Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Side 2

Skessuhorn - 13.07.2016, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 20162 Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum hefst í Borgarnesi á morgun, fimmtudaginn 14. júlí klukkan 9:00. Rúmlega 530 skráðu sig til leiks og hefjast leikar með forkeppni í fjórgangi. Á morgun verður austan og suðaustan 5 – 10 m/s og víða bjartviðri, en 10 – 15 og dálítil rigning SV-lands um kvöldið. Hiti 10 – 17 stig og heitast á Norður- og Vest- urlandi. Á föstudag; austan 8 – 15 m/s og rigning. Hægari um kvöldið. Hitit breytist lítið. Á laugardag verður fremur hæg aust- læg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og skúrir víð og dreif. Hiti 10 – 19 stig. Á sunnu- dag er útlit fyrir suðaustlæga átt. Dálítil væta suðvestantil, en annars útkomulítið. Hlýtt í veðri. Á mánudag má búast við suð- lægri eða breytilegri átt, dálitlum skúrum og fremur hlýtt. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Stundar þú stangveiði á sumrin?“ Meiri- hluti þeirra sem tóku þátt svöruðu „Nei, aldrei“ eða heil 56%. Næst á eftir kom „Já, en sjaldan“ með 30% og loks kom „Já, oft“ með 14%. Í næstu viku er spurt: Hvernig burstar þú tennurnar? Hjördís Helga Ágústsdóttir er hundarækt- andi og sú fyrsta á Íslandi til að rækta hvíta Schafer hunda. Hjördís er Vestlendingur vikunnar Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Strandveiðum lokið í júlí VESTURLAND: Strand- veiðum júlímánðar lauk í gær, þriðjudag, á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súða- víkur. Veiði á svæðinu hefur ver- ið mjög góð og boltafiski verið landað. Samkvæmt vef Fiski- stofu hafði fyrir hádegi á mánu- dag verið tilkynnt um löndun á 634 tonnum af 1.023 tonna júlíhámarki á A svæði. Stað- an á öðrum svæðum er sú að á svæði B, sem nær frá Ströndum til Eyjafjarðar, hafði á mánudag verið tilkynnt um 282 tonna afla af 626 tonna hámarksafla. Á svæði C, sem nær austur til Hafnar, var búið að landa 194 tonnum af 661 tonna hámarki. Veiðar á D svæði hafa þegar verið stöðvaðar, en það er svæð- ið sem nær frá Höfn og vestur um til og með Borgarbyggð. -mm/ Ljósm. af. Kjördæmisþing ákveður val á lista Samfylkingar NV-KJÖRD: Kjördæmis- ráð Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi boðar til kjör- dæmisþings fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Fundað verður á þremur stöðum, þ.e. í Menntaskólanum í Borgarnesi, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Samstöðusalnum á Blönduósi í gegnum Skype til að gera fólki kleift að sækja þingið í sínu nærumhverfi. Stjórn kjör- dæmisráðs í Norðvesturkjör- dæmi hefur samþykkt tillögu þess efnis að valið verði á fram- boðslista með lokuðu flokksvali í skuldbindandi reglum Sam- fylkingarinnar um aðferðir við val á framboðslista sem sam- þykktar voru á flokksstjórnar- fundi 2012. Kosning í fjögur efstu sæti listans verði bindandi og jafnræði kynja verði gætt með paralista. Atkvæðagreiðsl- an fer fram með rafrænni kosn- ingu. „Stjórn kjördæmisráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn á sínu svæði og taka þátt í undirbúningi og um- ræðum vegna komandi alþing- iskosninga,“ segir í tilkynningu. -mm Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Búið er að loka og læsa almenn- ingssalerni sem er við bílastæðið að Glanna og Paradísarlaut í Norð- urárdal. Staðurinn er afar fjölfar- Fá ekki rekstrarfé og loka því almenningssalernum við Glanna inn ferðamannastaður enda um að ræða eina af fallegustu perlum Borgarfjarðar sem auk þess er vel kynnt í öllum helstu ferðatímarit- um. Á skilti við salernishúsið stend- ur: „Eigendur Hreðavatnsjarðar- innar sjá sér ekki fært að hafa sal- ernið opið fyrir ferðamenn og aðra sem eiga leið um svæðið þar sem ekki hefur náðst samkomulag við sveitarfélagið Borgarbyggð um reksturinn.“ Viðar Þorsteinsson er í stjórn golfklúbbsins Glanna sem þarna er rekinn í hrauninu ofan við fossinn. Hann segir landeigendur nú komna í þá stöðu að hafa ekki fé til að reka almenningssalerni, enda geti það vart talist í þeirra verkahring. „Það kostar um 400 þúsund krón- ur á ári að halda úti slíkri þjónustu sem felst í að halda svona salernis- húsi opnu. Við höfum rætt við for- svarsmenn sveitarfélagsins en ekki fengið ásættanleg viðbrögð. Með- al annars er okkur sagt að sveitar- félagið styrki ekki slíka starfsemi nema á friðlýstum stöðum. Borgar- byggð skipaði starfshóp til að ræða þennan augljósa skort sem er á sal- ernisaðstöðu á fjölförnum stöðum í héraðinu en sá hópur er bara rétt að hefja sína vinnu og mun því ekki hafa mikil áhrif á þjónustuna þetta sumarið. Við getum því ekki unað við þetta ástand og ætlum ekki að opna þessi almenningssalerni að nýju fyrr en búið verður að tryggja pening til reksturs þeirra,“ sagði Viðar. Aðspurður segir hann að í golfskálanum sé fólki leyft að fara á salerni, en þurfi að greiða eina evru. Afar misjafnt sé eftir þjóðern- um gesta hvort þeir greiði eða ekki. mm Að Glanna og Paradísarlaut koma þúsundir ferðamanna á ári.Þetta skilti mætir gestum í spreng við bílastæðið að Glanna og Paradísarlaut. Eins og Skessuhorn greindi frá í lok júní er stefnt á að reisa 300 fer- metra þjónustumiðstöð við Arn- arstapa. Er það fyrirtækið Snjó- fell ehf, sem á og rekur Arnarbæ á Arnarstapa, sem stendur fyrir þess- ari uppbyggingu á svæðinu. Sverr- ir Hermannsson, eigandi og fram- kvæmdarstjóri Snjófells, tók fyrstu skóflustungan af þjónustumiðstöð- inni á fimmtudaginn, 7. júlí. Áætlað er að þjónustumiðstöðin verði tek- in í notkun í apríl 2017 en þar verð- ur einnig veitingasala og salernis- aðstaða. arg Fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð við Arnarstapa Sverrir Hermannsson tekur fyrstu skóflustunguna að 300 fermetra þjónustumiðstöð á Arnarstapa. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.