Skessuhorn - 07.09.2016, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 20162
framar að endurbyggja. Búið er
að mála að mestu og næst á dag-
skrá er að setja upp þakið og inn-
rétta. Við erum byrjaðir að fram-
leiða aftur í hluta húsnæðisins. Það
er stutt í að full starfsemi geti haf-
ist aftur, vonandi svo snemma sem
í næstu viku,“ segir Birgir ánægð-
ur. Hann segir ekki hafa komið til
greina annað en að endurbyggja
og hefja fulla starfsemi að nýju.
„Menn voru búnir að bíða nógu
lengi eftir vörunum sínum þannig
að það kom ekki annað til greina
en að spýta í og halda áfram af
meiri krafti en nokkru sinni fyrr.
Það var allt of mikið að gera þeg-
ar það brann. Svona lagað gerist
náttúrulega alltaf á versta tíma en
það var sérstaklega mikið að gera
hjá okkur um þetta leyti,“ segir
hann. „Við höfum með herkjum
náð að sinna þeim verkefnum sem
við erum með á svæðinu. Til dæm-
is höfum við haldið áfram með
verkefni tengd vélum til vinnslu
á Sæbjúgum. Ég finn fyrir mikl-
um áhuga um það verkefni eins og
staðan er núna vegna þess hve langt
við höfum náð að þróa þær vél-
ar. Við erum tveir að fara til Nor-
egs á næstu dögum að hitta fjár-
festa varðandi sölu á hönnun véla
til vinnslu á sæbjúgum og hreinsi-
búnaði. Einnig höfum við fundið
fyrir miklum áhuga á þessum vél-
um frá fyrirtækjum í Færeyjum og
Kanada,“ segir Birgir.
Segir stuðninginn
ómetanlegan
Hann segir tjón af völdum brun-
ans vera töluvert. „Beint fjár-
hagslegt tjón hleypur á milljón-
um, bæði sem fyrirtækið varð fyr-
ir og líka ég persónulega,“ segir
Birgir, en hann átti sjálfur bílinn
sem kviknaði í og var nýbúinn að
setja í hann nýja vél. Hann kveðst
ekki vongóður um að fá sitt pers-
ónulega tjón bætt en hvað varðar
tjón fyrirtækisins segir hann þau
mál inni á borði tryggingafélags-
ins. „Tryggingamálin eru bara í
skoðun og vinnslu. Ég hef bara
mætt velvild, skilningi og hlýju hjá
tryggingafélaginu. Það hefur gert
daginn bjartari,“ segir Birgir sem
viðurkennir að bruninn hafi ver-
ið mikið áfall. Þrátt fyrir að end-
urbyggingin gangi vel og hann sé
bjartsýnn á komandi tíð segir hann
fyrstu dagana eftir brunann hafa
verið mjög erfiða. „Fyrstu dagana
á eftir var maður eiginlega kominn
á það að gefast upp og hætta. En
svo er það þannig að blóðið fer að
renna í manni aftur og maður ger-
ir það ekki,“ segir Birgir og þakk-
ar það ekki síst þeim stuðningi sem
honum var sýndur í kjölfar brun-
ans. „Stuðningurinn sem ég fékk
frá konunni minni, sem var klett-
urinn minn í þessu öllu saman,
fjölskyldunni, og öðrum atvinnu-
rekendum og fleira fólki á svæðinu
er ómetanlegur. Sævar Jónsson hjá
Blikksmiðju Guðmundar, Eym-
ar Einarsson sem á veiðarfæra-
geymslu við hliðina á Jötunstáli,
Gísli Jónsson, Eyþór Frímannsson
hjá Topp Útliti, Matthías Harðar-
son hjá Felix-fiski, strákarnir mínir
hjá Jötunstáli og fleiri hafa stappað
í mann stálinu þegar maður var al-
veg að bugast. Ég þakka þeim kær-
lega fyrir alla þeirra aðstoð og vel-
vilja. Ég gæti ekki verið lánssamari
með hvað það er búið að ganga vel
að púsla þessu saman. Maður nær
ekki að komast svona áfram nema
hafa gott fólk í kringum sig. Ég hef
fundið að á Akranesi standa menn
saman þegar eitthvað kemur upp
á,“ segir hann.
kgk
Ökumenn ættu að hafa það í huga að
sauðfé getur leynst víða við vegi á þess-
um árstíma þegar fé kemur af afréttum.
Því er um að gera að haga ökuhraða sín-
um samkvæmt því og skerpa á athygl-
inni. Annars er líflegur tími framund-
an hjá bændum og búaliði. Um næstu
helgi verða fyrstu fjárréttir í landshlut-
anum og því líklegt að margir Vestlend-
ingar bregði sér í réttir.
Á fimmtudag verður austan 5-13 m/s
og síðar norðaustan 8-15. Rigning með
köflum, talsverð úrkoma fyrir norðan og
austan síðdegis. Hiti 7 til 13 stig. Á föstu-
dag verður sunnan 5-13 m/s og skúrir,
en bjart með köflum norðanlands. Hiti 8
til 15 stig, hlýjast fyrir norðan. Á laugar-
dag er útlit fyrir norðaustanátt og rign-
ingu, einkum austan til á landinu. Hiti
7 til 13 stig, mildast á Suður- og Vestur-
landi. Á sunnudag og mánudag er von á
breytilegri átt og rigningu með köflum.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Hvað er best við haustið“. Flestir
lesendur sögðu „litirnir“, eða 30% þeirra
sem svöruðu. „Rökkrið“ segja 22% vera
best við haustið. 13% lesenda finnst
ekkert gott við haustið en 11% þykir
rútínan best. 8% svöruðu „ný tækifæri“
og 7% „tími mataraðfanga“. Einungis
3% segja eitthvað annað vera best við
haustið.
Í næstu viku er spurt?
„Hvaða landshluti
þykir þér fallegastur“
Vestlendingar vikunnar eru allir
gangnamenn sem þessa dagana halda
til fjalla til smölunar en fyrstu fjárréttir
eru framundan.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Leiðréttur
myndatexti
HVALFJSV: Í myndasyrpu
frá Hvalfjarðardögum sem birt
var í Skessuhorni í síðustu viku
var birt mynd frá myndlistar-
sýningu að Heynesi 2. Und-
ir myndinni stóð að þar væru
hún væri frá sýningu Elínborg-
ar Halldórsdóttur, en hið rétta
er að hún var frá sýningu Nínu
Stefánsdóttur í skemmunni.
Myndlistarsýning Elínborg-
ar var hins vegar í hesthúsinu.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum og mynd Nínu birt
aftur hér að ofan. -kgk
Nýr verkefnis-
stjóri umhverfis-
vottunar
S T Y K K I S H :
N á t t ú r u s t o f a
Vesturlands hef-
ur ráðið nýjan
starfsmann til
að sinna Earth-
Check umhverf-
isvottunarverk-
efni sveitarfélag-
anna fimm á Snæfellsnesi. Það
er líffræðingurinn Birna Heide
Reynisdóttir, sem undanfarið
hefur unnið sem sérfræðingur í
Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og
er í meistaranámi í umhverfis-
stjórnun meðfram starfi. Hún
flyst til Stykkishólms og mun
hefja störf á Náttúrustofunni 1.
október nk. Valið stóð á milli
ellefu vel menntaðra umsækj-
enda og varð þetta niðurstað-
an eftir ítarlegt ráðningarferli,
segir í tilkynningu frá Náttúru-
stofu Vesturlands. -mm
Flokksval Samfylk-
ingar framundan
NV-KJÖRD: Fimmtudaginn
8. september
hefst flokks-
val Samfylk-
ingarinnar í
Norðvestur-
kjördæmi vegna alþingiskosn-
inganna 29. október nk. Kos-
ið verður um tvö efstu sæti
listans. Þrír eru í kjöri og gefa
allir kost á sér í efsta sæti. Guð-
jón S Brjánsson forstjóri HVE
og Ólína Kjerúlf Þorvarðar-
dóttir alþingismaður gefa ein-
ungis kost á sér í 1. sæti listans,
en Inga Björk Bjarnadóttir há-
skólanemi gefur kost á sér í
1.-2. sæti. Kosið verður raf-
rænni kosningu með Íslykli
og rafrænum skilríkjum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá kjör-
stjórn eru einungis skráðir
félagsmenn í Samfylkinguna
(fyrir 3. september sl.) sem geta
tekið þátt í kosningunni. Eldri
borgarar, 67 ára og eldri, eiga
að hafa fengið kjörgögn í pósti.
Kjörseðlum þarf að vera búið
að skila á talningarstað í síð-
asta lagi klukkan 17:00 á laug-
ardaginn 10. september. Kosn-
ingu lýkur á sama tíma. At-
kvæða verða talin á Hallveigar-
stíg í Reykjavík og fyrstu tölur
birtar klukkan 18:00 sama dag.
-mm
Nú styttist í að starfsemi hefjist
af fullum krafti í vélsmiðju Jöt-
unstáls á Akranesi eftir brunann í
byrjun síðasta mánaðar. Hreins-
unarstarf hófst nokkrum dögum
eftir brunann og þessa dagana er
unnið hörðum höndum við end-
urbyggingu vélsmiðjunnar. Birgir
Snæland, eigandi og framkvæmda-
stjóri, sagði í samtali við Skessu-
horn fyrir helgi að sú vinna gengi
vel. „Það hefur gengið vonum
Húsnæði Jötunstáls við Hafnarbraut 16 á Akranesi fyrir helgi.
Birgir Snæland, eigandi og framkvæmdastjóri Jötunstáls. Ljósm. úr safni.
Endurbygging Jötunstáls
gengur vonum framar
Ýmsar framkvæmdir hafa að und-
anförnu staðið yfir í Stykkishólmi
á vegum einkaaðila, fyrirtækja eða
bæjarfélagsins. Stærsta einstaka
verkið er bygging við grunnskól-
ann þar sem Amtsbókasafnið og
skólabókasafnið er sameinað undir
einu þaki. Með þeirri framkvæmd
mun aðstaða grunnskólans verða
bætt verulega í anda Skólastefnu
Stykkishólmsbæjar sem nýlega var
samþykkt. Þá er m.a. búið að mal-
bika Víkurgötuna og gatnamót við
Aðalgötu og Borgarbraut lagfærð
og gangstéttar endurnýjaðar. Í síð-
asta blaði sögðum við frá fram-
kvæmdum við Olís þar sem verið
er að skipta út olíutönkum. Loks
var nú í vikunni unnið við reis-
ingu á parhúsum sem Þórsnes og
Sæfell kaupa en verktaki er Ásgeir
J Ásgeirsson. Sumarliði Ásgeirs-
son ljósmyndari tók meðfylgjandi
myndir fyrir Skessuhorn. Veðr-
ið lék við framkvæmdamenn enda
gengu þessi verk hratt og vel.
mm/ Ljósm. sá.
Framkvæmdagleði í Stykkishólmi