Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Qupperneq 19

Skessuhorn - 14.09.2016, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 19 Eftir fréttir af prófkjörum síðustu daga hefur læðst að okkur sú til- finning að jafnréttissjónarmiðum hafi verið sturtað niður um kló- settið. Fréttir af sumum listum eru æpandi skilaboð um að konur eigi að halda sig heimavið, það sé engin þörf fyrir þeirra sjónarmið í stjórn- málum. En er það ekki bara allt í lagi? Eru konur svona mikið verri í pólitík? Svona eins og þær eru betri í að skúra? Stjórnmálaheimurinn er afar karllægur heimur. Eiginlega eitt stórt pulsupartý þar sem gugg- unum er ekkert boðið. Íslenskt samfélag þarf bráðnauð- synlega á fleiri konum að halda í pólitík og ekki síst inn á þing. Þar þarf virkilega á nýjum vinnubrögð- um að halda. Það getur ekki ann- að en hallað á annað kynið ef hitt kynið setur alla strauma og stefn- ur og meitlar þær í stein. Þar sem margar pulsur koma saman, þar er lítið pláss fyrir feminisma. Tökum dæmi af byggðastefnu. Hingað til hefur hún verið stórkarlaleg, sam- in af körlum, fyrir karla. Áhersla hefur verið lögð á mjög svo hefð- bundnar atvinnugreinar; einhæf- an landbúnað, sjávarútveg og stór- iðju. Þessar áherslur hafa haft þau áhrif að karlastörfum hefur fjölgað en kvennastörf orðið útundan. Þar er reiknað með að konur fái þjón- ustustörf, afleidd frá karlastörfun- um. Þetta hefur orðið til þess að konur í dreifbýli búa við einhæft atvinnuframboð og gjarnan hafa eggin verið öll í sömu körfunni. Það er kominn tími til að mýkja byggðastefnuna og leggja áherslu á fjölbreyttara atvinnulíf sem hentar fleirum. Leggja meiri áherslu á ný- sköpun og þekkingariðnað, stuðn- ing við sprotafyrirtæki og minni fyrirtæki, efla vinnumiðstöðvar fyr- ir fjölbreytta listsköpun o.s.frv. Það þarf að skoða allar stefnur út frá umhverfissjónarmiðum og mann- réttindum og sérhagsmunir og ein- hæfni þurfa að víkja. Björt framtíð er flokkur sem leggur mikla áherslu á fjölbreytni og jafnrétti, er lausnamiðaður og réttlátur og treystir bæði körlum og konum til þess að sinna því mik- ilvæga þjónustustarfi sem starf al- þingismanna er. Ást og friður. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir Höf. skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi Kristín Sigurgeirsdóttir Höf. skipar 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Vegna aukinna verkefna leitum við að starfsfólki í ræstingar Upplýsingar veitir Kristmundur í síma 824-2877 og á netfangi kristmundur@snokur.com ATVINNA SK ES SU H O R N 2 01 6 NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA - KR Fimmtudaginn 15. september kl. 17:00 Aðalstyrktaraðili leiksins er Bílaumboðið Askja - KIA: S K E S S U H O R N 2 01 6 PEPSI DEILD KARLA: Mætum öll gul og glöð Heiðursgestir - leikmenn meistaraliða ÍA 1986 og 1996 Hleypið okkur úr þessu pulsupartýi! Pennagrein Myndlistarnámskeið verður haldið fyrir áhugasöm börn á Akranesi nú í haust. Það er Anna Leif Elídóttir myndlistarkennari og listmálari sem stendur fyrir námskeiðinu og kennir. Er þetta fyrsta myndlistarnámskeiðið sem haldið er fyrir börn á Akranesi í langan tíma. „Ég er bara að bregðast við fyrirspurn sem kom inn á íbúa- síðu fyrir Skagamenn á Facebook. Þar var ég merkt í pósti þar sem var verið að spyrja um myndlistar- námskeið fyrir börn og ég ákvað að bregðast við og halda námskeið,“ seg- ir Anna Leif í samtali við Skessuhorn. Námskeiðið verður kennt í Kaffihúsi Kaju við Kirkjubraut 54 annan hvern laugardag kl. 12:30 - 14:00. Um er að ræða þrjú skipti og hefst námskeiðið næstkomandi laugardag. Anna Leif segir þátttöku ekki vera afmarkaða fyrir neinn ákveðinn aldur eins og er. „En mér sýnist að þessi hópur sé á víðu aldursbili. Það er samt örugg- lega þörf á þessu fyrir eldri hóp líka og ef þetta gengur upp, þá gæti vel verið að ég fyndi eitthvað út úr því.“ Ætlar að hafa þetta skemmtilegt Anna Leif segist ekki alveg vera með fullmótaðar hugmyndir um hvað hún ætli að kenna krökkunum á nám- skeiðinu. „Það er ekki alveg kom- ið á hreint, ég er enn að ákveða það. Hugsunin er aðallega að hafa þetta skemmtilegt. En það er hellingur sem þau geta lært, svo sem litanotkun og að fá að kynnast myndlistarum- hverfi fyrir utan skólann. Þetta eru áhugasamir krakkar sem vilja fá eitt- hvað aðeins umfram það sem kennt er í skólanum. Ég þekki börnin ekki öll og kannski þarf ég að endurskoða eftir fyrsta skiptið hvað ég kenni. En þetta er kennt á kaffihúsi og það verður að henta því svæði,“ útskýrir hún. Þátttaka kostar 6.800 krónur og er efniskostnaður innifalinn í verð- inu. „Þau þurfa ekkert að koma með sér, aðalatriðið er að mæta í fötum sem má slettast á - ekki koma í spari- fötunum,“ segir Anna Leif. Takmark- aður sætafjöldi er á námskeiðinu en enn eru nokkur sæti laus. Áhugasamir geta því enn skráð börnin sín á nám- skeiðið með því að senda tölvupóst á netfangið annaleif@gmail.com. grþ / Ljósm. Ásgeir Kristinsson. Heldur myndlistarnámskeið fyrir börn Anna Leif Elídóttir myndlistarkennari og listmálari stendur fyrir myndlistarnám- skeiði fyrir áhugasöm börn á Akranesi á næstu vikum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.