Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201620
Félags- og skólaþjónusta Snæfell-
inga býður nemendum Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði
upp á viðtöl við sálfræðing stofn-
unarinnar. Óvenjulegt er að félags-
þjónustan bjóði upp á slíka þjón-
ustu og segist Emil Einarsson, sál-
fræðingur stofnunarinnar, ekki vita
til þess að sambærileg þjónusta sé í
boði annars staðar á landinu. Þjón-
ustan hefur verið í boði fyrir nem-
endur skólans síðustu ár og hef-
ur gefið góða raun. „Fyrir rúmum
þremur árum var ákveðið að fara í
svolítið tilraunaverkefni með þetta
en við fundum fyrir þörf fyrir svona
þjónustu hjá þessum aldurshópi.
Við hjá Félags- og skólaþjónust-
unni ákváðum þá að bjóða nemend-
um upp á þessa þjónustu, að ég væri
inni í fjölbrautaskólanum og byði
upp á sálfræðiþjónustu,“ segir Emil
í samtali við Skessuhorn. Nemend-
um standa til boða stuðningsvið-
töl en geta einnig nýtt sér viðtöl-
in til þess að fá almenna ráðgjöf og
upplýsingar um aðra sambærilega
þjónustu. „Þetta var tilraun til að
byrja með sem gekk mjög vel. Síð-
an þá hef ég verið nemendum inn-
an handar, þeir hafa haft greiðan að-
gang að mér þannig og geta nýtt sér
viðtöl við mig. Viðtölin eru hugsuð
sem stuðningsviðtöl fyrir nemendur
og hugmyndin er að stuðla að bættri
líðan og að gefa þeim tækifæri á því
að takast á við tilfinningalega erfið-
leika,“ segir Emil.
Hefur reynst vel
Emil er staðsettur í Grundarfirði
einn dag í viku og geta nemend-
ur fengið viðtöl á þeim degi. Nem-
endur geta fengið fleiri en eitt við-
tal við Emil, ef þörf er á. Hann seg-
ir þjónustuna einnig byggja að ein-
hverju leyti á því að aðstoða krakk-
ana til að leita lengra, sé vandinn
mikill. „En yfirleitt er þetta mjög
fjölbreytt og nemendur eru tiltölu-
lega duglegir að nýta sér þetta. Þeir
koma stundum einu sinni til tvisv-
ar og fá almenna ráðgjöf og sumi
eru jafnvel bara forvitnir, vilja sjá
hvernig þeir geta nýtt sér þetta. Svo
er þetta alveg upp í erfiðan tilfinn-
ingavanda. Það er allur gangur á því,
sem betur fer. En við viljum að þetta
sé tiltölulega opið og að nemendur
geti nýtt sér þjónustuna eins mik-
ið og þeir geta.“ Hann segir reynsl-
una hafa verið mjög góða og að við-
brögðin hafi í raun verið meiri en
búist hafði verið við. Það sé alltaf
að færast í aukana að nemendur nýti
sér þjónustuna. „Núna er ég orðinn
hluti af skólanum og bæði foreldr-
ar og nemendur vita af mér. Fólk er
meðvitaðra um að þessi þjónusta er
í boði. Það er gaman að fá að koma
að þessum vettvangi sem sálfræð-
ingur og að vera í samstarfi við skól-
ann. Eitt árið var ég til dæmis með
fræðslu fyrir nemendur í hóp, kom
inn í lífsleikni og hef einnig ver-
ið með fræðslu fyrir kennara. Þetta
hefur því verið fjölbreytt og gengið
mjög vel.“
Fyrir alla nemendur
Emil segir þjónustuna standa til
boða fyrir alla nemendur skólans og
að hún sé þeim að kostnaðarlausu.
„Ég hef verið kynntur af skólayfir-
völdum, ýmist með bréfi eða á ný-
nemakynningum. Einnig er sent
bréf til allra foreldra og þeir látn-
ir vita að þessi þjónusta er í boði,“
segir hann. Nemendur hafa góðan
aðgang að sálfræðingnum og geta
sótt um viðtalstíma í gegnum félags-
þjónustuna eða starfsfólk skólans.
„Námsráðgjafinn hefur verið minn
helsti tengiliður en þau geta líka
haft samband við mig af sjálfsdáð-
um, með pósti eða hvernig sem er,“
útskýrir Emil. Hann segir að sótt
sé um með því að fylla út umsókn-
areyðublað og hann sjái um að for-
eldrar séu upplýstir um að barn sé
að leita til hans. „Það er allur gang-
ur á því hvernig þetta gengur fyr-
ir sig, oft er ég í góðu samstarfi við
foreldrana og þeir tala við mig líka.
Ég veiti ekki upplýsingar til for-
eldra eftir hvert viðtal, nema eitt-
hvað mjög sérstakt sé á ferðinni. Ef
ég tel nemandann vera í hættu eða
eitthvað slíkt, þá ræði ég auðvitað
við foreldrana.“
Lenda á milli kerfa
Emil veit ekki til þess að boðið sé
upp á þjónustu af þessu tagi á veg-
um sveitarfélaga annars staðar á
landinu. „Allavega ekki með þess-
um hætti að mér vitandi, þar sem
félagsþjónustan stígur inn og býður
upp á sálfræðiþjónustu fyrir fram-
haldsskólanemendur. Að mínu mati
er þetta rosalega flott skref. Það er
mikilvægt að hlúa að þessum ald-
urshópi, sem er sérstakur að mörgu
leyti. Þau eru enn börn en samt sem
áður missa þau þessa þjónustu þeg-
ar þau byrja í framhaldsskóla, því
það er boðið upp á sálfræðiþjónustu
í grunnskólunum. Þannig að þessi
þjónusta ætti að standa til boða,
enda eru nemendurnir ekki alveg
orðnir fullorðnir. Nýnemarnir eiga
til dæmis tvö ár í að verða 18 ára og
lenda einhvern veginn á milli kerfa,
það er ekki mikil þjónusta í boði fyr-
ir þau þannig séð.“
Þörfin er víðar
Emil segir að eins og staðan sé í dag
beri sveitarfélögum ekki skylda til
þess að bjóða upp á sálfræðiþjónustu
fyrir framhaldsskólanema, þó hún
sé mikilvæg. „Þetta er ekki lögbund-
ið hlutverk heldur er þetta ákvörð-
un sem var tekin hér, með hag
þessa hóps í huga. Okkur fannst að
þessi hópur þyrfti að fá þessa þjón-
ustu. Ég sem sálfræðingur er mjög
ánægður með að sú ákvörðun skuli
hafa verið tekin og ég held að það sé
tiltölulega einstakt og fordæmisgef-
andi að einhverju leyti.“ Hann bætir
því við að framhaldsskólar hafi verið
að bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyr-
ir nemendur í auknum mæli síðustu
árin. „En það eru þá skólarnir sem
ráða sálfræðing, það er ekki á veg-
um sveitarfélaganna. Það að þetta sé
gert víðar sýnir að þörfin fyrir þessa
þjónustu er ekki bara eitthvað sem
við upplifum, heldur er hún líka til
staðar á fleiri stöðum. Sálfræðingar
geta gert margt gott inn í framhalds-
skólum að auki við stuðningsviðtöl.
Má þar nefna tilfinningafræðslu og
hagnýt ráð við erfiðum tilfinning-
um. Hvort sem er hluti af lífsleikni-
áföngum eða eitt og sér gæti það
gagnast nemendum. Skynsamlegast
væri að allir framhaldsskólar fengju
fast fjármagn frá ríkinu til að bjóða
upp á grunnsálfræðiþjónustu,“ seg-
ir hann.
Líkar vel í Hólminum
Emil hefur sjálfur verið starfandi sem
sálfræðingur hjá Skóla- og félags-
þjónustu Snæfellinga frá árinu 2011.
Hann er upprunalega frá Reykjavík
en fluttist í Stykkishólm fyrir fimm
árum, ásamt fjölskyldu sinni. „Við
áttum ekki mikil tengsl hingað vest-
ur þannig lagað en létum verða af
því að flytja. Konan mín byrjaði að
kenna í Grunnskólanum í Stykkis-
hólmi nokkrum mánuðum áður en
ég kom en ég var sjálfur að vinna á
geðsviði Landspítalans. Svo var aug-
lýst eftir sálfræðingi hér og ég sótti
um þá stöðu,“ segir hann. Hjónun-
um líkar vel í Hólminum eftir fimm
ára búsetu. „Við eigum þrjú börn og
erum búin að kaupa okkur hús og
líkar mjög vel. Við stefnum allavega
á áframhaldandi búsetu og erum
ánægð. Hér er gott að vera með
börn og við erum mjög sátt.“
grþ
Boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema
Emil Einarsson, sálfræðingur hjá
Skóla- og félagsþjónustu Snæfellinga.
Nemendum í FSN stendur til boða að fá viðtöl hjá sálfræðingi sér að kostnaðarlausu.
Nemendur á öðru ári í búfræði-
deild Landbhúnaðarháskóla Ís-
lands á Hvanneyri taka að sér
ýmis verkefni til fjáröflunar fyr-
ir útskriftarferð sína á komandi
ári. Nefna þeir sem dæmi aðstoð
við mjaltir, afleysingar, mokst-
ur, fjárrag, hænsnatínslu, þrif
og bón á bílum og vélum, smöl-
un, slátrun og framvegis. „Við
erum með reynslubolta í flestum
verkum,“ segja búfræðingar sem
gefa nánari upplýsingar í símum
894-1011 (Harpa) og 771-3341
(Sigríður Linda). mm
Frískir búfræðinemar
taka að sér ólík verkefni
Til dæmis mjaltir, afleysingar, mokstur, fjárrag, hænsnatínslu, þrif og
bón á bílum og vélum, smölun, slátrun og svo mætti lengi telja.
Nemendur á öðru ári í búfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands
taka nú að sér hverskyns verkefni til fjáröflunnar útskriftarferðar
sinnar á komandi ári. Erum með reynslubolta í flestum verkum.
Ítarlegri upplýsingar veita
Harpa Björk: 894-1011
Sigríður Linda: 771-3341
bufraedi@gmail.com
Er ekki hugsanlegt að þig vanti
aðstoð við hin ýmsu verk?
Geymið auglýsinguna því við
verðum til taks í allan vetur.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Fátt á betur við á þeim árstíma
sem í hönd fer en ilmandi íslensk
kjötsúpa. Best er að laga rífleg-
an skammt í hvert sinn því yfir-
leitt bragðast kjötsúpan best dag-
inn eftir að hún er soðin. Þó ber
að hafa í huga að sumt grænmeti,
eins og hvítkál, grænkál og sperg-
ilkál, er best að halda aðskildu ef
geyma á súpuna til næsta dags/
daga. Hér fylgir uppskrift að kjöt-
súpu þar sem höfundurinn not-
ar fjölbreytt nýtt hráefni. Í versl-
unum má á þessum árstíma kaupa
fjölbreytt íslenskt grænmeti. Um
að gera að prófa nýjar tegundir og
súpan þarf alls ekki alltaf að vera
krydduð með sama grænmetinu
eða kryddjurtunum. Fjölbreyti-
leikinn, framboðið og hugarflug-
ið á að ráða.
Kjötið með beinum er fyrst
soðið í hálftíma ásamt kryddjurt-
um. Flestir nota verðminni hluta
af dilknum, en sumir nota læri
sérstaklega ef þeir vilja minni fitu
og vilja úrbeina kjötið og skera í
smærri bita í súpuna. Sem drydd
er t.d. gott að nota ferskt sell-
erí, steinselju og lauk. Sérstak-
lega mælum við með að nota einn-
ig skessujurt (Lovage, Liebstöckel),
en það er fjölær kryddjurt sem gef-
ur skemmtilegan keim sem minn-
ir helst á karrý. Skessujurt er einnig
kölluð Maggí-súpujurtin, því hún er
uppistaða í kryddi samnefnds súpu-
framleiðanda. Eftir suðu í hálftíma
er kjötið brytjað smátt og bætt við
kartöflum, gulrótum, gulrófum og
papriku. Soðið saman í þrjú kort-
er. Þá er grænkáli og hvítkáli bætt
við og soðið í korter til viðbót-
ar. Síðast er bætt við spergilkáli
en það er einungis soðið í síðustu
fimm mínúturnar áður en súp-
an er borin fram. Með súpunni er
gott að bera fram brauð.
mm
Íslensk kjötsúpa með nýju grænmeti
Freisting vikunnar
Kjötsúpa beint frá býli.