Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Samgöngubætur fyrr og nú Í Skessuhorni í dag er rifjuð upp ein af merkari framkvæmdum í sam- göngusögu landshlutans, þegar brúin yfir Borgarfjörð var reist á árun- um 1975 til 1981. Einungis Hvalfjarðargöng hafa í seinni tíð skipt meira máli fyrir þá sem hér búa þegar áhrif einstakra mannvirkja eru skoðuð. Nú eru 35 ár síðan brúin var vígð. Þeir sem eru á miðjum aldri og yngri muna vart eftir öðru en brú á þessum stað. Sjálfur man ég eftir því þeg- ar umferð var í fyrsta skipti hleypt yfir brúna en árin áður hafði maður heyrt ýmsar hetjusögur af þeim sem að framkvæmdinni komu. Borgar- fjarðarbrúin skipti sköpum fyrir byggðina norðan fjarðar. Ekki einvörð- ungu fyrir Borgarnes, heldur Snæfellsnes allt og Vestfirði, og allt norðan- vert landið. Brúin leysti af hólmi ferð um slæma malarvegi í Andakíl, yfir gömlu Hvítárbrúna og síkisbrýrnar, sem voru og eru nú ekkert sérlega burðug samgöngumannvirki. Venjulega birtum við til þess að gera nýjar myndir á forsíðu blaðsins, en að þessu sinni heiðrum við minningu Hall- dórs E Sigurðssonar, mannsins sem á hvað stærstan þátt í að ráðist var í gerð Borgarfjarðarbrúar. Að stytta leiðir og gera vegina öruggari er gríðarstórt hagsmunamál fyrir íbúa og atvinnulíf á landsbyggðinni. Þess vegna flytjum við fréttir af slæmum vegum í Skessuhorni. Fréttir af vegum sem eru tímanna tákn, slysagildrur, og því nauðsynlegt að fjárveitingavaldið bregðist við. Það er beinlínis hlutverk okkar að þrýsta á um aðgerðir. Til dæmis er vegurinn um Skógarströnd orðinn tifandi tímasprengja hvað þetta snertir. Vegur sem hannaður var fyrir áratugum síðan til að þola þrjátíu bíla umferð á dag, en tengir saman landshluta og þarf nú að bera tífalt fleiri bíla. Því verða þar slys, stundum oft í viku. Í vikunni sem leið ultu þar að minnsta kosti þrír bílar og einhver slys urðu á fólki. Þar aka nú um hundruð út- lendinga sem kunna illa að aka á „venjulegum“ íslenskum vegum og þar af leiðandi alls ekki á gömlum ónýtum malarvegum eins og þeir voru lagðir á öndverðri síðustu öld. Ég tek ofan fyrir lögreglumanninum sem óskaði eftir því við Vegagerðina að umferðarhraði yrði settur niður um Skógar- strandarveg, þar til hann yrði gerður nothæfur. Lögreglan kemur alltaf að alvarlegum slysum og því veit hún best þegar umferðarhraði er ekki í samræmi við ástand vega. Þá er á öðrum stað í blaðinu í dag sagt frá hinu vandræðalega máli sem snertir vegagerð um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Þar verður vonandi gerður nýr vegur sem leysir af hólmi stórhættulega og illfæra fjallvegi. Þar hafa eigendur tveggja sumarhúsa haft nauðsynleg- ar vegabætur í gíslingu um árabil og beitt fyrir sig skipulagslögum. Í því tilfelli hafa skipulagslög verið oftúlkuð og tekin fram fyrir almannahags- muni. Við flytjum fréttir af þessu ekki síður en því jákvæða að nú er t.d. verið að leggja bundið slitlag á tvo hluta Uxahryggjavegar, en sá vegur tengir uppsveitir Borgarfjarðar við Suðurland um Þingvelli. Sú vegabót mun tvímælalaust gagnast mörgum og tengja byggðir. Það kemur sér vel fyrir vöxt ferðaþjónustu. Vegabætur eru því ofarlega í röð nauðsynlegra byggðaaðgerða. Við þekkjum ljósleiðaravæðingu og lagningu rafmagns í jörðu til að bæta af- hendingaröryggi og skapa möguleika til notkunar hagkvæmra tækja sem krefjast þriggja fasa rafmagns. Allt eru þetta nauðsynlegar endurbætur til að halda byggð í landinu og skapa ný sóknarfæri til atvinnu. Það eru til dæmis blikur á lofti í íslenskri sauðfjárrækt og því nauðsynlegt að fólk hafi að öðru að hverfa þegar tekjur dragast saman í hinni aldagömlu at- vinnugrein. Ekki viljum við að íbúum fækki og landið verði strjálbýlla en þegar er raunin. Magnús Magnússon. Leiðari Á hverju ári sækist hópur nemenda víðsvegar úr heiminum eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemarnir nú á haus- tönn eru alls 31 og koma frá 13 löndum. Þar af stunda nú átta nem- endur frá Asíu nám við skólann og hafa þeir aldrei verið fleiri. Skipti- nemarnir taka virkan þátt í dag- legu lífi á Bifröst og er hópurinn í ár t.a.m. ötull við Crossfit æfingar í Jakabóli, líkamsrækt háskólans. Þá njóta skiptinemarnir nálægðar við fallega náttúru á Bifröst og þess að geta stundað útivist og skoðað fal- lega staði í nærumhverfi háskólans í Norðurárdal. „Yfirleitt eru skiptinemahóp- arnir feimnir til að byrja með en þessi hópur er óvenjulegur að því leyti að fólkið var fljótt að kynn- ast hvert öðru. Var engu líkara en þau hefðu þekkst í langan tíma. Móttökukvöldverðurinn var t.a.m. mjög vel heppnaður og átti hópur- inn þar saman skemmtilegt kvöld,“ segir Karl Eiríksson, alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst í samtali við Skessuhorn. mó/mm Skiptinemar setja svip sinn á háskólalífið á Bifröst Það vakti athygli fréttaritara Skessuhorns í síðustu viku að sjá Dröfn RE 65 við hafnarkantinn í Grundarfirði með forláta plóg hangandi aftan úr skipinu. Skipið var við rannsóknir á kola í Grund- arfirði og notaði þennan plóg til þeirra. Eitthvað voru skipverjar í vandræðum því ekki náðust veiðar- færin um borð í skipið. Þá var kall- aður til kranabíll til að hífa plóg- inn svo hægt væri að hreinsa leir og drullu úr honum. Það gekk ágæt- lega og stoppaði skipið stutt við í Grundarfjarðarhöfn. tfk Dröfn við kolarannsóknir Dröfnin við bryggju í Grundarfirði. Landsmenn mublera hjá sér heimilin sem aldrei fyrr. Í nýrri úttekt Rannsóknaseturs versl- unarinnar kemur fram að hús- gagnasala í ágúst síðastliðn- um var 36% meiri en í sama mánuði í fyrra. Síðastliðna sex mánuði hefur sala húsgagna verið að jafnaði um þriðj- ungi meiri en á sama tíma og í fyrra. Þó viðskipti með hús- gögn hafi ekki náð sömu hæð- um og fyrir hrun hefur þessi tegund verslunar verulega rétt úr kútnum að undanförnu. Aukinn ferðamanna- straumur hefur jákvæð áhrif á sölu húsgagna. Þó vissulega séu erlendir ferðamenn ekki tíðir viðskiptavinir húsgagnaverslana þá krefst umbún- aður ferðaþjónustufyrirtækja mikilla fjárfestinga. Reglulega þarf að end- urnýja húsgögn og húsbúnað á hót- elum, heimagististöðum og í gisti- húsum. Húsgagnaverslanir njóta góðs af því. Sala í stærsta vöruflokk smásölu- verslunar, sem er matur og drykkja- vörur, eykst áfram hratt. Í ágúst síð- astliðnum var 8,4% meiri sala en í ágúst í fyrra, sem er álíka vöxtur og hefur verið undanfarna mánuði. Að öllu jöfnu eru ekki miklar sveiflur í veltu í flokki dagvöruverslana og því er þessi vöxtur nokkuð mikill þegar horft er yfir lengra tímabil. Byggingavöruverslun blómstrar nú sem aldrei fyrr, og kemur sjálf- sagt fæstum á óvart. Í síðasta mán- uði var næstum 20% meiri velta en í sama mánuði í fyrra. Í þeim tölum er bæði sala vegna nýbygginga og endurnýjunar á húsnæði. Heldur meiri sala var í raf- tækjum, tölvum og snjall- símum í ágúst síðastliðnum en 12 mánuðum áður. Í ágúst eru venjulega útsölur á raf- tækjum. Sú vörutegund sem mestar sveiflur urðu í, í þessum vöruflokki, voru tölvur. Lík- lega hefur upphaf skólaársins í ágúst, og endurnýjun á tölvum þess vegna, haft þar mest áhrif. Litlar breytingar voru á veltu fata- og skóverslana í ágúst. Verðlag hef- ur þó lækkað töluvert í samanburði við ágúst í fyrra sem ræðst fyrst og fremst af afnámi 15% tolla á fatnað um síðustu áramót. Verðlag hefur almennt lítið breyst í smásöluverslunum. Verð á dagvöru og áfengi hefur hækkað um 0,8% á síðustu tólf mánuðum, verð á fötum lækkaði á sama tímabili um 6,2% og verð á húsgögnum hækkaði um 2%. mm Þriðjungi meiri húsgagnasala en óbreytt velta í fatnaði Pickup jeppa var ekið útaf við við Hvalfjarðarvegamót, skammt sunn- an við Laxárbakka, síðastliðið mið- vikudagskvöld. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur til að- hlynningar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Hann mun ekki vera alvarlega slasaður en þó eitthvað lemstraður. Bílnum virðist hafa verið ekið vestur Hvalfjarðar- veg, þvert yfir þjóðveg eitt á vega- mótunum, yfir malarmön og end- astakkst í skurði. mm Útafkeyrsla við Laxárbakka

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.