Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Side 21

Skessuhorn - 14.09.2016, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 21 Samkomulag hefur tekist um for- sendur sem varða þjónustu og rekst- ur hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Málið hefur velkst lengi í kerfinu og hjúkrunarheimili lands- ins barist við rekstrarhalla um ára- bil. Ekki síst eru lífeyrisskuldbind- ingar þungar fyrir sveitarfélögin sem reka þau og daggjöld sem þeim er út- hlutað hafa hvergi nærri dugað til að mæta útgjöldum og skuldbindingum. Fyrir um tveimur árum hvatti Ríkis- endurskoðun stjórnvöld til að gera þjónustusamninga við öll hjúkrun- arheimili þar sem verð þjónustunnar yrði skilgreint og skýrar kröfur gerð- ar um magn hennar og gæði. Þá taldi Ríkisendurskoðun að greina hafi þurft betur hjúkrunar- og umönn- unarþörf þeirra sem fá inni á heim- ilunum. Í tilkynningu frá velferðarráðu- neytinu í síðustu viku kemur fram að rammasamningur til þriggja ára verður nú gerður og felur hann m.a. í sér aukið fé til reksturs hjúkrunar- heimila. Jafnframt liggur fyrir sam- eiginleg bókun aðila um meðferð líf- eyrisskuldbindinga. Að samkomu- laginu nú standa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Samband ís- lenskra sveitarfélaga og Sjúkratrygg- ingar Íslands með aðkomu velferðar- ráðuneytisins og fjármála- og efna- hagsráðuneytisins. Kristján Þór Júlí- usson heilbrigðisráðherra segir sam- komulagið fela í sér tímamót: „Gangi þetta eftir, eins og að er stefnt, verð- ur höggvið á marga hnúta sem vald- ið hafa erfiðleikum um árabil. Hjúkr- unarheimilin fá traustari grunn að standa á og samskiptum ríkis og rekstraraðila þessara heimila verður komið í uppbyggilegan farveg.“ Fjárframlög aukin um 1,5 milljarð „Drög að rammasamningi liggja fyr- ir og eru fyrrgreindir aðilar sammála um að ljúka gerð endanlegs samn- ings fyrir 1. október næstkomandi. Gangi þetta eftir verða fjármunir til reksturs hlutaðeigandi heimila aukn- ir um 1,5 milljarða króna á ársgrund- velli á árunum 2016 - 2018. Þar af er gert ráð fyrir einum milljarði króna til að styrkja rekstrargrunn heimil- anna, auknu fé til að koma til móts við aukna hjúkrunarþyngd heimilis- manna á hjúkrunarheimilum og fjár- munum til að auka vægi húsnæðis- gjalds og samræma greiðslur, hvort sem um dvalar- eða hjúkrunarrými er um að ræða,“ segir í frétt ráðu- neytisins. Samkomulag um lífeyrisskuldbindingar „Aðilar samkomulagsins eru sam- mála um að bókun um lífeyrismál liggi því til grundvallar en í henni kemur fram að ríki og sveitarfélög séu sammála um að ríkið yfirtaki líf- eyrisskuldbindingar hjúkrunarheim- ila sem rekin eru á ábyrgð sveitar- félaga með sambærilegum hætti og ríkið hefur yfirtekið skuldbinding- ar annarra hjúkrunarheimila. Unn- ið verður að samkomulagi um yfir- töku ríkisins á skuldbindingunum og er stefnt að því að það verði gert inn- an ramma heildarsamkomulags um uppgjör lífeyrisskuldbindinga milli ríkis og sveitarfélaga.“ mm Leggja drög að samningi um rekstur hjúkrunarheimila Kristján Þór Júlíusson, velferðarráð- herra. Jaðar í Ólafsvík. Brákarhlíð í Borgarnesi. Höfði á Akranesi. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn VINSÆLIR OG VANDAÐIR RÁÐSTEFNUSTÓLAR Á GÓÐU VERÐI Hjá okkur fæst gott úrval af húsbúnaði fyrir ráðstefnur og minni fundi. Tryggðu þér og gestum þínum gott sæti, á vönduðum og þægilegum stólum á góðu verði. DHEENSAY fastus.is ALLAR VÖRUR SENDAR FRÍTT hvert á land sem er! MEÐ ÍSLANDSPÓSTI BLEK TÓNER PRENTARAR RITFÖNG PAPPÍR w w w . p r e n t v o r u r . i s ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.