Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Síða 23

Skessuhorn - 07.09.2016, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 23 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Verkefnastjóri Starfs- og ábyrgðarsvið • Skipulagning, umsjón og kennsla á námskeiðum Símenntunarmiðstöðvarinnar • Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga varðandi sí- og endurmenntun • Úttekt á sí- og endurmenntun innan fyrirtækja og gerð símenntunaráætlana • Uppbygging á samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á svæðinu • Þátttaka í ýmsum þróunar- og samstarfsverkefnum á sviði framhaldsfræðslu • Ýmis önnur verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi • Þekking á atvinnulífi á Vesturlandi er kostur og þá sérstaklega á Akranesi og nágrenni • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti • Góð tölvukunnátta Upplýsingar veitir: Sveina Berglind Jónsdóttir sveina@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 25. sept. nk. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir að ráða verkefnastjóra. Starfsstöðin er á Akranesi en verkefnastjóri mun starfa að verkefnum á öllu Vesturlandi þótt sérstök áhersla sé lögð á Akranes og nágrenni. Í boði eru fjölmörg tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum á Vesturlandi. Viltu vera með okkur og sækja fram? Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun, starfar á sviði fullorðinsfræðslu og rekur þrjár starfsstöðvar á Vesturlandi – á Akranesi, í Borgarnesi og á Snæfellsnesi. Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og fjölmörg tækifæri eru til staðar til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í landshlutanum innan fullorðinsfræðslunnar og í samstarfi við hagsmunaaðila hverju sinni. www.simenntun.is Þjónusta við frárennslikerfi: • Stíflulosun • Myndun lagna • Hreinsun • Fráveitulagna • Niðurfalla • Brunna • Fitugildra • Olíuskilja • Trjáróta í lögnum • Rotþróa ÞJÓNUSTA HOLRÆSABÍLS Holræsabíll verður á ferðinni vikuna 12.-16.ágúst nk. á Akranesi og nágrenni. Bíllinn er sérútbúinn til að hreinsa út frárennslislagnir, klóak- og regnvatnslagnir, hægt er að fá útprentuð stafræn gögn um ástand lagna. Vinsamlega pantið þjónustu í síma 435-0000, Gámaþjónusta Vesturlands ehf. SK ES SU H O R N 2 01 6 Samskip gekk nýverið frá kaupum á norska flutningafyrirtækinu Euro Container Line (ECL). Eftir kaup- in mun skip Samskipa eiga viðkomu í 14 höfnum í Noregi og hugsan- lega fleirum þegar fram líða stundir. Kaupin á ECL koma í kjölfar kaupa Samskipa á helmingshlut í Silver Green í Bergen í Noregi sem rekur 14 frystiskip og er leiðandi á þeim markaði. Helstu markaðssvæði þeirr- ar starfsemi er Norður-Atlantshafið, Eystrasalt, Norðursjór og Svartahaf. Fimm frystiskipanna eru í eigu Sam- skipa. Samskip eru eftir kaupin með starf- semi á 55 stöðum í 24 löndum með um 1.400 starfsmenn og veltu upp á tæplega 90 milljarða á ári. Velta fyr- irtækisins eykst við kaupin á ECL um tíu milljarða króna. Við upp- byggingu þjónustu Samskipa í Nor- egi mun félagið byggja á reynslu sem fengist hefur af strandflutningum hér á landi. Samskip hófu snemma árs 2013 strandflutninga þar sem boðið er upp á siglingar frá Reykja- vík, með viðkomu á Ísafirði, Sauðár- króki, Akureyri og Reyðarfirði, áður en siglt er á erlenda markaði. „Margt er líkt með aðstæðum í Noregi og á Íslandi þar sem koma þarf fram- leiðslu í dreifðum byggðum, sjávar- fangi og öðru, á erlenda markaði,“ segir Pálmar Óli Magnússon for- stjóri Samskipa í tilkynningu til fjöl- miðla. Hann ásamt Ólafi Ólafssyni eiganda leiddu kaupin á norska fyr- irtækinu. mm Samskip kaupir norskt strandsiglingafyrirtæki Flutningaskipið Helgafell á siglingu. Tæplega fimmtungur fyrir- tækja á Vesturlandi hefur þörf fyrir starfsfólk með ákveðna menntun samkvæmt niður- stöðum spurningakönnunar sem gerð var í 250 fyrirtækj- um á Vesturlandi í desemb- er 2015. Þörf fyrir mennt- að vinnuafl í þessum fyrir- tækjum hafði dregist umtals- vert saman frá sambærilegri könnun sem gerð var árið 2014. „Þrátt fyrir að dreg- ið hafi úr þörfinni á mennt- uðu vinnuafli á milli ára má engu að síður draga þá ályktun að enn sé töluverð þörf til staðar,“ segir Víf- ill Karlsson hagfræðingur hjá Sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem vann könnunina. Vífill segir að þörfin fyrir menntað starfsfólk sé mest á Akranesi og í Hvalfjarð- arsveit, þegar horft er til ein- stakra svæða á Vesturlandi, en svipað sé þó uppi á teningn- um í Borgarfirði. „Í Dölun- um var þörfin lítið eitt minni en í Borgarfirði en nærri helmingi minni á Snæfells- nesi. Heilt yfir vantaði helst starfsfólk með iðn- og tækni- menntun eins og í könnun- inni sem gerð var 2014. Þörf- in fyrir þá menntun hafði þó dregist töluvert saman á milli áranna,“ segir Vífill. Þetta er meðal niðurstaðna fyrirtækja- könnunar en frekari greiningu er að finna í nýrri Glefsu, fréttabréfi SSV. mm Dregið hefur úr þörf fyrir menntað vinnuafl www.smaprent.is - s: 823-5827 LITIR: www.smaprent.is | smaprent@smaprent.is 2.900 ISK LITIR: 1.480 ISK 2.900 ISK LITIR: www.smaprent.is | smaprent@smaprent.is 2.900 ISK LITIR: 1.480 ISK 2.900 ISK

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.