Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 38. tbl. 19. árg. 21. september 2016 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Fæst án lyfseðils LYFIS Thors saga Jensen Guðmundur Andri Thorsson flytur sögu langafa síns Midapantanir í síma 437 1600 og á landnam@landnam.is Frumsýning á Sögulofti Landnámsseturs Íslands Föstudaginn 23. september kl. 20 Upplýsingar um fleiri sýningar á www.landnam.is/vidburdir Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi LANDNÁMSSETur Íslands Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Á fyrri hluta ársins 1980 var síðasta opinu í fyllingunni að Borgarfjarðarbrúnni lokað og hægt að ganga þar yfir þurrum fótum. Þótti við hæfi að Halldór E. Sigurðsson tæki fyrstu skrefin yfir þegar búið var að fylla upp í síðasta haftið á fyllingunni að brúnni. Framkvæmdir hófust þegar hann var samgönguráðherra árið 1975. Halldór hafði þá lengi verið ötull baráttumaður þess að Borgarfjörður yrði brúaður og samgöngur við Borgarnes, Snæfellsnes og norður í land auðveldaðar til mikilla muna. Þegar brúin var loks vígð 13. september 1981 fékk Halldór E. að klippa á borðann, þrátt fyrir að Steingrímur Hermannsson væri þá ráðherra samgöngumála. Í Skessu- horni í dag er saga brúarsmíðinnar rifjuð upp og rætt við þrjá heiðursmenn sem komu að gerð brúarinnar sem vígð var fyrir 35 árum. Sjá bls. 15-18. kgk/ Ljósmynd úr Röðli og varðveitt á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Ungt par frá Kanada lét gifta sig við vitann uppi á Súgandisey í Stykk- ishólmi á mánudaginn var. Hjónin Nick og Candice óku um Snæfells- nesið á brúpkaupsdaginn ásamt ljós- myndara og tóku myndir úti í ís- lenskri náttúrunni. Ljósmyndarinn kom alla leið frá Spáni og hitti þau hjón í fyrsta sinn á brúðkaupsdag- inn sjálfan. Hjónin komu til Stykkis- hólms á sunnudeginum og höfðu þá ekki ákveðið hvar giftingin færi fram. Eftir stutta leit fundu þau rétta stað- inn en fengu þó leyfi til að láta gifta sig inni á Hótel Egilsen, þar sem þau gistu, ef úrkoma yrði mikil. Um há- degisbil viðraði ekki vel til útiveru í Hólminum en þeim hjónum til mik- illar hamingju rættist úr veðri og sól braut sér leið gegnum skýin til að lýsa upp athöfnina. Það þótti þeim til marks um langt og gott hjónaband. Að lokinni athöfn var skálað í kampa- víni á hótelinu, gripið í spil og síðan haldið til hátíðarkvöldverðar á Narf- eyrarstofu. Nýgift hjónin voru hæst- ánægð með allt saman og sögðust afar spennt fyrir því að koma heim og segja frá ævintýralegri dvöl sinni á Ís- landi, en fjölskyldur þeirra vissu ekk- ert af giftingunni. jse Giftu sig uppi á Súgandisey Göngur og réttir standa nú sem hæst í sveitum landsins. Í Skessu- horni í dag er kíkt í nokkrar réttir en myndskreytta frásögn má finna á bls. 24-25. Þótt árstímanum fylgi að sauð- fjárbændur uppskeri laun erfiðis- ins fylgja óvenjulega blendnar til- finningar þessu hausti. Boðuð verð- lækkun fyrir afurðaverð heggur þungt í fjárhag bænda. Litið var inn á bændafund sem vestlenskir sauð- fjárbændur boðuðu til í síðustu viku í Þinghamri með fulltrúum afurða- stöðva og framkvæmdastjóra Lands- samtaka sauðfjárbænda. Sjá bls. 20-21. Meðfylgjandi mynd var tekin í Kinnarstaðarétt í Þorskafirði í Reyk- hólahreppi um liðna helgi. Guð- mundur Ólafsson á Grund var rétt- arstjóri, vopnaður gjallarhorni og vel merktur stjórnaði hann gangi mála. Ásta Sjöfn eiginkona hans tók ekki annað í mál en að vera að minnsta kosti jafn vel merkt og eiginmaður- inn. Vakti framtak hjónanna lukku. mm/ Ljósm. kgk. Göngur og réttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.