Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 9 Slátur tíð Egilsholti 1 Verslun, sími: 430 5500 Opið virka daga 8-18 Laugardaga 10-14 www.kb.is, verslun@kb.is Gervivambir, bjúgnaplast, pylsuplast Sláturgarn og sláturnælur Kjötnet og kjötkrókar Gott úrval hnífa Vakúmpökkunarvélar og vakúmpokar Kjötfarsblanda, rúllupylsu- krydd og nítrítsalt Pinnabyssur og skot í pinnabyssur SK ES SU H O R N 2 01 6 Til dæmis mjaltir, afleysingar, mokstur, fjárrag, hænsnatínslu, þrif og bón á bílum og vélum, smölun, slátrun og svo mætti lengi telja. Nemendur á öðru ári í búfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands taka nú að sér hverskyns verkefni til fjáröflunnar útskriftarferðar sinnar á komandi ári. Erum með reynslubolta í flestum verkum. Ítarlegri upplýsingar veita Harpa Björk: 894-1011 Sigríður Linda: 771-3341 bufraedi@gmail.com Er ekki hugsanlegt að þig vanti aðstoð við hin ýmsu verk? Geymið auglýsinguna því við verðum til taks í allan vetur. SK ES SU H O R N 2 01 6 www.skessuhorn.is Um miðjan síðasta mánuð greindi Skessuhorn frá stöðu mála varð- andi lagningu heimtauga ljósleið- ara í Hörðudal og Skógarströnd í Dölum. Þá lá fyrir að 28 fasteigna- eigendur, þar af 17 lögbýli, hefðu undirritað umsókn um að fá heim- taugar. Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti í kjölfarið tveggja millj- óna króna framlag sveitarfélags- ins til verkefnisins að því gefnu að önnur fjármögnun yrði tryggð og unnu stjórnendur sveitarfélagsins að því að fá fjármagn til verkefn- isins. Byggðarráð ræddi ljósleiðara- mál aftur á fundi sínum 30. ágúst síðastliðinn. Þar greindi sveitar- stjóri frá stöðu mála og fundi sem hann átti með forstjóra Orkufjar- skipta. Staða málsins er þannig að stjórnendum sveitarfélagsins þykir ekki líklegt að hægt verði að leggja heimtaugarnar nema Dalabyggð verði framkvæmdaaðilinn. Byggð- arráð samþykkti því á síðasta fundi að sveitarfélagið sjái um lagningu heimtauga ljósleiðara í Hörðudal og á Skógarströnd, með tveim- ur skilyrðum þó: „Að því gefnu að næg þátttaka verði meðal fasteigna- eigenda til að verkefnið gangi upp og að vilyrði fáist fyrir því að fjar- skiptafyrirtæki kaupi heimtauga- kerfið að lokinni framkvæmd,“ eins og segir í fundargerð byggð- arráðs. Þá var sveitarstjóra falið að leita samninga við fjarskiptafyrir- tæki sem og að óska aðstoðar Fjar- skiptasjóðs til að fjármagna heim- taugar til þeirra tveggja lögheimila sem lengst eru frá stofnlögninni. „Að fjarskiptafyrirtæki vilji kaupa heimtaugarnar að fram- kvæmdum loknum er þó algjör forsenda þess að sveitarfélagið fari af stað með þetta verkefni. Stað- an er sú að þetta gerist væntanlega ekki nema Dalabyggð verði fram- kvæmdaraðilinn en sveitarfélagið ætlar sér ekki að eiga og reka kerf- ið, það hefur legið fyrir frá upp- hafi,“ segir Sveinn Pálsson sveit- arstjóri í samtali við Skessuhorn. Hann segir að næstu skref í ljós- leiðaravæðingu Dalabyggðar séu að taka þátt í útboði Fjarskipta- sjóðs. „Næst er að taka þátt í næsta útboði Fjarskiptasjóðs sem von- andi heldur áfram ljósleiðaravæð- ingu landsins, þar sem við náð- um ekki úthlutun síðast. Við erum að reyna að ljúka þessu verkefni af því það tengist þessum stofn- streng sem þarna er,“ segir hann. „Ég held að allir sjái það núna að það voru ákveðin mistök að Fjar- skiptasjóður skyldi ekki leggja upp með það í upphafi að menn legðu stofnstreng og heimtaugar í einu verki,“ segir Sveinn en bætir því við að menn þurfi stundum að reka sig á. Það sé vilji stjórnenda Dala- byggðar að ljúka verkinu. kgk Dalabyggð mun sjá um lagningu heimtauga Horft inn Hörðudal í Dölum. Ljósm. Mats Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.