Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 20162 turnarnir verði tveir hafa þeir sam- eiginlegan kjallara og samtengda fyrstu hæð. Síðan koma turnarnir upp úr sitt hvorum megin. Í öðrum turninum verður hótel og stefnt er að því að klára hann á fyrri hluta næsta árs. „Núna erum við að reisa kjallarann og svo munum við fara af fullum krafti í að reisa hótelhlutann. Áætlað er að koma honum í notkun næsta sumar þannig að aðaláhersla verður lögð á hann til að byrja með,“ segir Jóhannes, en hótelið verður í þeim hluta byggingarinnar sem er nær Sjóváhúsinu. „Á næsta ári ætlum við hins vegar að klára allt saman og stefnan er að verkinu verði lokið fyrir árslok 2017. Ef við lend- um ekki í slæmum vetrarveðrum þá á það að geta gengið eftir. Við von- umst auðvitað til að allt gangi sem best,“ segir Jóhannes. Milli 12 og 15 manns frá SÓ hús- byggingum vinna við reisinguna auk hóps annarra verktaka. Iðnað- armönnum á síðan eftir að fjölga eftir því sem fram í sækir. „Mér þykir líklegt að það verði einhvers staðar á bilinu 60 til 80 manns við störf á svæðinu þegar framkvæmd- ir standa sem hæst,“ segir Jóhannes að lokum. kgk Víkingur Ó. tekur á móti KR í Pepsi deild karla í knattspyrnu á sunnudag klukk- an 14. Með sigri getur liðið gulltryggt áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu. Því er ástæða til að minna Ólafs- víkinga og aðra stuðningsmenn á að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á sínum mönnum. Á fimmtudag verður norðan 13 - 18 m/s norðvestan til en annars suðaustan 8 - 15 og víða rigning eða skúrir, en úr- komulítið norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig. Á föstudag spáir austan og norð- austan 8 - 15 m/s og skúrum, hvassast við suðurströndina og jafnvel rigning þar. Hiti á bilinu 5 til 12 stig. Á laugardag og fram á mánudag er útlit fyrir norða- náttir og vætusamt veður, einkum fyrir norðan og kólnar heldur. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ferð/fórst þú í réttir í haust?“ Alls voru það 52% svarenda sem sögðu „Nei, ekki í ár.“ Næstflestir, eða 42%, svör- uðu „Já, örugglega“. 3% svarenda voru óákveðnir og önnur 3% svöruðu „Já, sennilega“. Í næstu viku er spurt: Hversu mikið gos drekkur þú á viku? Smalinn, sem fór í göngur víðast hvar á Vesturlandi um liðna helgi, sótti fé af fjalli og dró í sundur í réttum, er Vest- lendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Banaslys á Útnesvegi VESTURLAND: Bana- slys varð á Útnesvegi skammt austan við Arnarstapa á Snæ- fellsnesi aðfararnótt sunnu- dags þegar jeppabifreið valt. Karlmaður lést en kona sem einnig var í bílnum var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Maðurinn hét Oddur Haraldsson. Hann var búsettur að Litla-Kambi í Snæfellsbæ. Oddur var 38 ára að aldri, fæddur 18. septem- ber 1978. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn. -mm Mörg slys VESTURLAND: Alls urðu tíu umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi dagana 13.-20. september. Auk banaslyss sem getið er um hér að ofan slasaðist öku- maður malarflutningabíls er bíll hans valt þegar verið var að sturta malarhlassi í Laxár- dal í Dalasýslu. Maðurinn var ekki í bílbelti. Hann var flutt- ur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á sjúkrahús. Fjór- ir erlendir ferðamenn voru í jepplingi sem að valt á hol- óttum malarvegi á Skógar- stönd. Einn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykja- vík en tveir þeirra voru flutt- ir á heilsugæslustöðina í Búð- ardal til aðhlynningar en tal- ið var að meiðsl þeirra væru minniháttar. Í einu af þessum tíu óhöppum var ungur öku- maður að skipta um geisladisk þegar honum fipaðist við akst- urinn og hann missti bílinn út af þar sem hann valt. Öku- maðurinn var með bílbelti og slapp því við alvarleg meiðsli. Tveir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur í vikunni. -mm Byrja spila- mennsku BORGARFJ: Félagsmenn í Briddsfélagi Borgarfjarð- ar ætla að hefja spilamennsku mánudagskvöldið 26. septem- ber. „Að vanda verðum við á efri hæðinni í Logalandi og hefjum leik klukkan 20:00,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Sem fyrr eru allir briddsspilar- ar velkomnir. -mm Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Borgarbyggðar síðastliðinn föstu- dag var tekin fyrir og samþykkt umsókn Húsa og lóða ehf. vegna væntanlegra bygginga við Borgar- braut 57 til 59 í Borgarnesi. Þar er sótt um byggingarleyfi fyrir íbúðar- hús fyrir 60 ára og eldri, þjónustu- kjarna og hótel samkvæmt aðalupp- dráttum Sigursteins Sigurðssonar arkitekts hjá Gjafa ehf. Í fundargerð segir að fyrirhugaðar framkvæmdir byggi á deiliskipulagi fyrir Borgar- braut 55-59, sem aftur byggir á gild- andi aðalskipulagi Borgarbyggð- ar 2010-2022. „Landnotkun svæð- isins sem deiliskiplagið byggir á, er í aðalskipulagi Borgarbyggðar skil- greint sem miðbæjarsvæði en sam- kvæmt aðalskipulaginu má bygging- armagn miðsvæðis vera 60.000 m2. Deiliskipulagsreiturinn afmarkast af Borgarbraut í austri, Kveldúlfsgötu í norðri, Kjartansgötu í vestri og lóð- armörkum Borgarbrautar 55 í suðri. Lóðirnar Borgarbraut 55-59, eru samtals 6.838 m2, þar af eru lóðir Borgarbrautar 57-59, 4.633 m2.“ Í fundargerð byggingarfulltrúa segir: „Deiliskipulagið gerir ráð fyr- ir a.m.k. einu bílastæði pr. íbúð, og einu bílastæði pr. 35 m2, vegna hót- el-, verslunar- og þjónustustarfsemi. Athygli skal vakin á því að kröfur deiliskipulagsins um fjölda bílastæða byggja á þágildandi byggingarreglu- gerð en síðan hefur þeim kröfum um fjölda bílastæða hefur verið breytt í gildandi byggingarreglugerð þann- ig að fyrrgreindir staðlar um fjölda bílastæða eru ekki lengur bundnir í byggingarreglugerð.“ Þá segir jafn- framt að miðað við ákvæði deili- skipulags svæðisins verður ekki hægt að uppfylla ákvæði þess um fjölda bílastæða á lóðum Borgarbrautar 57-59 að fullu. „Unnið verður að því að uppfylla ákvæði deiliskipu- lagsins um tilgreindan fjölda bíla- stæða sem verði lokið áður en starf- semi og notkun mannvirkja Borgar- brautar 57-59 hefst.“ mm Veita byggingarleyfi en ætla síðar að leysa skort á bílastæðum Fyrsta einingin í grunn hússins var reist á fimmtudaginn. Ljósm. kgk. Fyrstu forsteyptu einingarnar í háhýsið við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi voru hífðar á sinn stað í síðustu viku. Hús og lóðir ehf. er byggingaraðilinn en verktaktafyrir- tækið SÓ húsbyggingar ehf. bygg- ir og hefur yfirumsjón með reis- ingunni og allri framkvæmd. For- steyptar einingar koma frá Smell- inn og HSK kranar reisa. „Við byrjuðum á fimmtudaginn og erum á fullu að reisa núna,“ segir Jóhann- es Freyr Stefánsson, verkstjóri hjá SÓ húsbyggingum, í samtali við Skessuhorn. Nokkrar tafir urðu á því að fram- kvæmdir gætu hafist en Jóhann- es segir að allt hafi gengið vel síð- an hægt var að hefjast handa. „Það hefur gengið vel eftir að við kom- umst af stað. Það var ýmislegt sem tafði að við gætum byrjað en þetta er komið á rekspöl núna,“ segir hann. Mannvirkin við Borgarbraut 57-59 verða í raun ein bygging. Þó Byrjað að reisa stórhýsið við Borgarbraut í Borgarnesi Verið að hífa fyrstu forsteyptu eininguna á sinn stað í vikunni sem leið. Ljósm. Þorleifur Geirsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.