Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 9
Ertu öflugur
Fjármálastjóri?
Capacent — leiðir til árangurs
Akraneskaupstaður er ört
vaxandi bæjarfélag með sjö
þúsund íbúa. Mikil áhersla
er lögð á góða þjónustu við
bæjarbúa og fagleg vinnubrögð
í stjórnsýslunni. Einkunnarorð
sveitarfélagsins eru jákvæðni,
metnaður og víðsýni.
Upplýsingar og umsókn
capacent.is/s/����
Hæfniskröfur
Háskólapróf í viðskiptafræði, framhaldsmenntun æskileg.
Reynsla af reikningshaldi, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
Stjórnunarreynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu
æskileg.
Góð samskipta- og leiðtogahæfni.
Afar góð greiningarhæfni og færni í notkun
upplýsingatækni.
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
Umsóknarfrestur
��. september
Starfssvið
Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn sveitarfélagsins.
Undirbúningur, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana.
Yfirumsjón með fjárreiðum, innkaupum og reikningshaldi.
Yfirumsjón með framlagningu árshlutareikninga og
ársreikninga.
Greiningarvinna og miðlun upplýsinga til kjörinna fulltrúa
og stjórnenda.
Ýmis umbótaverkefni sem snúa m.a. að innleiðingu nýrra
kerfa og gerð verkferla.
Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með áætlanagerð og uppgjöri sveitarfélagsins og samhæfingu verkefna á sviði fjármála.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs og er fjármálastjóri staðgengill hans.
Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.
Flísabúðin
Gæði og
glæsileik
i
endalaus
t úrval af
hágæða
flísum
Finndu okkur
á facebook
Slökkvilið Borgarbyggðar auglýsir eftir starfskröftum í störf
hlutastarfandi slökkviliðsmanna á slökkvistöðinni í Borgarnesi
Umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Vera orðin fullra 20 ára.
Búseta í Borgarnesi.
Hreint 24 mánaða sakavottorð.
Vera andlega og líkamlega hraust.
Hafa góða sjón, heyrn og rétt litarskyn.
Aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið, mikill kostur þó ekki skilyrði.
Vera ekki haldin lofthræðslu né innilokunarkennd.
Iðnmenntun eða sambærilegt nám mikill kostur, þó ekki skilyrði.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar
til þess að sækja um laus störf hlutastarfandi slökkviliðsmanna hjá slökkviliði
Borgarbyggðar.
Öllum umsóknum verður svarað. Laun og launakjör eru samkvæmt samningi
Landssambands Slökkviliðs-og Sjúkraflutningamanna og Launanefndar
Sveitarfélaga.
Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni K Þorsteinsson,
Slökkviliðsstjóri í síma 862-6222 eða bjarnikr@borgarbyggd.is.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Þorleifi Geirssyni ljósmyndara
kom í hug gamall Hollies smell-
ur; „He ain’t heavy, he’s my brot-
her,“ þegar hann sá þessa tvo á Ol-
ísplaninu í Borgarnesi síðasta föstu-
dag. Einhver gæti líka brugðið fyrir
sig gömlu máltæki sem segir; Ber er
hver að baki nema sér bróður eigi.
Reyndar eru þetta frændur, ekki
bræður, þeir Volvo og Scania.
mm/ Ljósm. þg
Ber er hver
að baki
Um klukkan 14 síðastliðinn
fimmtudag varð allharður árekstur
tveggja bíla á þjóðveginum skammt
frá Berserkseyri á Snæfellsnesi. At-
vikaðist óhappið þannig að tveimur
bílum var ekið í vesturátt. Ökumað-
ur annars bílsins hugðist beygja til
vinstri skammt frá brúnni yfir Ber-
serkseyrará, en í sama mund reyndi
ökumaður hins bílsins framúrakst-
ur með fyrrgreindum afleiðingum.
Loftpúðar sprungu út í báðum bíl-
unum en hvorki ökumenn né far-
þegar slösuðust og afþakkaði fólkið
boð um bílferð til læknisskoðunar.
mm
Enginn slasaðist þrátt fyrir
allharðan árekstur
Jeppabifreið fór útaf veg-
inum við Hraunsmúla í
Staðarsveit á föstudag-
inn og fór nokkrar velt-
ur. Ein kona var í bíln-
um og er mildi að hún
slasaðist lítið miðað við
hvað bíllinn er illa far-
inn. Konan var flutt til
læknisskoðunar á Heil-
brigðisstofnun Vestur-
lands á Snæfellsnesi.
Kallaður var út tækjabíll
frá Slökkviliði Snæfells-
bæjar auk sjúkrabíls og
lögreglu. Ekki kom til að
beita þyrfti klippunum.
af
Bílvelta í Staðarsveitinni