Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 20166 Ásgeir er staðgengill forstjóra HVE Flokksvali S a m f y l k - ingarinnar í Norðvest- urkjördæmi lauk í síð- ustu viku. Eftir taln- ingu lá fyr- ir að Guð- jón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands, bar sigur úr býtum og mun leiða listann. Á með- an Guðjón sinnir framboði sínu er hann í fríi frá störf- um sínum á HVE. Staðgeng- ill hans er Ásgeir Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri fjár- mála og rekstrar. „Samkvæmt skipuriti er ég staðgengill for- stjóra í hans fríum,“ segir Ás- geir í samtali við Skessuhorn. Hann segir nú bera svo við að Guðjón taki síðbúið áunnið sumarleyfi samkvæmt kjara- samningum, sem hann nýtir svo til að sinna framboðinu. „Ég get staðfest að ég er stað- gengill hans þann tíma sem hann verður í fríi, þ.e. þar til úrslit kosninga liggja fyrir,“ segir Ásgeir. -grþ Þjófar gómaðir VESTURLAND: Þrír menn af erlendum uppruna voru stöðvaðir af lögreglu í Borg- arnesi að kvöldi síðastliðins laugardags, eftir að sést hafði til þeirra í þjófnaðarleið- angri á Snæfellsnesi. Í Ólafs- vík höfðu mennirnir m.a. náð að stela kerru, tölvu og veiði- græjum úr heimahúsi og gps staðsetningartæki, talið vera ættað úr fiskveiðibáti. Voru mennirnir handteknir og vistaðir í fangageymslum þar til búið var að yfirheyra þá um leiðangur þeirra á Snæ- fellsnes. Flestum þeim mun- um sem stolið var er nú búið að koma aftur til eigenda, að sögn lögreglu. -mm Þrjú tilboð í Rifshöfn SNÆFELLSBÆR: Tilboð í endurbyggingu Norðurkants í Rifshöfn voru opnuð í liðnum mánuði hjá Vegagerðinni. Það er Hafnarstjórn Snæfellsbæjar sem óskaði eftir að tilboð yrðu gerð. Lægsta boð átti Hagtak ehf. í Hafnarfirði, 137.250.000 krónur, eða um 83% af kostn- aðaráætlun sem hljóðaði upp á 165,2 milljónir. Næstlægsta boð áttu Stafnafell og Þorgeir ehf. í Snæfellsbæ og var það einung- is 90 þúsund krónum hærra en boð Hagtaks. Ísar í Kópavogi bauð svo 145,8 milljónir króna. Í verkinu felst m.a. að brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi Norðurkanti, jarð- vinna, uppúrtekt og hreinsun. Reka skal niður 135 stálþils- plötur og ganga frá stagbít- um og stögum. Steyptur verð- ur 207 metra langir kantbitar með pollum, kanttré, stigum og þybbum. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. maí 2017. -mm Ákveða lista á laugardaginn NV-KJÖRD: Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi held- ur kjördæmisþing laugardag- inn 24. september kl. 10-12 á Grand Hótel í Reykjavík, salnum Háteig B. „Þar verð- ur gengið frá framboðslista fyrir alþingiskosningar. Þar verður einnig farið yfir hagnýt mál í aðdraganda komandi al- þingiskosninga. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á kjör- dæmisþingið og taka virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í kosn- ingabaráttunni sem framundan er,“ segir í fréttatilkynningu. -mm Siglt um Norður-Íshafið með hvalaafurðir HVALUR: Föstudaginn 9. september kom flutninga- skiptið Winter Bay með um 1600 tonn af frystum hvala- afurðum frá Hval hf. til hafn- ar í Osaka í Japan. Morgun- blaðið greindi frá þessu. Siglt var frá Hafnarfirði 29. júlí og farin norðausturleiðin svo- kölluð, en þá er siglt upp með strönd Noregs, tekin olía í Noregi og farið norður fyrir Rússland um Norður-Íshafið. Haft er eftir Kristjáni Lofts- syni forstjóra Hvals að ferðin hafi gengið að óskum. Þetta er í annað skipti sem siglt er með frystar hvalaafurðir með sama skipi og farin þessi leið. Í Japan tekur síðan við strangt eftirlitsferli þar sem japanskir vísindamenn taka sýni úr af- urðunum og efnagreina áður en sala er heimiluð. -mm Framkvæmdir við hækkun kirkju- garðsins á Akranesi eru hafnar. Í fyrra kom í ljós að hluti garðs- ins reyndist ekki grafartækur þeg- ar dýptarmæling var gerð á svæðinu sem sýndi hæðarlegu klappar mið- að við núverandi land. Í ljós kom að klöppin var það ofarlega að ekki myndi nást nauðsynleg grafardýpt og er því nú verið að bæta jarðvegi ofan á klapparsvæðið. grþ Kirkjugarður Akraness hækkaður Hér sést hluti af fram- kvæmdasvæðinu þar sem unnið er að því að hækka landið til að gera garðinn grafartækan. Stjórnstöð ferðamanna og Ferða- málastofa hafa boðað til kynning- arfunda um gerð um gerð stefnu- markandi stjórnunaráætlana, eða DMP (Destinational Management Plans). Á fundunum mun Hrafn- hildur Ýr Víglundsdóttir frá Ferða- málastofu, ásamt Önnu Katrínu Einarsdóttur og Óskari Jósefssyni frá Stjörnstöð ferðamála, kynna verkþætti og tímalínu verkefnis- ins. Auk þess mun breski ráðgjafinn Tom Buncle fara ítarlega yfir eðli, markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta nýst við fram- tíðarskipulag og þróun svæða. Hag- aðilar DMP verkefna eru breiður hópur, s.s. sveitarfélög, markaðs- stofur, atvinnuþróunarfélög, ferða- þjónar, ferðaklasar, upplýsingamið- stöðvar, aðrir þjónustuaðilar, ör- yggis- og viðbragðsaðilar, íbúar og fleiri. Á Vesturlandi verða haldnir tveir kynningarfundir. Sá fyrri var hald- inn á Hótel Borgarnesi í gær en sá síðari verður í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði á morgun, fimmtu- daginn 22. september og hefst kl. 9:00. kgk Kynningarfundir um stefnumarkandi stjórnunaráætlanir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.