Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Síða 27

Skessuhorn - 31.08.2016, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausn- arorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn. is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinn- ingshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pét- ur Þorsteinsson. Alls bárust 84 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Orðagjálf- ur.“ Vinningshafi er: Anna Hallgrímsdóttir, Hamri, Þverárhlíð, 311 Borgarnesi. Traust Heiðin Féll Bjarg- brún 2 Eins Rögg- semi Fals Freri Finnur leið Húð Lend Kaðall Mjöður Píla Elfur Trýni Hár Kólfur Atorka Í hendi Bardagi Pípa Andi Kopar 2 Hempa Gjöf Viss Digur Kropp Loka Leikni Ókunn Neyttu Hérað Út Erni Rifa Mælsk 4 Út- vegaði Kunni Grjót Kona 150 Erfiði Spyr Snúra Gnauð Kall Þófinn Kusk Nefnd Árás Men Ókyrrð 6 Rupl Annars Væta Múli Stök Usli Röð Viðbót Egndi Hópur Klerkur Borð- stokkur Erfiði Starf Hress ENN Duft Hús- freyja Logn- alda Armur Tvíhlj. Kl. 15 Hamast Beljak- ar Sár Hætta 1 Grikkur Kæpa Sífellt Heilir Nudda Alda 3 7 Nisti Samhlj. 3 Eins Tvíhlj Samtök Eðli Skrapa saman Leyfist Deilur Iðn Tónn Beisli 1001 5 Tal Ótta Standa saman Spil Úrugt Bók Ryk- korn 1 2 3 4 5 6 7 S B A K S T U R B A N K A B O F A N Ó N A R S J Ó Ð U R Ð S Æ M D U Ú Ó L K R Á O F T L J Ó Ð U R G O R T R Á A D A M N E M A M Ó T Ð R A N I N N S Í M A R Ó T R Ú N A U T L Ó M A R G A R V A N R A R I R Ú V E R A K R I T A Ð S R U K R Ú F L J Ó T A N S H Á M U R Ö R L A R Ó Á T A L Ó F A L A N A M B Í L Í F I L L T Ó R Ó R A L U R A T H U G U L L O P U Á R A R Á L Á N A T Í S T S L Á E L T I M S N E R P A A T O R K A F L E I R I R A U K B U R O R Ð A G J Á L F U RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Mikið fjaðrafok varð í samfé- laginu fyrir skömmu þegar vitnað- ist að ókunnugir menn væru komn- ir til Íslands með fulla vasa fjár og vildu reisa sjúkrahús og hótel þar sem starfað gætu um 1000 manns, eitthvað með þátttöku reyndra ís- lenskra fjárfesta. Allt var klappað og klárt, staðsetning og samningar um verk sem nemur um 40 milljörð- um lá fyrir á einni viku og ímynd- arsmiðir unnu sína vinnu með kurt og pí. Málið þróaðist í umræðunni í nokkra daga og það fóru að renna á ýmsa tvær grímur. Hverjir voru þessir aðilar? Hvaðan koma sjúk- lingar? Hvert ætlar þessi risastofn- un að sækja sér fagfólk? Ég tel að á einmitt á því atriði hafi mjög brotið hvað varðar almenningsálitið. Þetta minnti okkur nefnilega óþyrmilega á hvernig búið er að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Ís- landi. Að öllum líkindum ættum við ekki roð í harðsnúinn samkeppnis- aðila á þessu sviði hér á heimavelli eins og aðstæður eru í dag. Stað- reyndin er auðvitað sú eins og allir vita að við búum þegar við takmark- aðan fjölda sérmenntaðra heilbrigð- isstarfsmanna í heilbrigðisþjónust- unni. Mín reynsla er sú að almennt sé um mjög hæft fólk að ræða sem á greiðan aðgang að spennandi og góðum störfum í heilbrigðisþjón- ustu víða um heim og það hefur eðlilega freistað margra. Þau risa- plön sem nú virðast runnin út í sandinn um sinn eiga ekki að vera til nokkurs annars en að vera tímabær áminning um það að við þurfum að hlúa betur að starfsfólki í heilbrigð- isþjónustu á Íslandi. Það er liðin tíð að menntað heilbrigðisstarfsfólk líti á það sem sjáfgefið hlutskipti að starfa í íslensku heilbrigðiskerfi um aldur og ævi. Við erum í samkeppni um hæfasta fólkið á heimsvísu. Í umræðunni ber launamálin gjarnan hæst og þau eru sérstakt umhugsun- arefni, bæði almennt gagnvart heil- bigðisstarfsfólki og svo hinsvegar innbyrðis milli einstakra starfsstétta. Þar ríkir talsvert misrétti, bæði með tilliti til menntunar og ábyrgðar. En það eru fleiri atriði sem við þurfum að færa til betri vegar hvað varðar starfsumhverfi heilbrigðis- stétta. Vinnuaðstæður og búnað- ur er víða algjörlega ófullnægjandi með hliðsjón af nágrannalönd- um okkar. Þetta atriði hefur ver- ið til umræðu hér á landi um langa hríð, einkum snúist um Landspít- ala en víðast úti á landi hafa stofn- anir verið algjörlega vanræktar sem valdið hefur röskun og erfiðum rekstri. Það eru auknar kröfur um endur- og símenntun sem við þurf- um líka að svara, námsleyfi og svig- rúm til að kynna sér framfarir og þróun í hverri sérgrein. Heilbrigð- isþjónusta er síhvikult og lifandi svið og það er mikið í húfi. Sérstakt áhugaefni mitt er auðvitað starfs- umhverfi þeirra sem búa og starfa á landsbyggðinni. Starfseiningar eru gjarnan litlar og mikil ábyrgð hvíl- ir á fáum herðum. Þar eru mál oft leyst með aðdáunarverðum hætti við mjög þröngan kost. Staðreyndin er nefnilega sú að á góðæristímabili núverandi ríkisstjórnar hefur enn fjarað undan heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það vantar nokkur hundruð milljónir inn í rekstur heil- brigðisstofnana og ákall, beiðnir og greinargerðir til stjórnvalda frá öll- um þessum stofnunum hafa engu breytt. Yfirlýsingar stjórnvalda um annað breyta þar engu. Til hvers hefur þetta leitt? Svarið er einfalt, fagfólk er færra, álagið hefur aukist, þjónusta hefur dregist saman, van- skil aukist og eru víða komin á al- varlegt stig. Þetta er óviðunandi fyr- ir íbúa á landsbyggðinni sem þó hafa sýnt mikið langlundargeð, þeir eru þó stöðugt uggandi. Heilbrigðis- þjónusta er ein af meginstoðunum í hverju samfélagi og óbreytt ástand ýtir undir búferlaflutninga. Hug- urinn hvarflar að hinu margtuggða hugtaki landsbyggðarstefna stjórn- valda. Eiga íbúar virkilega að sætta sig við þessa birtingarmynd? Krafan er vitanlega sú að þeirri þróun sem við höfum upplifað síðustu ár verði snúið við á raunverulegan hátt, að því munu jafnaðarmenn vinna. Það er enn hægt en við höfum takmark- aðan tíma. Guðjón S. Brjánsson Höfundur er forstjóri Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands og frambjóðandi í forvali Samfylkingarinnar í NV kjördæmi. Gerum betur í heilbrigðismálum Pennagrein Pennagrein Pennagrein Það var mik- ið gleðiefni fyr- ir sjálfstæðis- menn í Norð- vesturkjördæmi þegar Haraldur Benediktsson gaf kost á sér til þess að leiða lista flokksins í kjördæminu. Eftir umrót liðinna ára í stjórnmál- um hafa margir reyndir stjórnmála- menn horfið á braut og forystustörf sem þessi í hugum margra ekki ýkja eftirsóknarverð. Ég hef um árabil fylgst náið með störfum Haraldar. Hann er ekki maður sviðsljóssins heldur vinnur sín störf af festu og að vel athuguðu máli. Hann hefur komið að mörg- um stórum málum sem þingmaður og alltof langt mál að telja þau öll upp. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna eitt dæmi. Framganga hans í málum er tengjast úrbótum í fjar- skiptum er stórvirki. Að hægt væri að kippa stærstum hluta hinna dreifðu byggða inn í nú- tímann með ljós- leiðaravæðingu var draumur sem fæstir töldu að gæti ræst á jafnstuttum tíma og raunin er að verða. Haraldur hefur með störfum sín- um sýnt að hann er traustsins verður. Sjálfstæðismenn eiga því að treysta honum og kjósa hann til þess að leiða lista flokks- ins í Norðvestur- kjördæmi. Gunnar Sigurðsson Höf. er fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akranesi. Harald í fyrsta sæti Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjör- dæmi velja á laugardaginn það fólk sem leiða mun lista þeirra í alþing- iskosningunum þann 29. októ- ber nk. Ljóst er að mjög marg- ir reynslumiklir þingmenn hverfa af þingi að þessu sinni. Því er afar mikilvægt að til setu á listanum veljist fólk með góðan og traust- an bakgrunn, fjölþætta reynslu og geti með því endurspeglað þær ólíku aðstæður sem ríkja í þessu víðfema kjördæmi. Haraldur Benediktsson var kjörinn þingmaður kjördæmis- ins í kosningunum 2013 og hafði þá þegar mikla reynslu í forystu- störfum innan sinnar stéttar. Með miklu starfi sínu m.a. bæði í at- vinnuveganefnd og fjárlaganefnd hefur hann öðl- ast traust þing- manna bæði í stjórn og stjórn- arandstöðu og er þegar orðinn með áhrifamestu þingmönnum okkar. Hann hef- ur því á skömmum tíma öðlast þá reynslu sem nauðsynleg er þeim sem taka vilja að sér forystustörf í stjórnmálum. Ég skora á sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi að veita Haraldi stuðning til þess að leiða framboðslista flokksins í kjördæm- inu. Hann er traustsins verður. Kristinn Jónasson Höf. er bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Með traustið að vopni

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.