki fávitinn og mínimalíski
franskættaði skítadreifarinn
Ostafylltar kartöflur
Freisting vikunnar