Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Qupperneq 13

Skessuhorn - 07.09.2016, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 13 Áramót í útgerðinni Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2016. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2016 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Tjaldsvæði í Kalmansvík Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir tjaldsvæði í Kalmansvík skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að óbyggðu svæði í Kalmansvík verði breytt í opið svæði til sérstakra nota þar sem starfrækt verður ferðaþjónustutengd starfsemi s.s. tjaldsvæði og smáhýsi. Jafnframt verður unnið deiliskipulag fyrir svæðið þar sem nánari grein verður gerð fyrir einstökum þáttum. Lýsingin er á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og einnig er hægt að nálgast hana í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingar varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 22. september 2016 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is Lýsing á breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 Hausta tekur og við förum að huga að því að geyma mat til vetrarins Skyrmysa er tilvalin til að sýra slátrið og ýmsan annan mat. Fáanleg í 2,5, 5 og 10 ltr brúsum Hægt að panta í Ljómalind í síma 437 1400 eða á Erpsstöðum í síma 868 0357 Einnig er hægt að panta á netfanginu erpur@simnet.is www.erpsstadir.is Rjómabúið á facebook. SK ES SU H O R N 2 01 4 „Mér líst vel á komandi vertíð,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæfells- bæjar í samtali við Skessuhorn. „Það er gott ástand á fiskistofnunum hér við land og aldrei hefur mælst eins stór hrygningarstofn í þorski eins og í síðustu mælingu Hafró. Sá stærsti frá upphafi mælinga. En það voru vonbrigði að auka ekki meiri kvóta af þorski, ýsu og skarkola,“ segir Friðbjörn. Hann segir það geta vald- ið vandræðum hjá línubátum þeg- ar líður á kvótaárið að löngukvótinn hafi verið minnkaður um 43%. „Auk þess er krónan búin að styrkjast mik- ið undanfarið, sérstaklega gagnvart pundinu. Það lítur því allt út fyr- ir lækkun á fiskverði en ég átta mig ekki alveg á hversu mikil hún getur orðið.“ af Bjartsýnn fyrir komandi vertíð Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar er hér til hægri, ásamt Bárði Guðmundssyni stjórnarmanni. Strandveiðitímabili sumarsins lauk um miðjan síðasta mánuð. Í sum- ar veiddu strandveiðibátarnir 9.146 tonn og voru landanir 14.942. Alls voru gefin út 670 leyfi til strandveiða, 22 leyfum fleiri en á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Mest var veitt af þorski eða rúmlega 8.500 tonn, sem jafngildir 93,3% af heild- arafla sumarsins. Næstmest var veitt af ufsa, eða 461 tonn. Afli í öðrum tegundum var óverulegur. Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hef- ur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð. Var meðalafl- inn 614 kg og jókst um 6,8% milli vertíða. Aflahæsti bátur strandveiða á þessari vertíð er Þorbjörg ÞH-25, sem gerð var út frá Raufarhöfn, með rúmlega 34,7 tonn. grþ/ Ljósm. af. Meðalafli aldrei meiri en á liðinni strandveiðivertíð Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands segist vera bjartsýnn á komandi vertíð. „En það er erfitt að spá í verðþróun og það setur að mér kvíða hvað það snert- ir,“ segir Páll og bætir við að með lækkun fiskverðs þá hafi það áhrif á bæði sjómenn og útgerðarfyrirtækin. Páll segir að Fiskmarkaður Íslands hafi á síðasta kvótaári selt 36 þúsund tonn af fiski og á hann von á svipuðu magni á þessu kvótaári. „Það er góður afli heima við en ég held að íslensk- ur sjávarútvegur sé að fara í gegnum þrengingar ef verðþróun á fiski mun fylgja styrkingu krónunnar. Ég vona auðvitað að svo verði ekki en ég held að það verði raunin, að krónan haldi áfram að styrkjast,“ segir Páll að lok- um. af Líst vel á vertíðina en hefur áhyggjur af verðþróun www.smaprent.is - s: 823-5827 Vinnupeysa 3.990 kr,- Eiríkur

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.