Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Qupperneq 14

Skessuhorn - 07.09.2016, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201614 Senn verður sett upp ný eldsneyt- isafgreiðslustöð olíufélagsins N1 við Breiðablik í Eyja- og Mikla- holtshreppi. Stöðin verður sjálfs- afgreiðslustöð með einni dælueyju þar sem hægt verður að fá á all- ar gerðir eldsneytis ásamt AdBlue. Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps segir að for- saga málsins sé sú að eigendur Hót- els Rjúkanda á Vegamótum hafi óskað eftir því að eldsneytissölu á Vegamótum yrði hætt þar sem þeir teldu slíkt ekki samræmast starf- seminni sem rekin er á staðnum í dag. „Þegar þetta varð ljóst fór N1 að svipast um eftir lóð í sveitarfé- laginu. Fyrirtækið vill hafa bensín- stöð á svæðinu og það viljum við sem búum hér líka. Þá var farið í viðræður um skilyrði og þannig þróaðist þetta,“ segir Eggert í sam- tali við Skessuhorn. Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá N1, segir að þessa dagana sé unnið að því að ljúka hönnun stöðv- arinnar og semja við verktaka. „Síð- an fer þetta í framkvæmdafasa. Við vonumst til að geta byrjað að grafa fyrir tönkum núna á næstu vikum. Síðan er það von okkar að stöð- in muni rísa innan tveggja mán- aða. En það fer reyndar aðeins eftir veðri, frosti í jörðu og fleiru,“ seg- ir Guðný. „Upphaflegar áætlanir gerðu reyndar ráð fyrir því að verk- ið yrði klárað í september en það hefur dregist vegna þess að hönn- unarferlið varð lengra en við gerð- um ráð fyrir,“ bætir hún við. Guðný segir fyrirtækið aldrei hafa íhugað að hætta að selja eldsneyti á svæð- inu. „Það stóð alltaf til að endur- nýja afgreiðslustöðina á Vegamót- um. Þegar staðarhaldarar á Hótel Rjúkanda óskuðu eftir því að elds- neytissölu á staðnum yrði hætt þá fékkst samþykki fyrir því að halda áfram sölu eldsneytis þar þangað til ný stöð hefur verið tekin í notk- un. Það er okkur mikilvægt, sem og íbúunum í kring og þeim fjöl- mörgu ferðalöngum sem eiga leið um svæðið því það er langt í næstu stöð. Við vildum því hafa áfram af- greiðslustöð á svæðinu því það er mikið af bæjum þarna í kring og margt fólk sem fer um sunnanvert Snæfellsnes, sérstaklega á sumrin,“ segir hún. kgk/ Ljósm. úr safni. Ný sjálfsafgreiðslustöð væntanleg við Breiðablik Nýtt skólaár er hafið hjá Símennt- unarmiðstöð Vesturlands. Þar er boðið upp á fjölbreytt nám fyrir fullorðna og samstarfsverkefnin eru af ýmsum toga. Að sögn Ingu Dóru Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvarinnar verð- ur að vanda fjölbreytt námsframboð á þessu skólaár. „Verkefnin hjá okk- ur eru mörg og ólík, svo sem lengra nám, styttri námskeið, raunfærni- mat, náms- og starfsráðgjöf, nám- skeið fyrir fatlað fólk og samstarfs- verkefnin eru af ýmsum toga,“ seg- ir Inga Dóra í samtali við Skessu- horn. Hún segir komandi skólaár leggjast ljómandi vel í sig. „Margt spennandi er að gerast í fullorðins- fræðslunni og engin ástæða til ann- ars en að vera bjartsýn.“ Menntastoðir hvati fyrir marga Stærsta einstaka verkefnið sem Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands býður upp á er Stóriðjuskólinn í Norðuráli, sem rekinn hefur verið í samstarfi við fyrirtækið og Fjöl- brautaskóla Vesturlands frá byrjun árs 2012. „Stóriðjuskólinn var nú settur í fjórða sinn og koma alls 35 nemendur til með að stunda nám hjá okkur næstu þrjár annirnar, í grunn- og framhaldsnámi.“ Aðsókn í Stóriðjuskólann hefur alltaf verið góð og frá því hann hóf göngu hafa 62 starfsmenn útskrifast úr grunn- námi og 33 úr framhaldsnámi. Inga Dóra segir Menntastoðir einnig vera stórt verkefni hjá Símenntun- armiðstöðinni en boðið verður upp á þær nú í haust líkt og síðustu þrjú ár. „Menntastoðir hafa verið hvati fyrir marga til að koma sér aftur af stað í nám eftir langt hlé. Námið í Menntastoðum má meta til eininga í framhaldsskólakerfinu og eins er það fullnægjandi undirbúning- ur fyrir frumgreinadeildir háskól- anna,“ útskýrir Inga Dóra. Á þess- um þremur árum hafa 48 nemend- ur stundað nám í Menntastoðum. „Menntastoðir verða kenndar með svipuðu sniði og verið hefur, þ.e. stærsti hluti námsins er kenndur í fjarnámi en síðan hittast nemendur að jafnaði einu sinni í mánuði í svo- kallaðri staðlotu þar sem kennslan fer fram í húsnæði Símenntunar- miðstöðvarinnar í Borgarnesi. Við stefnum á að fara af stað með nýjan hóp í október svo framarlega sem við náum lágmarksþátttöku, sem er 12 til 14 manns. Námið nær yfir tvær annir og útskrift verður í maí 2017. Ég hvet því fólk til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar,“ segir Inga Dóra. Fleiri greinar bætast við í raunfærnimati Síðustu ár hefur Símenntunarmið- stöðin einnig boðið upp á raun- færnimat fyrir fólk sem hefur langa og góða reynslu af vinnumarkaði í ákveðinni grein en vill ljúka form- legu námi og ná sér í réttindi. Inga Dóra segir sókn í raunfærnimat hafa aukist verulega síðustu miss- eri, sem einnig sé tilkomið af því að greinum hafi fjölgað sem metnar séu í raunfærnimati. „Sem dæmi þá hefur hópur fólks lokið raunfærni- mati hjá okkur í iðngreinum, mat- artækni, skrifstofugreinum sem og félagsliðar, skólaliðar og stuðnings- fulltrúar. Nú í haust bjóðum við áfram upp á raunfærnimat í sömu greinum en bætum við tanntækni og munum nota næstu mánuði til að hefja undirbúning að raunfærni- mati í fleiri greinum.“ Hún segir raunfærnimatið framkvæmt í sam- starfi við formlega skólakerfið og þekkir þó nokkur dæmi þess að það hafi stytt námið hjá fólki um allt að heila önn. „Og í því felst líka ákveð- inn hvati til að ljúka námi,“ bætir hún við. Landnemaskóli gaf góða raun Símenntunarmiðstöð Vesturlands býður einnig upp á fjölbreytt nám- skeið fyrir fólk með fötlun, en Sí- menntunarmiðstöðin er með þjón- ustusamning við Fjölmennt - sí- menntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlaða. „Þessi þjónusta hefur gefist vel og við munum halda áfram að bjóða upp á námskeið og þróa nám fyrir okkar fólk á Vesturlandi.“ Að sögn Ingu Dóru er af nógu að taka hjá Símenntunarmiðstöðinni. „Mig langar að nefna að við ætlum að fara af stað með Landnemaskóla í Snæfellsbæ og á Akranesi nú í haust. Við vorum með Landnema- skóla í Stykkishólmi síðastliðið vor sem gekk mjög vel,“ segir hún og bætir því við að mikil þörf sé fyr- ir þessa fræðslu. Í Landnemaskól- anum er kennd íslenska, samfélags- fræði, fjallað um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og fólkið frætt um þeirra nærumhverfi, svo eitthvað sé nefnt. „Starfið okkar á Símenntun felur í sér margar ferðir um þjón- ustusvæðið, til að sýna okkur og sjá aðra. Við erum að skipuleggja fyrir- tækjaheimsóknir næstu vikurnar og leggjum aukna áherslu á að þjón- usta fyrirtæki og stofnanir, með- al annars með gerð fræðsluáætlana og eins að sérsníða námskeið. Þessi þáttur fer ört vaxandi í starfseminni og við hlökkum til að vinna áfram í því að efla símenntun í landshlut- anum enn frekar,“ segir Inga Dóra að endingu. grþ Fjölbreytt verkefni hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands. Námskeið í steinhöggi var haldið síðasta vor á Arnarstapa. Námskeiðið var eitt af samvinnuverkefnum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og var haldið í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Brynja Mjöll Ólafsdóttir hefur ver- ið ráðin sem verkefnastjóri hjá Sí- menntunarmiðstöðinni á Vestur- landi. Brynja var valin úr hópi fjög- urra umsækjenda og starfar sem verkefnastjóri á þjónustusvæði Sí- menntunarmiðstöðvarinnar með sérstaka umsjón með verkefnum á Snæfellsnesi. Brynja Mjöll er upp- runalega frá Selfossi en hefur ver- ið búsett í Ólafsvík síðastliðin 17 ár, þar sem hún hefur starfað við ým- islegt, einna helst tengt kennslu. „Ég er íþróttakennari að mennt og hef aðallega starfað sem kennari. Á tímabili fór ég að vinna á leikskóla og var aðstoðarleikskólastjóri á Kríubóli á Hellissandi. Svo er mað- ur búinn að vera í hinu og þessu, hef meðal annars verið með ung- barnasund og þjálfað fimleika,“ seg- ir Brynja Mjöll í samtali við Skessu- horn. Stöðunni hefur verið sinnt síðustu tvö ár frá Borgarnesi, þar sem skrifstofur Símenntunarmið- stöðvarinnar eru til húsa, en nú hef- ur starfið verið flutt á Snæfellsnesið á nýjan leik. Brynja er með starfsað- stöðu í Átthagastofunni í Ólafsvík. Hún segist þó ekki tengjast rekstr- inum þar. „Ég er bara með aðset- ur þar en vinn ekki hjá Átthaga- stofu. Ég er þó í góðu samstarfi við Átthagastofuna og Svæðisgarðinn, eins og með fjölmenningarhátíðina sem haldin verður í október næst- komandi,“ segir Brynja. Reyna að ná til sem flestra Brynja Mjöll tók við starfinu 1. ágúst síðastliðinn. Hún segir starfið vera fjölbreytt og skemmtilegt. „Mitt fyrsta verkefni var lyftaranámskeið í samvinnu við Vinnumálastofnun, þar sem 21 var skráður, þar af ein kona. Verkefnið sem ég er að vinna að núna heitir Landnemaskóli II og er íslenskunám fyrir landnemana okk- ar, ásamt öðru hagnýtu og menning- artengdu námi. Þetta er stórt nám- skeið, 120 tímar. Heilsugæslan kemur til dæmis inn í þetta, verkalýðsfélag- ið, auk listar og menningar. Núna er ég að vinna í því að fá þátttakendur í það og við erum með ýmsar hug- myndir um hvernig má ná til sem flestra,“ útskýrir Brynja. Hún seg- ir Símenntunarmiðstöðina reyna að bjóða upp á sem fjölbreyttust verk- efni. „Í rauninni felst þetta svolítið í því að nýta þann mannauð sem við höfum. Að reyna að ná til flestra, að ná þversniðinu. Stór partur af þessu er að fá sem flesta með sér úr samfé- laginu. Þetta hentar mér vel þar sem ég hef mikinn áhuga á fólki og mann- auði og sé tækifæri í því sem við höf- um hérna á svæðinu.“ Hún segir eng- ar áherslubreytingar vera fyrirhugað- ar. „Það er samt stundum þannig að með nýju fólki koma nýjar áherslur, þó það sé ekki ætlunin að vera með neinar áherslubreytingar. Ég vinn náið með þeim í Borgarnesi og á Akranesi og fæ stuðning frá þeim. Núna er ég að skoða vel í kringum mig og melta aðeins. Hvað við get- um gert hér, þetta er mjög spenn- andi en ég er tiltölulega nýbyrjuð og enn að klóra mig aðeins í gegn- um frumskóginn. Ég vil endilega ná til sem flestra og að fólk verði óhrætt við að hafa samband við mig ef eitthvað brennur á því eða ef það hefur áhuga á einhverju,“ segir Brynja Mjöll að endingu. grþ Nýr verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöðinni Brynja Mjöll Ólafsdóttir er nýr verkefnastjóri hjá Símenntunarmið- stöðinni með sérstaka umsjón með verkefnum á Snæfellsnesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.