Skessuhorn - 07.09.2016, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 20168
Fengu enn meiri
stuðning
STYKKISH: Sagt var frá gengi
framkvæmda við nýja reiðskemmu
Hesteigendafélags Stykkishólms
í Skessuhorni um miðjan síðasta
mánuð. Þar var greint frá því að
bæjaryfirvöld hefðu styrkt hest-
eigendafélagið um 5,7 milljón-
ir vegna gatnagerðar- og bygg-
ingarleyfisgjalda vegna bygging-
ar reiðskemmunnar. Þar með var
hins vegar ekki öll sagan sögð.
Sveitarfélagið veitti hesteigenda-
félaginu beinan fjárstyrk að verð-
mæti 12 milljónir króna vegna
byggingar reiðskemmunnar, auk
tæplega 5,7 milljóna styrks vegna
gatnagerðar- og byggingarleyfis-
gjalda eins og áður segir. -kgk
Ræða útgáfu
frístundakorta
BORGARBYGGÐ: Minnis-
blað sviðsstjóra fjölskyldusviðs
Borgarbyggðar, Önnu Magn-
eu Hreinsdóttur, var lagt fram á
fundi byggðarráðs fimmtudag-
inn 1. september. Anna mætti til
fundarins og gerði grein fyrir til-
lögum sínum að reglum um frí-
stundakort fyrir börn og ung-
menni á aldrinum 6 til 18 ára.
Með útgáfu frístundakorta myndi
Borgarbyggð styrkja frístunda-
iðkun barna og ungmenna með
framlagi að upphæð 20 þúsund
krónur á ári. Greitt yrði tvisvar
á ári, í desember fyrir haustönn
og maí fyrir vorönn, tíu þúsund
krónur í hvort skipti. Markmið-
ið er að hvetja börn og ungmenni
til að taka þátt í frístundastarfi í
Borgarbyggð. Hægt væri að nýta
kortið í allt skipulagt frístund-
astarf í sveitarfélaginu sem stund-
að er undir leiðsögn þjálfara eða
leiðbeinanda samfellt í minnst
tíu vikur. Á það t.d. við um allt
íþróttastarf stundað á vegum við-
urkenndra íþróttafélaga, nám í
tónlistar- eða dansskóla, skáta-
starf og fleira. Einnig væri hægt
að nýta kortið til að kaupa á nám-
skeiði í líkamsræktarstöð og ár-
skorti fyrir ungmenni eldri en 16
ára. Í minnisblaði Önnu kemur
fram að 653 börn og ungmenni
hafi verið búsett í Borgarbyggð í
janúar síðastliðnum. Myndu þau
öll nýta sér frístundakortið yrði
kostnaður sveitarfélagsins vegna
útgáfu þess árið 2017 rétt rúmar
13 milljónir króna sem gera þyrfti
ráð fyrir í fjárhagsáætlun. „Nýt-
ing frístundakorta helst í hendur
við hversu þröngar skorður þeim
eru settar. Ef reglur Borgar-
byggðar verða eins og meðfylgj-
andi tillaga, þá má reikna með
góðri nýtingu á kortinu,“ seg-
ir í minnisblaðinu. Byggðarráð
samþykkti að vísa tillögu um frí-
stundakort til fræðslunefndar en
lagði áherslu á að öll umsýsla um
frístundakortin yrði rafræn.
-kgk
Grunnskóla-
kennarar felldu
að nýju
LANDIÐ: Meirihluti félags-
manna í Félagi grunnskóla-
kennara felldi nýjan kjarasamn-
ing við Samband íslenskra sveit-
arfélaga í atkvæðagreiðslu sem
stóð dagana 31. ágúst til 5. sept-
ember. Niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar var sú að 39,67%
vildu samþykkja samninginn
en 57,46% voru á móti. Tæp
3% atkvæðaseðla voru auðir.
Á kjörskrá voru 4513 en 3028
greiddu atkvæði, eða 67,1%
félagsmanna. -mm
Lög gegn
ofur-bónus-
greiðslum
ALÞINGI: Þingflokkur
Samfylkingarinnar hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp til
laga sem takmarkar bónus-
greiðslur eignarhaldsfélaga
gömlu bankanna. Lagt er til
að umrædd félög falli undir
ákvæði laga um fjármálafyrir-
tæki en samkvæmt lögunum
eru fjárhæðir bónusgreiðslna
takmarkaðar við 25% af árs-
launum starfsmanna. „Eng-
in rök standa til þess að und-
anskilja umrædd félög þeim
reglum sem gilda um banka
og eigendur þeirra. Greiðslur
hárra bónusa í fjármálakerf-
inu fyrir hrun leiddu til mik-
ils tjóns fyrir almenning og
því ekki að ástæðulausu sem
lögum var breytt til að tak-
marka slíka bónusa. Fyrir-
ætlanir um greiðslur hárra
bónusa til fámenns hóps
starfsmanna eignarhalds-
félaga gömlu bankanna nú,
eru tímaskekkja,“ segir Helgi
Hjörvar þingsflokksformaður
Samfylkingarinnar. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
27. ágúst - 2. september
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 4 bátar.
Heildarlöndun: 12.767 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 11.726
kg í tveimur róðrum.
Arnarstapi 2 bátar.
Heildarlöndun: 2.837 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
2.032 kg í einni löndun.
Grundarfjörður 6 bátar.
Heildarlöndun: 449.733 kg.
Mestur afli: Nordvåg
(OZ2137) FO: 210.976 kg í
einni löndun.
Ólafsvík 25 bátar.
Heildarlöndun: 233.850 kg.
Mestur afli: Álfur SH:
51.220 kg í sex löndunum.
Rif 12 bátar.
Heildarlöndun: 448.825 kg.
Mestur afli: Örvar SH:
74.513 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 3 bátar.
Heildarlöndun: 23.295 kg.
Mestur afli: Blíða SH:
11.836 kg í sjö löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Nordvåg (OZ2137) FO -
GRU: 210.976 kg. 29. ágúst.
2. Örvar SH - RIF:
74.513 kg. 30. ágúst.
3. Hringur SH - GRU:
66.883 kg. 31. ágúst.
4. Steinunn SF- GRU:
63.350 kg. 28. ágúst.
5. Kristín GK - GRU:
62.129 kg. 29. ágúst.
-grþ
Flatey á Breiðafirði skartaði sýnu fergursta í blíðunni um helgina. Þegar rökkva tók nutu íbúar fegurðar norðurljósanna sem
þarna kallast á við ljósin í einu eða tveimur húsum í eyjunni. Þessa hauststemningu fangaði Sumarliði Ásgeirsson á mynd.
mm
Kallast á við norðurljósin
Endurtektarkosning fyrir röðun á
framboðslista Pírata í Norðvest-
urkjördæmi hófst á miðnætti síð-
astliðið sunnudagskvöld og stend-
ur þar til á hádegi í dag, miðviku-
dag. Ellefu frambjóðendur gefa
áfram kost á sér en bæði Þórður
Guðsteinn Pétursson, sem kos-
inn var efstur á lista í prófkjörinu,
og Halldóra Sigrún Ásgeirsdótt-
ir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum,
hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér
í endurkosningunni.
Listi Pírata í NV-kjördæmi var
sem kunnugt er kærður til úr-
skurðarnefndar flokksins, þar
sem skera átti úr um hvort Þórð-
ur Guðsteinn hefði smalað fólki til
að kjósa sig. Þórður viðurkenndi
að hafa smalað 25-35 manns til að
kjósa sig en niðurstaða úrskurð-
arnefndar var að hann hefði ekki
brotið reglur Pírata því smölun-
in hafi átt sér stað áður en regl-
ur flokksins um bann við smölun
tóku gildi.
Framboðslistanum var hins veg-
ar hafnað í staðfestingarkosningu
Pírata á landsvísu með 153 af 272
greiddum atkvæðum. Því verð-
ur að kjósa á ný í prófkjöri og þar
geta allir Píratar á landinu tek-
ið þátt. Prófkjörið hófst sem fyrr
segir á miðnætti og stendur til há-
degis á miðvikudag.
kgk
Þórður Guðsteinn Pétursson er ekki
lengur í framboði fyrir Pírata, en
flokksmenn höfnuðu lista þar sem
hann var í efsta sæti í NV kjördæmi.
Píratar felldu listann og kjósa aftur
Eins og greint var frá í maí síð-
astliðnum náðu Landsvirkjun og
Norðurál samkomulagi um endur-
nýjun raforkusamnings fyrirtækj-
anna sem upphaflega var gerður
árið 1997, á kjörum sem tengt verð-
ur markaðsverði í Norður-Evrópu.
Var samningurinn sendur til for-
skoðunar hjá ESA, eftirlitsstofnun
EFTA, en undirritun beið þess að
forskoðun lyki. Henni er nú lokið
með jákvæðri niðurstöðu ESA og
hafa samningsaðilar því undirritað
fyrirliggjandi samning. Hann verð-
ur nú stendur til ESA til formlegrar
og endanlegrar umfjöllunar, en bú-
ist er við afgreiðslu stofnunarinnar
fyrir áramót.
Hinn framlengdi samningur nær
til fjögurra ára og hljóðar upp á
161 MW, sem er um nær þriðjung-
ur af orkuþörf álvers Norðuráls á
Grundartanga. Samningurinn tek-
ur gildi í nóvember 2019 og gildir
til loka árs 2023. Núverandi samn-
ingur verður því áfram í gildi til
októberloka 2019. Endurnýjaður
samningur verður tengdur mark-
aðsvirði raforku á Nord Pool raf-
orkumarkaðnum. Kemur það í stað
álverðstengingar í gildandi samn-
ingi. kgk
Norðurál og Landsvirkjun
undirrita raforkusamning
Breiðafjarðarferjan Baldur og
skemmtiferðaskipið Ocean Di-
mond voru bæði í höfn í Stykkis-
hólmi um helgina. Þegar tvö svo
stór skip eru í höfninni í einu skilja
þau ekki mikið pláss eftir. Hér má
sjá þegar farþegabátnum Særúnu
er siglt milli skipanna með farþega
á laugardaginn. Veðrið var ein-
staklega kyrrt og fallegt og þess
nutu farþegar Særúnar í siglingu
um eyjarnar.
sá
Skipafans í Stykkishólmshöfn