Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Page 22

Skessuhorn - 07.09.2016, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201622 Eitt af verkefnum björgunarsveitar- innar Lífsbjargar og unglingadeildar- innar Drekans í Snæfellsbæ er dósa- söfnun. Farið er reglulega í dósasöfn- un á Hellissandi og í Rifi og safnast alltaf vel. Einnig hafa staðið gámar við verslanir á svæðinu og tjaldsvæð- in sem vel hefur safnast í. Um mikil- væga fjáröflun sveitarinnar er að ræða og er ágóðinn af dósasöfnunum nýtt- ur í rekstur sveitarinnar og unglinga- deildarinnar. Á dögunum var svo komið saman í Björgunarmiðstöð- inni Von í Rifi og einnota umbúðirn- ar taldar svo hægt væri að skila þeim í endurvinnslu og fá peninga fyrir. Það var líf og fjör við talninguna og all- ir hjálpuðust að. Að þessu sinni voru taldar rúmlega 19 þúsund umbúðir sem verða svo sendar í endurvinnslu. Er þetta afrakstur sumarsins og tvær safnanir þar sem gengið var í hús. Björgunarsveitin Lífsbjörg og Drek- inn vilja koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa og ferðalanga í Snæfellsbæ fyrir framlag þeirra. þa Söfnuðu nítján þúsund dósum og flöskum Víða fraus á landinu í síðustu viku í tvær eða þrjár nætur, mest þó í inn- sveitum. Mældist frostið mest 3,4 gráður í Húsafelli í Borgarfirði að- fararnótt fimmtudags. Gróður föln- ar við þetta hratt eftir gott sumar og nú er útlit fyrir að aðalbláber og bláber séu víða ónýt. Krækiber þola sem fyrr smávegis frost. Meðfylgjandi mynd tók Kristrún Snorradóttir listakona á Laxeyri í Hálsasveit síðastliðinn fimmtudag. Lýsir myndin ágætlega stemning- unni í morgunsárið þegar bíleig- endur þurftu að skafa. mm Næturfrostin byrjuð Verslunin Heimahornið í Stykk- ishólmi hefur kvatt Hólmara og aðra viðskiptavini en versluninni var lokað síðastliðinn miðviku- dag. Á föstudeginum opnuðu svo nýir eigendur dyrnar undir nafn- inu Mæðgur og Magazín. Mæðg- urnar Linda Bergmann og Bryn- hildur Inga Níelsdóttir standa nú vaktina og heilsa viðskiptavinum með brosi á vör. Verslunin verður með svipuðu sniði og Heimahorn- ið, segir Linda „Við viljum þjónusta sem flesta, bjóðum áfram lágt vöru- verð eins og verið hefur og gott úr- varl með nýjum vindum og ferskum blæ.“ Verslunun hefur fengið góðar viðtökur og nóg að gera hjá mæðg- unum þessa fyrstu daga. jse Mæðgur og Magazín er ný verslun í Stykkishólmi Linda Bergmann og Brynhildur Inga. Í síðustu viku var gerð múrviðgerð á Krossvíkurvita á Jaðarsbökkum á Akranesi. Krossvíkurviti var reistur 1937 og er betur þekktur á Skagan- um sem „Guli vitinn.“ Vitinn á því 80 ára afmæli á næsta ári en Akranesviti á Breið á einnig stórafmæli sama ár en þá verða 70 ár síðan hann var tek- inn í notkun. Krossvíkurviti var lagð- ur niður sem hafnarviti árið 1986 og breytt í fremra leiðarljós sem markar innsiglinguna inn í Akraneshöfn og er leiðarljósið ofan á vitanum. grþ / Ljósm. Hilmar Sigvaldason. Gert við Krossvíkurvita Í síðustu viku var hafnarsvæðið í Rifi malbikað að hluta til. Einnig var Engihlíð og planið við heilsugæsl- una í Ólafsvík malbikað. Það var fyr- irtækið Kraftfag sem sá um fram- kvæmdirnar á vegum Snæfellsbæj- ar. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin þegar malbikað var við hafnarsvæðið í Rifi. grþ / Ljósm. Snæfellsbær. Malbikað í Snæfellsbæ Kjörstjórn Vinstri hreyfingarinn- ar græns framboðs í Norðvest- urkjördæmi ákvað í síðustu viku að senda út ný kjörgögn til 1102 félagsmanna í kjördæminu vegna forvals. Áður sendir kjörseðlar eru því ógildir og verða þeir nýju prentaðir með öðrum lit. Ástæðan er sú að leiðbeiningar sem fylgdu kjörgögnunum voru ekki nægjan- lega ítarlegar og gátu valdið mis- skilningi. Forvalið átti að hefj- ast 31. ágúst og standa til 5. sept- ember, en tímasetning nýs forvals lá ekki fyrir í síðustu viku. Sam- kvæmt heimildum Skessuhorns stóð til að póstleggja ný kjörgögn í þessari viku. mm Frestuðu forvali vegna upplýsingaskorts

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.