Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201612 Greiningardeild Arion banka boð- aði til fundar í Landnámssetrinu í Borgarnesi síðastliðinn miðviku- dag. Til kynningar var skýrslan „Ís- lensk matvælaframleiðsla - þróun, staða og horfur með áherslu á land- búnað“. Þar er farið vítt og breitt í matvælaframleiðslu á Íslandi en sjónunum einkum beint að land- búnaði. Kynningin var í höndum Konráðs Guðjónssonar og Ernu Bjargar Sverrisdóttur hjá greining- ardeild Arion banka. Fundarstjóri var Bernhard Þór Bernhardsson, svæðisstjóri Arion banka. Fjölbreytt bú og lítil lyfjanotkun Sögulega hefur íslenskt efnahags- líf alla tíð byggst á sjávarútvegi og landbúnaði. Þó hagkerfið byggi á stöðugt breiðari grunni er vægi þessara greina enn mikið í alþjóð- legum samanburði. Þannig stóðu sjávarútvegur og landbúnaður und- ir 6,4% af vergri landsframleiðslu Íslands á síðasta ári. Heimsmeð- altalið er 3,3%. Sjávarútvegurinn vegur þyngst en stærð hans skygg- ir að vissu leyti á þátt landbúnaðar, enda sjávarútvegur óvíða jafn mik- ilvægur og á Íslandi. Engu að síð- ur er virðisauki á hvern íbúa í land- búnaði einum og sér svipaður sam- anlagður virðisauki landbúnaðar og sjávarútvegs á hvern íbúa í Frakk- landi og Danmörku. Dregið hefur úr vægi matvæla- framleiðslu í hagkerfinu frá 1963, en á sama tíma hefur verg lands- framleiðsla sexfaldast. Síðan 1997 hefur landbúnaður vaxið hraðar en annað í hagkerfinu, framleiðni stóraukist og virðisauki á hvert starf tvöfaldaðist frá 1997 til 2008. Virð- isauki á hvert starf er engu að síð- ur þriðjungur af því sem almennt gerist í hagkerfinu. Ástæðan er sú að landbúnaður er um margt ólíkur öðrum iðnaði en einnig landbúnaði annars staðar í heiminum, þar sem bú eru mjög sérhæfð. Sérkenni ís- lensks landbúnaðar eru fjölbreytt bú, stór hluti býla á Íslandi eru enn með fjölþætta starfsemi. Gnægð vatns eru annað sérkenni í heimi þar sem 60% alls vatns á jörð- inni eru nýtt í landbúnað, sem og möguleikar til að nýta meira land til ræktunar. Þá er notkun sýklalyfja í landbúnaði lítil sem engin saman- borið við löndin í kringum okkur. Hér eru að meðaltali aðeins notuð 5,9 mg/PCU af sýklalyfjum í land- búnaði en meðaltalið í Evrópu er rúmlega tífalt hærra, eða 60 mg/ PCU. Greiningardeildin telur að þetta skapi íslenskum landbúnaði mjög jákvæða sérstöðu sérstaklega ef eftirspurn eftir lífrænu hráefni heldur áfram að vaxa. Vægi styrkja hefur lækkað Á árunum 1986 til 1988 voru opin- berir styrkir sem hlutfall af tekjum nær 80% af heildartekjum búa. Nú er vægi styrkja komið undir 50% en hefur örlítið vaxið síðustu ár vegna styrkingar krónunnar. Miðað við önnur OECD ríki eru styrkir háir en lægra en í til dæmis Noregi, Sviss og Japan. Þá skal tekið fram að byggðastyrkir Evrópusambands- ríkja eru ekki teknir með í útreikn- ingana. Þá vekur greiningadeildin máls á því að á Nýja Sjálandi, sem frægt er fyrir að hafa „frelsað“ land- búnaðinn, njóti landbúnaður enn mikils opinbers stuðnings. Á síðasta ári námu beinir styrk- ir til landbúnaðar 11 milljörðum króna, en 9,4 milljarðar voru eft- ir þegar greitt hafði verið fyrir að- föng og fjármagn. Miðað við fjölda vinnustunda í landbúnaði gerir það um eitt þúsund krónur á hverja vinnustund. Garðyrkjubú og kúabú eru fjármagnsfrekust en sauðfjárbú eru hlutfallslega fjármagnslétt. Fjárfestingar í landbúnaði hafa yfirleitt fylgt hagsveiflunni. Þær tóku við sér að nýju árið 2012 en hafa engu að síður verið að lækka sem hlutfall af virðisaukanum sem greinin skapar. Með öðrum orð- um eru sköpuð meiri verðmæti fyr- ir minna fé nú en áður. Matvælaverð síðustu ár er sam- bærilegt við það sem gerist á öðr- um Norðurlöndum skv. mælikvarða ESB, en eðlilega er það hærra en á evrusvæðinu vegna hærri kaup- máttar. Vörur með markaðsvernd eru þar ekki undanskildar, en mikil markaðsvernd er á landbúnaðaraf- urðum alls staðar. Neyslumynstur er að breytast Eitt sem ber að hafa í huga til fram- tíðar er að neyslumynstur landbún- aðarafurða er að breytast. Neysla á grænmeti og ávöxtum hefur aukist verulega sem og neysla alifugla- og svínakjöts. Á sama tíma hefur neysla lamba- og kindakjöts dregist sam- an hérlendis en Íslendingar eru þó enn í sérflokki, borða tífalt meira af lamba- og kindakjöti en aðrar þjóð- ir. Einnig drekka Íslendingar minni mjólk en áður en borða meira af ostum. Eftirspurn eftir fitumeiri mjólkurafurðum hefur aukist og það hefur meðal annars leitt til þess að minna er flutt út af smjöri en áður. Skyr er nú orðin helsta útflutnings- varan af mjólkurafurðum. Heims- markaðsverð á mjólkurafurðum er hins vegar eitt sveiflukenndasta hrá- vöruverðið og helst nánast í hendur við heimsmarkaðsverð á olíu. Framleiðsla á svína- og alifugla- kjöti hefur margfaldast hérlend- is frá árinu 1983 en framleiðsla á lamba- og kindakjöti hefur dregist saman um 22% á sama tímabili. Á sama tíma gefur hver skepna meira af sér, eða um 30% meira en árið 1995 meðal annars vegna breyttr- ar og bættar fóðurgjafar. Allri fram- leiðslu nauta- og alifuglakjöts á Ís- landi er neytt hérlendis. Framleið- endur anna ekki eftirspurn innan- landsmarkaðar. Hins vegar hefur þónokkur aukning orðið á útflutn- ingi sauðfjárafurða, sem stóðu undir 80% af útflutningi af afurðum slát- urdýra á síðasta ári og 89% af út- flutningsverðmætinu, en heims- markaðsverð á kindakjöti hefur hækkað um 76% síðan 1996. Þá ber að nefna að ferskt kindakjöt gef- ur 85% hærra verð en frosið. Telur greiningardeild að með stóraukn- um fjölda flugferða til og frá Íslandi séu aukin tækifæri til útflutnings á fersku kindakjöti. Sóknarfæri séu fyrir kindakjöt víða um heim, neysla þess hafi aukist mikið undanfarin ár í Afríku og Asíu, sérstaklega í Kína. Framtíðarmúsík Ein stærsta áskorunin sem mat- vælaframleiðendur heimsins standa frammi fyrir er sú einfalda stað- reynd að mannkyninu er að fjölga og það hratt. Því er spáð að íbúa- fjöldi jarðarinnar fari úr 7,4 millj- örðum í 11,2 fyrir lok aldarinnar. Eftir aðeins fimm ár gerir grein- ingardeild ráð fyrir að fæða þurfi 43 þúsund fleiri munna á Íslandi á degi en nú, með tilliti til mannfjöldaspár og áframhaldandi aukningu á fjölda ferðamanna. Það þýðir einfaldlega að annað hvort verður að framleiða meira eða flytja inn. Landbúnaður stendur frammi fyrir miklum áskorunum í fram- tíðinni ef mannfjöldaspá á eftir að ganga. Talið er að matvælafram- leiðsla þurfi að aukast um 60% fyr- ir árið 2050 til að fæða heimsbyggð- ina. Meðal þess sem lagt hefur verið til svo það megi nást er aukin neysla á skordýrum. Skordýr eru þegar snædd víða í heiminum. Þau eru rík af prótíni og að halda skordýr kann að vera umhverfisvænna en að halda hefðbundinn búpening og þar að auki lifa þau á nánast hverju sem er. Þá hefur einnig verið horft til rækt- unar kjöts á rannsóknastofum, slík kjötframleiðsla færist stöðugt nær því að verða raunhæfur valkostur, sem og framleiðsla mjólkur án að- komu dýra. Þá eru erfðabreyttir gersveppir notaðir til að framleiða mjólkurprótín. Hvað varðar minna framúr- stefnulegar hugmyndir en mjólk og kjöt án dýra þá hefur lóðrétt- ur landbúnaður verið nefndur sem lausn til matvælaframleiðslu á þétt- Landbúnaður ræddur á fundi greiningardeildar Arion banka Vel var mætt á fundinn sem haldinn var á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Íslendingar drekka minni mjólk en áður en borða meira af ostum. Eftirspurn eftir fitumeiri mjólkurafurðum hefur aukist og það hefur meðal annars leitt til þess að minna er flutt út af smjöri en áður. Skyr er nú orðin helsta útflutningsvaran af mjólkurafurðum. Sauðfjárafurðir stóðu undir 80% af útflutningi af afurðum sláturdýra á síðasta ári og 89% af útflutningsverðmætinu. Greiningadeildin vakti máls á því að ferskt kjöt gefur 85% hærra verð en frosið. Með stórauknum fjölda flugferða til og frá landinu eru aukin tækifæri til útflutnings á fersku kjöti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.