Skessuhorn - 07.09.2016, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 31
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Helena Ólafsdóttir hefur verið ráðin
þjálfari meistaraflokks kvenna fyrir
næsta tímabil hjá Knattspyrnufélagi
ÍA og Aníta Lísa Svansdóttir verður
henni til aðstoðar. Helena mun því
taka við liðinu af þeim Kristni Guð-
brandssyni og Steindóru Steins-
dóttur sem eins og áður hefur ver-
ið greint frá munu ljúka tímabilinu
með liðið í Pepsi deild. Kristinn og
Steindóra munu áfram vera í bak-
landi meistaraflokks kvenna auk
þess að sinna fleiri verkefnum hjá
félaginu.
Helena Ólafsdóttir hefur víð-
tæka reynslu af kvennaknattspyrnu.
Hún starfaði síðast sem þjálfari hjá
FK Fortuna í Álasundi í Noregi.
Þar áður þjálfaði hún meistaraflokk
hjá FH, Selfoss, KR og Val. Helena
þjálfaði einnig A-landslið kvenna
2003-2004. Helena var á sínum tíma
sigursæll leikmaður og varð marg-
faldur Íslandsmeistari með KR á ár-
unum 1993-1999. Hún lék einnig
með liði ÍA og varð m.a. bikarmeist-
ari með liðinu árið 1992. Helena lék
átta A-landsleiki fyrir Ísland.
Í tilkynningu frá stjórn ÍA kemur
einnig fram að gengið hafi verið frá
ráðningu aðstoðarþjálfara liðsins, en
Aníta Lísa Svansdóttir mun aðstoða
Helenu við þjálfunina. Aníta Lísa
er fyrrverandi leikmaður ÍA en hún
hefur einnig spilað með FH, Val og
Selfossi. Þá hefur Aníta Lísa starf-
að sem þjálfari hjá Val, Stjörnunni
og nú síðast hjá FK Fortuna/Aksla
í Noregi. Hún mun jafnframt þjálfa
2.fl.kvenna.
„Með ráðningum Helenu og
Anítu er það undirstrikað að Knatt-
spyrnufélga ÍA að félagið ætlar sér
áfram að vera í fararbroddi á Íslandi
í knattspyrnuþjálfun og fræðslu
leikmanna hvort sem er í karla- eða
kvennaflokkum. Markmið félags-
ins er að byggja upp öflugt knatt-
spyrnufólk og að vinna titla auk þess
að vera mikilvægur hlekkur í upp-
eldis- og æskulýðsstarfi á Akranesi,“
segir í tilkynningu. mm
Helena tekur við meistara-
flokki kvenna hjá ÍA
Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður KFÍA, Helena Ólafsdóttir, Magnús Guðmunds-
son, formaður KFÍA og fyrir aftan standa núverandi þjálfarar, þau Steindóra
Steinsdóttir og Kristinn Guðbrandsson. Ljósm. KFÍA.
Úrslitakeppni 1. deildar kvenna í
knattspyrnu hófst laugardaginn 3.
september síðastliðinn. Víkingur Ó.
hafnaði sem kunnugt er í þriðja sæti
B riðils og mætti því liði Grindvík-
inga, sem luku riðlakeppninni í efsta
sæti B riðils. Leikið var á Ólafsvík-
urvelli.
Víkingskonur áttu á brattann að
sækja stærstan hluta leiksins gegn
sterku liði Grindvíkinga. Gestirnir
komust yfir á 19. mínútu með marki
frá Mirjani Hing-Glover og Sashana
Carolyn Campbell bætti við öðru
marki aðeins sex mínútum síðar. Á
39. mínútu skoraði Mirjani ann-
að mark sitt og þriðja mark Grind-
víkinga og róðurinn orðinn þungur
fyrir leikmenn Víkings.
Þeim tókst ekki að minnka mun-
inn í síðari hálfleik heldur voru það
Grindvíkingar sem bættu einu marki
við. Það gerði Rakel Lind Ragnars-
dóttir á 83. mínútu leiksins.
Leiknum lauk með sigri Grind-
víkinga með fjórum mörkum gegn
engu og Víkingur í erfiðri stöðu fyr-
ir seinni viðureign liðanna í 8-liða
úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin
mætast í Grindavík miðvikudaginn
7. september. Ljóst er að erfitt verð-
ur fyrir Víking að snúa taflinu við en
allt er hægt í fótbolta.
kgk
Víkingur Ó. fékk skell í fyrsta
leik úrslitakeppninnar
Þrátt fyrir góða tilburði þurfti Birta Guðlaugsdóttir að hirða boltann fjórum
sinnum úr netinu. Ljósm. af.
ÍA mætti ÍBV í 14. umferð Pepsi
deildar kvenna í knattspyrnu mið-
vikudaginn 31. ágúst. Leikurinn var
Skagakonum mikilvægur því með
sigri gátu þær lyft sér upp úr fallsæti.
Það átti hins vegar ekki fyrir þeim
að liggja því Eyjakonur sigruðu með
einu marki gegn engu í miklum bar-
áttuleik.
Skagakonur byrjuðu af krafti og
sköpuðu sér nokkur ágæt marktæki-
færi en tókst ekki að koma knettin-
um í netið. ÍA var betra lið vallarins
framan af fyrri hálfleik en gestirnir
frá Vestmannaeyjum komust betur
inn í leikinn eftir því sem leið á. Hart
var barist og ljóst að hvorugt lið ætl-
aði sér að gefa eftir. Litlu mátti muna
að ÍBV kæmi boltanum í markið eftir
mikinn atgang í teignum. Ásta Vigdís
varði hins vegar tvisvar í markinu og
vörnin komst fyrir þriðja skotið. Rétt
fyrir leikhléið tóku Skagakonur síðan
aukaspyrnu og boltinn barst á Grétu
Stefánsdóttur sem var í ákjósanlegri
stöðu en markvörður ÍBV varði vel.
Staðan því markalaus í hálfleik.
Leikmenn ÍBV fengu sannkall-
aða óskabyrjun í síðari hálfleik og
komust yfir strax á 46. mínútu þeg-
ar Cloe Lacasse kom boltanum í net-
ið. Aðeins þremur mínútum síðar
fengu Skagakonur hins vegar gull-
ið tækifæri til að jafna. Dómari leiks-
ins dæmdi vítaspyrnu eftir samstuð í
teignum. Catherine Dyngvold steig
á punktinn en skot hennar small í
stönginni og fór þaðan aftur fyrir
endamörk. Óheppnin virtist það að-
eins slá Skagakonur út af laginu og
leikur þeirra var heldur kaflaskiptur
fyrst á eftir. Eftir því sem leið á leik-
inn færði ÍBV liðið sig aftar á völl-
inn, þétti vörnina og beitti skyndi-
sóknum.
Þrátt fyrir ágæta baráttu allt til
leiksloka tókst leikmönnum ÍA ekki
að jafna metin né ÍBV að auka mun-
inn og gestirnir höfðu því 1-0 sig-
ur. Eftir leiki miðvikudagsins datt ÍA
niður á botn deildarinnar með átta
stig eftir 14 leiki. Þær eygja þó enn
möguleika á því að lyfta sér upp úr
fallsæti, því aðeins tvö stig eru í lið
Selfyssinga í 8. sæti deildarinnar.
Í gær tók ÍA á móti toppliði Stjörn-
unnar á Akranesvelli. Sá leikur var
hins vegar ekki hafinn þegar Skessu-
horn fór í prentun. Lesendum er því
bent á www.skessuhorn.is.
kgk
Skagakonur óheppnar að ná ekki stigi
Catherine Dyngvold fékk tækifæri
til að jafna metin þegar ÍA fékk
vítaspyrnu snemma síðari hálfleiks.
Skot hennar small hins vegar í stöng-
inni og þaðan aftur fyrir endamörk.
Ljósm. gbh.
Skotgrund - Skotfélag Snæfells-
ness hélt svokallað pæjumót mið-
vikudaginn 31. ágúst síðastlið-
inn eins og kom fram í síðasta
blaði. Þátttaka á mótinu fór fram
úr björtustu vonum og er ljóst að
mikil gróska er í skotfimi kvenna.
Mótið var haldið á svæði félags-
ins í Kolgrafafirði og voru aðstæð-
ur eins og best verður á kosið. Það
var Dagný Rut Kjartansdóttir sem
varð hlutskörpust á mótinu en hún
var að taka þátt í sínu fyrsta móti.
Það er ljóst að þetta mót verður
aftur á dagskrá í framtíðinni enda
þótti það vel heppnað.
tfk
Vel heppnað pæjumót í skotfimi
Hérna eru verðlaunahafarnir frá vinstri: Mandy Nachbar sem hreppti annað
sætið, Dagný Rut Kjartansdóttir sem varð í fyrsta sæti en hún var einnig nýliði
mótsins og svo Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir sem varð í þriðja sæti.
Á miðvikudagskvöldið í síðustu viku
var boðið á konukvöld á æfinga- og
keppnissvæði Skotfélags Akraness
við rætur Akrafjalls. Þá var konum
sérstaklega boðið að mæta og kynna
sér skotíþróttina. Guðrún Hjalta-
lín skipulagði kvöldið og segir hún
tilganginn hafa verið að sýna fleir-
um hversu skemmtileg íþrótt skot-
fimi er. „Þetta er í fyrsta skipti sem
við hóum konum sérstaklega sam-
an,“ segir Guðrún. Hún kveðst hafa
verið eina konan sem stundaði t.d.
leirdúfuskotfimi reglulega á Akranesi
og séð ástæðu til að reyna að fjölga
í hópnum og jafna kynjahlutföllin.
„Þetta tókst frábærlega hjá okkur á
miðvikudaginn. Það mættu 16 kon-
ur og þar af helmingurinn frá Akra-
nesi. Nokkrar eru mjög áhugasamar
um að hefja æfingar með skotfélag-
inu. „Allar prófuðu að skjóta. Óvanar
fóru í „trapvélina“ og sumar prófuðu
að fara á „skeetvöllinn“, en á honum
færir skyttan sig á milli átta skotpalla
og skýtur á leirdúfur sem skotið er
upp af misjafnlega löngu færi.“
Sjálf segist Guðrún hafa byrjað að
skjóta árið 2009 og síðan 2011 hafi
hún haft delluna fyrir alvöru og hefur
verið virk í Skotfélagi Akraness síð-
an þá. Hún segir þetta skemmtilegt
sport og til marks um áhugann segist
hún nú eiga tvo bleika riffla. Fram-
undan hjá konum í Skotfélagi Akra-
ness er þátttaka á kvennamóti sem
nefnist Skyttan og fram fer í Þorláks-
höfn 24. september nk.
mm
Skotfimi ekki síður fyrir konur en karla
Hér má sjá tíu af þeim sextán konum sem mættu á kynningarkvöldið. Guðrún
Hjaltalín er lengst til hægri í neðri röð.
Spáð í spilin á skotæfingasvæðinu. Þar fengu gestir leiðsögn og fræðslu í skotfimi.