Skessuhorn - 07.09.2016, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 19
Velferð - atvinnulíf - samgöngur
Fólkið fyrst!
www.xs.is
Kemi ehf.
kemi@kemi.is
Tunguhálsi 10
110 Reykjavík
Sími: 415 4000
www.kemi.is
ER HESTHÚSIÐ KLÁRT FYRIR VETURINN?
Krafthreinsir pH 14
-
“
”
Nova X-Dry
-
“
”
Virkon S
“
”
Fjölbrautaskóli Vesturlands fékk
nýverið úthlutað 15 milljóna króna
styrk til umhverfisverkefnis sem
nefnist ,,Think, Act, Work Sus-
tainable.“ Kemur styrkurinn úr
menntahluta Erasmus+ mennta- og
æskulýðsáætlun ESB. Samstarfs-
skólar FVA í verkefninu eru frá Ít-
alíu, Spáni, Þýskalandi og Frakk-
landi. „Markmiðið með verkefninu
er að auka umhverfisvitund nem-
enda og hvetja til betri nýtingar
hráefna og sjálfbærni á sem flestum
sviðum. Bæði kennarar og nem-
endur taka þátt í verkefninu,“ seg-
ir í tilkynningu frá Rannís, sem út-
hlutar styrkjum úr sjóðnum.
Helena Valtýsdóttir verkefnis-
stjóri hjá FVA segir að verkefni þetta
snúist um sjálfbærni og er ætlað að
fá þátttakendur til að verða með-
vitaðri um umhverfi sitt og á hvern
hátt þeir geta orðið sjálfbærari í
daglegu lífi og í vinnu. „Við leggj-
um að sjálfsögðu áherslu á endur-
nýtanlega orku, endurvinnslu, end-
urnotkun og að draga úr sóun. Síð-
asta ár var skólinn í samstarfi við
slóvaskan skóla þar sem fjallað var
um sambærileg málefni og með-
al annars var kenndur umhverfisá-
fangi við skólann sem nemendur í
því verkefni sóttu,“ segir Helena.
mm
FVA hlýtur veglegan styrk
vegna umhverfisverkefnis
Norræna skólahlaupið hófst á föstu-
daginn. Það er árlegt verkefni sem
grunnskólum á Norðurlöndunum
býðst að taka þátt í en hér á landi er
það í umsjón Íþrótta- og Ólympíu-
sambands Íslands. Markmiðið með
Norræna skólahlaupinu er að hvetja
nemendur til að hreyfa sig reglulega
og stuðla þannig að betri heilsu og
vellíðan. Á síðasta ári tóku rúmlega
15.000 grunnskólanemendur frá 63
skólum á Íslandi þátt í hlaupinu og
hlupu alls um 40 hringi í kringum
landið, en hægt er að velja um þrjár
vegalengdir 2,5, 5 og 10 kílómetra.
mm
Norræna
skólahlaupið
hafið
Rannís hefur úthlutað 283 milljón-
um króna til 14 fjölþjóðlegra sam-
starfsverkefna úr menntahluta Eras-
mus+ mennta- og æskulýðsáætlunar
ESB. Hæsta styrkinn hlaut Land-
búnaðarháskóli Íslands, rúmar 38
milljónir króna til verkefnisins Safe
Climbing. Það er á sviði skógrækt-
ar og fjarkennslu. Þróa á námsefni
um umhirðu skóga með áherslu á
öryggisatriði og tækni við trjáfell-
ingar. Markhópurinn eru nemend-
ur og skógræktarfólk sem starfar í
greininni. Sérstök áhersla er lögð á
aðgengilegt rafrænt námsefni sem
að miklu leyti verður byggt upp á
sjónrænu efni. Stefnt er að því að
nemendur og kennarar fái evrópska
vottun að námi loknu.
mm
Landbúnaðarháskólinn hlýtur
styrk til skógræktar og fjarkennslu
Forsvarsmenn verkefnisins Safe Climbing: Björn Þorsteinsson, rektor Land-
búnaðarháskóla Íslands, Björgvin Eggertsson verkefnisstjóri, Ágústa Erlings-
dóttir verkefnisstjóri, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Landskrifstofu
Erasmus+ á Íslandi, Guðríður Helgadóttir forstöðumaður og Hannes Snorrason
frá Vinnueftirliti ríkisins.