Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Qupperneq 26

Skessuhorn - 07.09.2016, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201626 Vísnahorn Nú eru leitir og réttir ýmist yfirstandandi eða alveg að bresta á og ekki úr vegi að helga þeim allavega hluta af þessum þætti. Oft hefur verið glatt á hjalla í leitaskál- um og jafnvel svo að ráðsettum mönnum hef- ur þótt um of enda oft erfitt dagsverk fram- undan. Amma mín sagði mér að eitt sinn sem oftar hafði fjallkóngur Álfthreppinga bann- að sínum mönnum að vera með háreysti eft- ir klukkan tólf en einhverjir voru þá glaðir og kváðu sem ósleitilegast. Einn leit loks á úrið sitt sem vantaði fimm mínútur í tólf og kvað: Ekki er klukkan orðin tólf, ennþá má ég syngja. Við erum fjórtán fimm og tólf fjallmenn Álfthreppinga. Því miður var ég svo mikill krakkaauli að nafn höfundarins festist ekki í mér en ég er viss um að gamla konan sagði mér það. Hins- vegar mun eftirfarandi vísa vera svarfdælskrar ættar og ágæt sem viðmið á fjöllum: Aldrei fer ég yfir strikið ekki er mér það tamt. Aðeins fullur, ekki mikið, obbolítið samt. Það fer nú svo með marga þá eldri að hug- urinn leitar til fjallanna um gangnaleytið þó sjálfir séu menn hættir öllu leitaveseni. Rifja kannske upp vísuna eftir Önnu frá Steðja: Þó að mitt sé bogið bak, brostin allri rænu, heyri ég ennþá hófatak í heiðinni minni grænu. Ólafur Sigfússon frá Forsæludal orti líka í réttunum: Hress í fasi, hýr í lund, hlýju masi feginn, enn á glasa góðri stund gríp ég vasafleyginn. Brosin glettin, blikar gler, brúnaléttur, fagur, loksins þetta orðinn er indæll réttardagur. Andinn léttist öls því glóð auðnu mettar haginn. Sæll og glettinn syng ég Ijóð svona á réttardaginn. Þó vissulega sé gaman á fjöllum getur líka verið gaman að koma til byggða aftur og ekki síst ef svo vill nú til að einhver hefur saknað viðkomandi aðeins og er jafnvel mætt í rétt- irnar til að horfa á sinn mann koma af fjöll- um. Hinsvegar veit ég svosem ekkert hver orti þessa: Í dalinn lága nú skal ná, náttstað fá hjá konum. Lengur má ei una á Íslands háfjöllonum. Næsta vísa eftir Jóhann Guðmundsson í Stapa mun að vísu ekki ort í leitum en vissu- lega á fjöllum. Staddur uppi við Laugafell kvað hann: Hér ég sanna hugró fann hana ei bannar kliður. Eykur manni unað þann öræfanna friður. Guðjón heitinn á Hermundarstöðum fór oft í leitir og eftirfarandi vísur orti hann síð- ar um fyrstu leitina sem hann fór í sem ung- lingur: Þá glampaði sól á græði sléttan, golaði hægur fjallasvalinn. Gulltopparnir gengu léttan götuna inn Þverárdalinn. Undir tók í urð og felli, æst var kvæðaraustin tama Þarna gátu æska og elli átt á borði leikinn sama. Hver einn sté af hófahundi Helgavatns í forna seli. Hringing beisla hátt við dundí, hófst á lofti margur peli. Minninganna mældist þráður miklu sterkari heldren áður. Þarna mátt þú forntíð finna, forlagaslóðir sumra hinna. Svo var látið fjörugt flakka um Fannagils- og Spenabungur, áð við tjörn á elfarbakka austan til við Hellistungur. Þar var glettst við gangnaminni, gasprað, þrasað, hælt sér, kveðið haldið svo að hyggnra sinni heim í skála í hvílubeðið. Árla morguns upp var staðið, opnuð taska, knýttir þvengir, tekin prik og víða vaðið. Voru sextán kátir drengir. Skipt var leit í skini smáu Skúlakvíslar inn við bakka, veðradísir vængjagráu vóðu yfir skýjaklakka. Í Gorvellingarímu sem Erlingur á Hallkels- stöðum orti um þá sem störfuðu í sláturhúsi Kaupfélagsins við Kljáfoss 1950 er Guðjóns getið með þessum hætti: Guðjóns þá ég geta vil gott er frá þeim karli að segja. Pípu á hann eina til aldrei má í henni deyja. Hann í göngum heiðarnar hefur víða þurft að troða oft í ströngu staðið þar stýrt með prýði úr hverjum voða. Þorleifur Þorsteinsson á Uppsölum var um tíma foringi fyrirstöðumanna á Arnarvatns- heiði. 1941 átti Guðlaugur Jóhannesson að senda mann í fyrirstöðu en treysti sér ekki til að fara sjálfur vegna heilsuleysis og fékk leyfi til að senda Jón Þorsteinsson á Sigmundar- stöðum sem þá var aðeins tólf ára en vel hest- fær og ýmsu vanur. Þegar Guðlaugur kom með hest handa Jóni fylgdi þessi vísa til Þor- leifs: Þú ert krýndur konungur kempan slynga, spaka. Valdaringum veglyndur við ungling að taka. Ekki þori ég hins vegar að fullyrða hvort eftirfarandi vísa var í raun ort um Þorleif á Uppsölum en oft var hún höfð yfir í hálfum hljóðum ef hann sást á reið: Þarna kemur Þolleifur, það er maður fallegur, vit í kolli, velhagur, verkasnjall og frumlegur. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Aðeins fullur, ekki mikið - obbolítið samt! Píratar hafa kynnt til sögunnar samstarf við Karolinafund vegna fjármögnunar kosningabaráttu flokksins fyrir komandi alþingis- kosningar. Frá því um áramót hafa Píratar mælst einn stærsti stjórn- málaflokkur landsins og málefni Pírata hafa notið hjómgrunns hjá hluta þjóðarinnar. Á stefnumótun- arfundi Pírata um helgina, þar sem efstu fimm frambjóðendur á listum Pírata voru, var ákveðið að fjáröfl- un fyrir kosningasjóð yrði hleypt af stokkunum með því að leita til Karolinafund. „Um sögulegan atburð er að ræða en aldrei áður hefur stjórn- málaflokkur á Íslandi freistað þess að fjármagna kosningabaráttu sína á þennan hátt. Píratar ákváðu að velja þessa leið þar sem að flokkurinn vill sækja styrk sinn til þjóðarinnar og vera óháður sérhagsmunaöflum, nú sem endranær. Við óskum því eft- ir stuðningi þjóðarinnar til þess að fjármagna kosningabaráttu okkar til þess að við getum komið skila- boðum okkar skýrt á framfæri og breytt samfélaginu okkar til hins betra,“ segir í tilkynningu frá Pí- rötum. Hlekkurinn á síðuna er: pi- ratar.karolinafund.com mm Píratar reyna hópfjármögnun til að safna í kosningasjóð Fimmtudaginn 8. september klukkan 17 verður sýning Þor- valdar Jónssonar, Svart og hvítt, opnuð á Bókasafni Akraness. Þorvaldur sýnir kalligrafíu og leturverk og er sýningin einkum ætluð til kynningar og fræðslu um þróun leturgerðar allt frá tímum skömmu fyrir Kristburð til okkar daga. Tæpt er á sögu- legum þáttum til glöggvunar. Verkefnin voru megin viðfangs- efni Þorvaldar í námi í skrift- grafík í Osló og voru unnin und- ir handleiðslu Ottars Helge Jo- hannessen, eins kunnasta grafík- listamanns Norðmanna. Þorvaldur er fæddur í Ólafs- vík árið 1942. Hann lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1964 og hóf það sama ár kennslu sem myndmennta- og skriftarkenn- ari við Réttarholtsskóla í Reykja- vík og starfaði þar allar götur til árs- ins 2008, að undanskildu skólaárinu 1976-77 þegar hann stundaði nám við Statens Lærarhögskole og Kunst- og håndverksskolen í Osló. Um ára- bil var Þorvaldur stundakennari við KÍ (síðar KHÍ) og leiðbeindi þar ófáum íslenskum kennaraefn- um um skriftarkennslu. Auk þess hefur Þorvaldur sinnt full- orðinsfræðslu um árabil, m.a. á vegum Námsflokka Hafnar- fjarðar, Tómstundaskólans og Mímis í Reykjavík. Hann hef- ur einnig unnið við skrautritun og myndskreytingar fyrir ýmsa opinbera aðila. Þorvaldur hef- ur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Árið 2009 hlaut hann Ís- lensku menntaverðlaunin sem veitt eru kennurum sem skilað hafa merku ævistarfi eða á ann- an hátt skarað fram úr. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 8. september kl. 17.00 og eru allir hjartanlega velkomnir við opnunina. Sýningin er síðan opin á afgreiðlsutíma bóka- safnsins, virka daga kl. 12-18. Í októ- ber er sýningin einnig opin á laugar- dögum kl. 11-14. -fréttatilkynning Sýning opnuð á Bókasafni Akraness um leturgerðir Landssamband veiðifélaga birti mið- vikudaginn 31. ágúst sl. nýjar veiði- tölur úr laxveiðiánum. Ytri-Rangá var þá á toppnum með um 6.300 laxa, Miðfjarðará hafði gefið 3.500 laxa og Eystri-Rangá 2.850. Þverá var í fimmta sæti með 1.755 laxa og nálgaðist heildarveiðina síðasta sumars þegar 2.364 laxar komu á land. Norðurá hafði gefið 1.288 laxa sem er miklu lakari veiði en í fyrra þegar sumarið skilaði 2.886 löxum. Haffjarðará hafði skilað 1.178 löx- um, Langá 1.106, Laxá í Dölum 972 og Haukadalsá í Dölum 885. Sú síðarnefnda er eina af fyrrgreindum ám sem hafa skilað betri veiði nú en heilarveiðinni í fyrrasumar. Marg- ar af vestlensku ánum eru vart hálf- drættingar miðað við síðasta veiði- sumar, enda hafa þurrkar og hlýindi sett strik í reikninginn, en í frétt á vef LV; angling.is, segir m.a.: „Haustið er byrjað að láta á sér kræla og nú styttist í lok veiðitíma- bils þetta árið. Þetta veiðitíma- bil hefur verið sérstakt fyrir marga hluta sakir og má þar nefna að víða gekk lax snemma upp í vatnakerf- in og voru óvenju góðar heimtur af stórlaxi en litlar heimtur af smálaxi. Veðurblíðan þetta sumarið var með eindæmum og sólríkir dagar glöddu landsmenn en því fylgdu tilheyrandi hlýindi og úrkomuleysi sem gerðu aðstæður við veiðar erfiðar svo ekki sé meira sagt.“ mm Laxveiðin talsvert lakari nú en í fyrra Ragnar Smári Guðmundsson úr Grundarfirði var við veiðar í Norðurá í síðustu viku. Hann landaði á miðvikudeginum vænum laxi, 21 punda hængi. Við hlið hans er bróðir hans Runólfur Viðar. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.