Skessuhorn - 07.09.2016, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 17
„Getum ekkert
gert nema tuðað“
Lagning þriggja fasa rafmagns um
landið verður því stöðugt meira að-
kallandi. „Víða til sveita hefur á und-
anförnum árum verið farið út í starf-
semi og sköpuð störf sem fylla upp
í það skarð sem vélvæðing og hag-
ræðing í landbúnaði skildu eftir sig
á sínum tíma. Það má ekki vanmeta
þörfina á þriggja fasa rafmagni, rétt
eins og góðu netsambandi, til að
þess að hægt sé að stunda fjölbreytta
starfsemi til sveita og halda dreifbýl-
um svæðum í byggð,“ segir Gunn-
laugur.
En hendur stjórnenda sveitar-
félaganna eru nokkuð bundnar þeg-
ar kemur að þessu máli. Það er al-
farið á borði ríkis og sveitarfélagið
getur aðeins beitt þrýstingi með því
að vekja máls á því hvernig málin
standa. „Við getum í raun og veru
ekkert gert nema ræða þessi mál,
skrifa bréf og erindi og þrýsta á rík-
ið. Við getum lítið gert nema tuð-
að,“ segir sveitarstjórinn og brosir.
Framlög til vegamála
óviðunandi
Eins og greint var frá í Skessuhorni
í sumar, þegar Samgönguáætlun var
birt, eru framlög til vega á Vestur-
landi af skornum skammti. Vestur-
land tilheyrir Vestursvæði í svæðis-
skiptingu Vegagerðarinnar. Vestur-
svæði nær frá Hvalfjarðarbotni að
Skarfatanga í Bitrufirði á Ströndum.
Innan Vestursvæðis er því allt Vest-
urlands og Vestfjarðakjálkinn allur.
Samtals var 2,1 milljarði króna út-
hlutað til vegamála á Vestursvæði í
ár. Langstærstum hluta þeirrar upp-
hæðar verður hins vegar varið til
vegagerðar á Vestfjörðum. Aðeins
52 milljónum er áætlað að verja til
vega í Borgarbyggð; til endurgerðar
hluta Uxahryggjavegar og lagningu
bundins slitlags eftir því sem fjár-
magn leyfir. Gunnlaugur er ómyrk-
ur í máli hvað þetta varðar. „Það er
óviðunandi að í Samgönguáætlun
séu framlög til svæðisins á pari við
það sem var fyrir áratug síðan,“ seg-
ir hann. „Ekki síst vegna þess hvað
hefur gerst í umferðinni á sama tíma.
Tökum Borgarnes sem dæmi. Vest-
urlandsvegur liggur í gegnum hálft
þorpið og umferð um hann hef-
ur aukist gríðarlega á síðustu árum.
Það er sama sagan í uppsveitunum.
Aukning sumarsins í umferð þangað
hleypur á tugum prósenta síðustu ár.
Á sama tíma er ekki að sjá að mik-
ið sé að gerast í vegamálum,“ segir
Gunnlaugur.
Verður að taka tillit til
breyttra aðstæðna
Ástæða vaxandi umferðar má að
langstærstum hluta rekja til upp-
gangs ferðaþjónustunnar undanfar-
in ár. „Umferðin bara í uppsveitum
Borgarfjarðar hefur vaxið gríðar-
lega, miklu meira en nokkurn óraði
fyrir bara í hitteðfyrra. Þegar staðan
er þannig er ekki hægt að sætta sig
við að framlög til vegamála á svæð-
um sem þessum séu nákvæmlega
þau sömu og fyrir áratug, þegar um-
ferð var hófleg,“ segir Gunnlaugur
og bætir því við að einnig hafi um-
ferð um Vesturlandsveg vaxið gríð-
arlega og ekkert bendi til annars
en að hún eigi eftir að vaxa áfram.
„Fjárveitingarvaldið getur ekki og
má ekki gera annað en að taka tillit
til breyttra aðstæðna því þörf á vega-
bótum er sannarlega til staðar,“ seg-
ir hann.
Hvað varðar aðkomu sveitar-
félaga að vegamálum er lítið sem
stjórnendur þeirra geta gert annað
en að beita þrýstingi. „Sveitarfélög
fá árlega úthlutað einhverjum krón-
um úr styrkvegasjóði til að sletta
ofan í stærstu holurnar í svokölluð-
um styrkvegum í dreifbýli. Borg-
arbyggð fékk til dæmis aðeins 2,2
milljónir við úthlutun úr sjóðnum í
ár. En utan þess getur sveitarfélagið
í sjálfu sér ekkert gert í vegamálum
annað en að taka umræðuna og beita
þrýstingi,“ segir Gunnlaugur.
Ríkið hirðir
tekjurnar af vaxandi
ferðamannafjölda
Í samskiptum ríkis og sveitarfé-
laga þykir Gunnlaugi stundum sem
stjórnendur sveitarfélaga tali fyrir
taufum eyrum og þegar vilji er fyrir
hendi þá sé kerfið þungt í vöfum og
mjög svifaseint. „Sveitarfélög og ríki
eru til dæmis alltaf að ræða stöðu
ferðamála og ekkert gerist en á með-
an er straumur ferðamanna hingað
til lands alltaf vaxandi,“ segir hann.
„Salernismálin eru til dæmis bara
orðin mjög aktúelt vandamál vegna
þess að umræðan hefur ekki skil-
að neinu,“ segir Gunnlaugur. „Það
kostar verulega fjármuni á ári að
reka eitt klósett á fjölsóttum ferða-
Föstudaginn 9. september hefst
keppni í Útsvari, spurningakeppni
sveitarfélaganna sem sýnd er á
RÚV. Þrjú sveitarfélög af Vestur-
landi munu taka þátt í keppninni
af þessu sinni, Snæfellsbær, Akra-
neskaupstaður og Borgarbyggð.
Fjórða sveitarfélagið baðst undan
þátttöku.
Fyrst ber að nefna lið Snæfells-
bæjar, sem komst alla leið í fjórð-
ungsúrslit síðasta vetur og tryggði
sér þar með þátttöku í Útsvari á
vetri komanda. Lið Snæfellsbæjar
verður að þessu sinni skipað þeim
Hafdísi Rán Brynjarsdóttur, Hall-
dóri Kristinssyni og Örvari Mar-
teinssyni, sem einnig keppti í fyrra.
Lið sem ekki komust í átta liða
úrslit síðast eða tóku ekki þátt fara
í pott. Síðan eru dregin út nöfn 24
sveitarfélaga og þeim gefinn kost-
ur á að senda lið til keppni. Upp
úr pottinum komu bæði Akranes
og Borgarbyggð, en hvorugt lið-
ið keppti á síðasta vetri. Hafa bæði
sveitarfélög staðfest þátttöku að
þessu sinni.
Lið Akraness skipa Gerður Jó-
hanna Jóhannsdóttir, Vilborg Þór-
unn Dagbjartsdóttir og Örn Arn-
arson. Fyrir hönd Borgarbyggð-
ar munu keppa Heiðar Lind Hans-
son, Edda Arinbjarnar og Bryndís
Geirsdóttir.
Þá herma heimildir Skessuhorns
að Skorradalshreppur hafi ver-
ið dreginn út í flokki sveitarfélaga
með færri en 500 íbúa og sveitarfé-
laginu boðin þátttaka í Útsvari en
það boð hafi verið afþakkað. Þetta
staðfesti Árni Hjörleifsson odd-
viti í samtali við Skessuhorn. „Þrátt
fyrir að það sé mikið af gáfufólki í
Skorradal þá er það ekki endilega
tilbúið að opinbera visku sína fyr-
ir framan alþjóð,“ segir Árni létt-
ur í bragði. „Niðurstaðan varð því
sú eftir að málið var skoðað að af-
þakka boðið að þessu sinni,“ bæt-
ir hann við.
kgk
Þrjú Vesturlandslið keppa í Útsvari
Lið Akraness sem tekur þátt í Útsvari. F.v. Örn, Vilborg og Jóhanna. Lið Snæfells-
bæjar og Borgarbyggðar hafa ekki komið saman og því er ekki til hópmynd af
þeim. Ljósm. akranes.is.
SVART OG HVÍTT
Þorvaldur Jónasson sýnir leturgerðir /
kalligrafíu á Bókasafni Akraness.
Sýningin er einkum ætluð til kynningar og fræðslu
um þróun leturgerða allt frá tímum skömmu f.Kr.
til okkar daga.
Sýningin opnar þann 8. september kl. 17 og stendur
yfir til 22. október 2016.
Bókasafn Akraness - Dalbraut 1 - s. 433-1200
bokasafn.akranes.is - bokasafn@akranes.is
Opið virka daga kl. 12 -18
Í október er sýningin einnig opin á
laugardögum kl. 11-14
Verið velkomin
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
mannastöðum en sveitarfélögin fá
lítið sem ekkert til baka.“ Honum
þykir nokkuð til í þeirri umræðu,
sem oft hefur skotið upp kollinum,
að sveitarfélög þurfi að bera nær all-
an kostnað á meðan ríkið tekur til
sín mest af þeim tekjum sem opin-
berir aðilar hafa af auknum fjölda
ferðamanna. „Sveitarfélögin fá fast-
eignaskatt af ferðaþjónustufyrirtækj-
um og auðvitað útsvar fólksins sem
starfar við ferðaþjónustu og er bú-
sett í sveitarfélaginu. En veltutengd-
ir skattar, svo sem virðisaukaskattur,
tryggingagjald, eldsneytisgjöld, bif-
reiðaskattar og fleira í þeim dúr fara
allir til ríkisins,“ segir Gunnlaugur.
„Þessum málum þarf að koma í eitt-
hvað ásættanlegt horf til framtíðar
en þetta virðist allt saman taka voða
langan tíma.“
Mikilvægt að peningar
fáist í innviðina
Hann segir þó mikilvægt að vanda til
verka varðandi uppbyggingu ferða-
þjónustu til framtíðar. „Menn verða
að vanda sig því það er eitt stórmál
í þessu; það er mikilvægt að koma
málum þannig fyrir að það byggist
ekki upp óþol hjá íbúunum gagnvart
ferðafólki. Þá fellur ferðaþjónust-
an um sjálfa sig því það þykir engum
gaman að koma þar sem hann finn-
ur sig ekki velkominn,“ segir Gunn-
laugur. Mikilvægur liður í því sé að
innviðirnir geti borið ferðamanna-
strauminn, heimamenn verði ekki
leiðir á túristum ef allt gengur smurt
fyrir sig. „Þetta þarf allt að ganga
upp. Ríki, sveitarfélög og greinin
sjálf þurfa að vera vakandi fyrir þessu.
Þess vegna er mikilvægt að það fáist
peningar í innri uppbyggingu,“ segir
hann og bætir því við að menn verði
að hafa hugrekki til að taka greiðslur
fyrir almenningsþjónustu hér og
þar. „Við þurfum að komast af þessu
heimóttastigi að hvergi megi taka
greiðslu af ferðamönnum á fjölsótt-
um ferðamannastöðum. Það kost-
ar að sinna öllu,“ segir hann. Marg-
ar leiðir eru færar í þeim efnum og
nefnir hann sem dæmi gistináttagjald
sem yrði að hluta til eftir heima í hér-
aði og að hluta dreift milli sveitarfé-
laga. „Það eru ýmsar leiðir færar. Ég
hef ferðast síðustu ár til Asíu og þar
borgar maður víða um fimm þús-
und krónur í komuskatt á flugvellin-
um. Það er skattur sem þarf að greiða
til að fá að fara inn í landið. Svo til
dæmis í Bútan og á Galapagoseyjum
borga ferðamenn ákveðið gjald fyr-
ir hvern dag,“ segir Gunnlaugur. „Ég
er ekki að segja að við eigum að gera
þetta svona en þessi dæmi eru með-
al þeirra leiða sem menn hafa far-
ið erlendis og þessi mál þarf að fara
að ræða að einhverri alvöru hér á
landi. Það er eðlilegt að ferðamenn
taki þátt í þeim staðbundna kostnaði
sem fylgir vaxandi móttöku þeirra
og ég held að það væri ágætis byrjun
að fara að rukka inn á bílastæðin þar
sem fjöldinn er mestur.“
kgk
Veghefilsstjóri að störfum í gamla Álftaneshreppi á Mýrum. Ljósm. kgk.
Ferðamenn við Hraunfossa í Borgarfirði. Gunnlaugur segir að sveitarfélög þurfi meira fé til að geta sinnt fjölsóttum ferða-
mannastöðum. Ríki og sveitarfélög þurfi að koma málunum í eitthvað horf til framtíðar auk þess sem hefja þurfi gjaldtöku
af ferðamönnum á fjölsóttustu stöðunum. „Það er eðlilegt að ferðamenn taki þátt í þeim staðbundna kostnaði sem fylgir
vaxandi móttöku þeirra.“ Ljósm. mm.