Skessuhorn - 14.09.2016, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201626
„Sterkur listi Sjálfstæðisflokksins í höf-
uðborginni,“ segir Brynjar Níelsson.
Hér er listinn: Ég skrifaði við nokkrar
staðreyndir um frambjóðendurna.
1. Ólöf Norðdal á peninga í skatta-
skjólum eins og Sigmundur Davíð.
Maðurinn hennar er skrifaður fyrir
þeim, en þau eru jú gift.
2. Guðlaugur Þór: Hringdi í FL
group og Landsbankann og lét þá
styrkja Sjálfstæðisflokkinn rétt áður en
reglur tóku gildi sem bönnuðu þetta.
Hann var í nefndinni sem gerði regl-
urnar. Skömmu seinna gerði Flokk-
urinn tilraun til að gefa Geysi green
energy eignir borgarinnar í gegnum
REI félag Orkuveitunnar. Eigend-
ur Geysis green voru þeir sömu og
styrktu Flokkinn rétt áður.
3. Brynjar Níelsson: Honum finn-
ast hugmyndir Pírata um gjaldfrjálsa
tannlæknis- og sálfræðiþjónustu vera
plebbaskapur og populismi.
4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdótt-
ir: Sagði beinlínis nauðsynlegt að Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson stigi
til hliðar sem forsætisráðherra vegna
Wintris-málsins. En henni þótti gjörn-
ingurinn sjálfur ekki skipta máli, held-
ur frammistaða hans í sjónvarpsvið-
talinu fræga. Hún gerði ekki athuga-
semdir við það að íslenska elítan feli
auð sinn á skattaskjólum.
5. Sigríður Andersen: Aðal talsmað-
ur einkavæðingar í heilbrigðiskerf-
inu og vill auka leynd um skattaupp-
lýsingar.
6. Birgir Ármannsson: Var formað-
ur allsherjarnefndar sem svæfði breyt-
ingar á eftirlaunalögum í fjölda ára.
Breytingarnar tóku til baka ömurlega
sjálftöku á eftirlaunum til ráðherra
sem Davíð Oddsson stóð fyrir á sín-
um tíma.
7. Hildur Sverrisdóttir: Hún vill
einkavæða heilbrigðiskerfið, sem hefur
hvergi gengið upp. En er ekki, það að
ég viti, beinlínis spillt, eða vilji stuðla
að spillingu með óbeinum hætti.
Hún lendir í baráttusætinu. Hinir eru
öruggir inn.
Það fylgir því
ábyrgð að kjósa
Fjórðungur kjósenda á höfuðborg-
arsvæðinu ætlar að kjósa listann hér
að ofan skv. skoðanakönnunum. Af
hverju kjósa svo margir sömu stjórn-
málamennina aftur og aftur, jafnvel
þó það sé löngu komið í ljós að þeir
eru ekki að vinna fyrir þjóðina? Ég
er þeirrar skoðunar að kosningakerfið
sé a.m.k. hluti af vandamálinu. Þjóð-
félagið byggir á því að það séu gerðar
kröfur til allra þjóðfélagshópa: Laun-
þegar gera kröfu til vinnuveitenda og
öfugt, kennarar til nemenda, foreldr-
ar til kennara o.s.fv. Þetta virkar. En
það er einn þjóðfélagshópur sem eng-
inn gerir neinar kröfur til: Það eru
kjósendur. Þeir geta hegðað sér ná-
kvæmlega eins og þeim sýnist, og allir
eru hvattir til að kjósa.
Kjósendur
standið ykkur!
Það á ekki bara að hvetja menn til
að kjósa. Það á að hvetja menn til að
kynna sér málin og þá að kjósa. Og
alls ekki að hvetja fólk sem ekki hef-
ur áhuga á stjórnmálum til að kjósa.
Ef við fengjum áhugasama kjósendur,
þá myndu áhrif ýmissa styrktaraðila
og þrýstihópa minnka. Stjórnmála-
flokkarnir myndu ekki (a.m.k. síður)
fara í rándýrar kynningar og mark-
aðsherferðir, kostaðar af fyrirtækjum
og hagsmunaaðilum sem síðan ætlast
til að fá greiðann endurgoldinn með
einum eða öðrum hætti.
Svo kjósendur: Kynnið ykkur málin.
Gerið eins og yfirmenn í vel reknum
fyrirtækjum: Finnið starfsmenn sem
gera það sem þið viljið að þeir geri í
vinnunni *).
Kveðja, Reynir Eyvindsson, Akranesi.
Höfundur býður sig fram á lista VG í
Norðvesturkjördæmi.
*) www.althingi.is
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á
krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/
in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum.
Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir
sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - kross-
gáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi
á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinn-
ingshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með al-
fræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson.
Alls bárust 93 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Laus-
nin var: „Dæradvöl.“ Vinningshafi er: Ingibjörg Jónsdóttir, Berugötu 5,
310 Borgarnesi.
Hlaupa-
vinna
Sopi
Japl
Fífla-
læti
Áhald
Sessur
Brall
Teymdi
Bardagi
Álíta
Kúgun
Frelsi
For-
faðir
Basl
Fyrir-
höfn
Bók
Uppi-
hald
Neyttu
Ras
Röst
Geispa
Gæf
8
Rán
Slóu
2
Á fæti
Vaxa
Læti
4
Ógn
Leðja
Kusk
Viska
Þoka
Tvenna
Lon
Döfnuðu
Aðeins
Hermir
Guma
Skapa-
lón
Kona
Reipi
Hindra
Tófan
Flan
Frá
7
Anga
Æsir
Auli
Tvíhlj.
Ekki
Gengur
Hæna
Samtök
Eðli
Furðar
Men
Ungviði
5 Iðrast
Hetja
Kvað
Titill
Jötunn
Temur
Tálbiti
Viðbót
Gróður-
ey
Hryðja
Öf.tvíhlj
3 Kletta-
vík
Korn
Staura
Rat-
vísar
Sam-
hljóðar
Vær
Snefill
Ernir
Standa
upp úr
Á fiski
Á reikn-
ingi
Tínir
Alda
Óf
Vangá
Röð
Glætu
Flýtir
sér
Samið
Á -
breiða
Nær
Klamp-
ar
6 Fá-
nýti
Tónn
Púkar
Dark
Virða
1
Ruslar
Ófús
Þaut
9
1 2 3 4 5 6 7 8 9
O K
G R A N D V A R F A U K A
O F F A R A R T Á L M I N N
T O L L A R A G N U L L N
T R I M M Ö G R A R S J Ó R
T B Ö R N H A A Ð ö
H I M I N N Ú R V A L Ó L M
Æ I N N A I Ö S L L Ö M
F A S D A M A E R T I T Á
I L T Æ R Á R A B U R
R A U L T Á R I N R Ó A R
R Ó R Ó L A S K Ö R
G L Ö G G A R L U N D X I
Ó A R Á L I M Á Ö T U L
Ð A T A Ó L M I G U L L
U N S U S L I S N U Ð L A
M A K I M Ó A N N N Á K
S A S U M N I X L Á R
F A N S R I S I Ð Ó L S Á
D ´Æ G R A D V Ö LL
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Metum verk undirmanna
okkar, þingmannanna
Pennagrein
Stjórnálaflokkurinn Alþýðufylking-
in hefur gefið út kosningastefnuskrá
fyrir Alþingiskosningar 2016. Hún
ber titilinn Fjögurra ára áætlun Al-
þýðufylkingarinnar. Hér er um
viðamikið skjal að ræða, alls um 40
síður. Hefur hún að geyma stefnu
flokksins í meginhagsmunamálum
þjóðarinnar: Hvernig við vindum
ofan af markaðsvæðingu og komum
í staðinn á félagslegum rekstri í inn-
viðum landsins, og þá ekki síst fjár-
málakerfinu,“ segir í tilkynningu. Í
forsvari fyrir Alþýðufylkinguna eru
Þorvaldur Þorvaldsson, formað-
ur, s. 895-0564, vivaldi@internet.
is og Vésteinn Valgarðsson varafor-
maður, s. 862-9067, vangaveltur@
yahoo.com mm
Alþýðufylkingin gefur út stefnuskrá
Samanburður verðkannana sem
verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 13.
júní og nú aftur 5. september sýn-
ir að mjólkurvörur hafa hækkað síð-
astliðna þrjá mánuði um 3%. Litlar
verðbreytingar eru á öðrum vörum
á tímabilinu, nema þá á ávöxtum
og grænmeti sem breytast mikið í
verði eins og svo oft áður, segir í til-
kynningu frá ASÍ. „Í öllum verslun-
um hefur vöruflokkurinn ostur, við-
bit og mjólkurvörur hækkað, en má
sjá t.d. hækkun á ósöltuðu smjöri
á bilinu 2-4%. MS osturinn Ljót-
ur hefur hækkað um 3-6%, Skyr.
is próteindrykkurinn m/jarðaberja-
og bananabragði hækkað um allt
að 7% og 500 g. af bláberjaskyri frá
MS hefur hækkað um 3-4%. Könn-
unin var gerð á sama tíma í eftir-
töldum verslunum: Bónus, Krón-
unni, Nettó, Fjarðarkaupum, Sam-
kaupum Úrval, Hagkaupum, Víði
og Iceland.
Af þeim matvörum sem skoðað-
ar voru eru flestar á sama, eða lægra
verði miðað við seinustu mæl-
ingu ASÍ. Í verslun Fjarðarkaupa er
sama verð og í júní í um 60% til-
vika en hjá Nettó, Samkaupum-Úr-
val og Hagkaupum er sama verð í
um helmingi tilvika af þeim vörum
sem bornar eru saman. Hjá Bónus,
Krónunni og Víði er sama verð í um
þriðjungi tilvika. mm
Mjólkurvörur, ávextir og
grænmeti hækkuðu mest í sumar