Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 20168 Skora á Sigurð Inga BORGARFJ: Á félagsfundi í Framsóknarfélagi Borgarfjarð- ar og Mýra sem haldinn var síð- astliðinn miðvikudag var sam- þykkt ályktun til stuðnings Sigurði Inga Jóhannssyni. „Félagsfundur Framsóknarfélags Borgarfjarð- ar og Mýra, haldinn 14. septem- ber í Borgarnesi, skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á kom- andi flokksþingi.“ Eins og kunn- ugt er verður flokksþing Fram- sóknarmanna haldið 1. og 2. októ- ber næstkomandi í Reykjavík. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson gef- ur kost á sér til áframhaldandi for- mennsku sem og Sveinbjörn Eyj- ólfsson á Hvanneyri, sem jafnframt er félagsmaður í Framsóknarfélagi Borgarfjarðar og Mýra. Hann hef- ur jafnframt gefið það út að hann dragi framboð sitt til baka ef Sig- urður Ingi lýsir yfir mótframboði gegn sitjandi formanni. -mm 119 þúsund tonn veidd í ágúst MIÐIN: Fiskafli íslenska flotans var rúmlega 119 þúsund tonn í ágústmánuði síðastliðnum skv. töl- um á vef Hagstofunnar. Er það fjór- um prósentum meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Botnfiskaflinn var rúm 33 þúsund tonn, sem er 28% aukning frá ágúst 2015 og þorsk- aflinn var 17 þúsund tonn, jókst um 41% miðað við sama mánuð í fyrra. Flatfiskafli jókst um 25% og skel- og krabbadýraaflinn um 18% miðað við ágúst 2015. Sam- dráttur varð í uppsjávarafla upp á fjögur prósentustig. Á tólf mánaða tímabili hefur heildarafli íslenskra skipa dregist saman um 294 þús- und tonn á milli ára, sem er 22% aflasamdráttur. Vegur uppsjávar- afli þar þyngst. Afli í ágúst síðast- liðnum metinn á föstu verðlagi var 2,6% meiri en í ágúst 2015. -kgk Sigmundur Davíð hlaut afgerandi kosningu NA-KJÖRD: Kjördæmisþing Framsóknarflokks í Norðaust- urkjördæmi fór fram í Mývatns- sveit síðastliðinn laugardag. Kos- ið var um efstu sæti á lista flokks- ins í kjördæminu fyrir komandi al- þingiskosningar. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hlaut afgerandi kosningu í oddvitasæti listans, með 72% greiddra atkvæða. Í fram- haldinu lýsti Höskuldur Þórhalls- son þingmaður því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti á listanum, en andað hefur köldu milli hans og Sigmundar um langt skeið. Í öðru sæti á listanum verður Þórunn Eg- ilsdóttir og Líneik Anna Sævars- dóttir í þriðja. Beðið hafði ver- ið eftir niðurstöðu þessarar kosn- ingar um hríð því hún kann að hafa þýðingu fyrir pólitíska fram- tíð Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar sem formanns Fram- sóknarflokksins. Flokksþing fer fram í byrjun næsta mánaðar og mun verða kosið um æðstu emb- ætti. Auk Sigmundar Davíðs hef- ur Sveinbjörn Eyjólfsson á Hvann- eyri lýst því yfir að hann gefi kost á sér til formennsku, en jafnframt lýst yfir stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra gefi hann kost á sér í embættið. Sigurð- ur Ingi hefur hins vegar ekki lýst yfir framboði til formanns en gef- ið í skyn að hann sækist ekki eft- ir varaformennsku með óbreyttri forystu. -mm Engin hálendisvakt eftir 1. september HÁLENDIÐ: Nú þegar far- ið er að hausta má búast við að færð á hálendinu geti spillst með stuttum fyrirvara. „Þar sem ekki er þjónusta á þess- um leiðum eftir 1 september og flestir landverðir farnir af svæðinu eru þeir sem ætla að ferðast um hálendið beðnir að fylgjast mjög vel með veðri og veðurspám,“ segir í tilkynn- ingu frá Vegagerðinni. -mm VG liðar telja á sunnudagur NV-KJÖRD: Gert er ráð fyr- ir að síðdegis næsta sunnu- dag liggi fyrir úrslit í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjör- dæmi. Fjörir eru í framboði til efsta sætis, þau Bjarni Jónsson, Lárus Ástmar Hannesson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Rúnar Gíslason. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 10. - 16. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 1 bátur. Heildarlöndun: 15.062 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 15.062 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 2.756 kg. Mestur afli: Bárður SH: 2.756 kg í einni löndun. Grundarfjörður 4 bátar. Heildarlöndun: 189.715 kg. Mestur afli: Hringur SH: 70.255 kg í einni löndun. Ólafsvík 13 bátar. Heildarlöndun: 146.491 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 32.027 kg í þremur lönd- unum. Rif 9 bátar. Heildarlöndun: 192.363 kg. Mestur afli: Örvar SH: 50.756 kg í einni löndun. Stykkishólmur 3 bátar. Heildarlöndun: 34.956 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 18.387 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 70.255 kg. 14. september. 2. Vörður EA - GRU: 65.133 kg. 10. september. 3. Örvar SH - RIF: 50.756 kg. 12. september. 4. Helgi SH - GRU: 46.377 kg. 11. september. 5. Saxhamar SH - RIF: 24.956 kg. 14. september. grþ Um Gallerí Lunda í Stykkishólmi hefur mikill straumur ferðamenna runnið í sumar. Þar eru seld verk eftir rúmlega 20 Hólmara en utan um Galleríið halda tólf konur sem skiptast á um að standa vaktina, kynna verkin og selja. Ein þessa kvenna er Ragna Scheving. Hún segir sumarið hafa verið annasamt og salan góð en þó hópurinn finni fyrir mikilli aukningu ferðamanna hefur salan ekki aukist í samræmi við það. Til skýringa á því nefnir Ragna gengi krónunar. „Fólk fékk meira fyrir peninginn í fyrra. Við sjáum ferðamenn stanslaust með símann á lofti að reikna verðið. Það sáum við ekki í fyrra.“ Ragna seg- ir ferðamönnum þykja einstakt að allar vörurnar séu unnar af heima- mönnum. „Fólk er orðið svolít- ið brennimerkt af þessu „Made in China“. En þeir trúa okkur frek- ar ef við erum að prjóna hérna. Þá erum við svona trúverðugri,“ segir Ragna og hlær. Lopapeysan vinsælust Í Gallerí Lunda er ýmislegt að sjá en aðspurð um hvað er vinsæl- ast þarf Ragna engan umhugsun- arfrest. „Lopapeysurnar eru alveg svakalega vinsælar. Mjög vinsælar núna í sumar.“ Með hverri lopa- peysu fylgir bæklingur sem hópur- inn lét útbúa og hefur vakið mikla lukku. Í honum er að finna þvotta- leiðbeiningar fyrir lopapeysur á nokkrum tungumálum. Ragna seg- ir mikið af fólki koma til þeirra í leit að lopapeysum og oft til að kaupa peysur á ættinga sem ekki komu með til landsins. „Þá taka þau bara myndir af peysunum, senda út og bíða eftir svari“. Vantar húsnæði Eftir annasamt sumar segir Ragna aðsóknina nú vera að róast. Þrátt fyrir það vildi hún gjarnan hafa Galleríið opið allt árið um kring en vantar til þess húsnæði. Galleríið er nú í Lionshúsinu í Stykkishólmi en þar getur það ekki verið nema yfir sumarið. Það opnaði í byrjum maí og lokar 27. september. Ragna sér fyrir sér að heilsársopnun myndi efla starfið og telur góðan grundvöll fyr- ir því. Hér eru ferðmenn yfir vetur- inn líka og veðrátta sem hentar vel til lopapeysukaupa. jse Annasamt sumar í Gallerí Lunda Ragna Scheving í Gallerí Lunda. Svipmyndir úr galleríinu. Ástríður Helga Magnúsdóttir á Skagaströnd fékk í síðustu viku af- hentan glæsilegan iPhone 6S Plus síma fyrir bestu myndina í mynda- keppni UMFÍ sem fram fór á Ung- lingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ástríður tók myndina á á síðasta degi móts- ins og sýnir hún tvær vinkonur horfa saman á flugeldasýninguna að lokinni síðustu kvöldvökunni á Unglingalands- mótinu. Mynd- in endurspegl- aði þá vináttu sem einkenndi mótið, að mati dómnefndar. Aðrir vinn- ingshafar voru þeir Snæþór Bjarki sem tók s k e m m t i l e g t myndband í S k a l l a g r í m s - garði í Borgar- nesi en mynd- brellur sem hann notaði þóttu takast afar vel. Í verðlaun hlaut Snæþór iPad Mini. Allir sem tóku þátt í myndakeppn- inni og deildu mynd eða myndbandi merktu #ULM2016 fóru í pott og gátu unnið Libratone Too hátalara frá Epli. Mynd sem Jóhannes Oddsson tók og var merkt #ULM2016 var dregin úr pottinum. Allar myndirn- ar í myndaleiknum má sjá á Instag- ram-síðu UMFÍ undir myllumerk- inu #ULM2016. „UMFÍ þakkar öllum sem þátt tóku í myndaleiknum og Unglinga- landsmóti UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 2016.“ mm Áttu bestu myndirnar á Unglingalandsmóti UMFÍ Ástríður Helga tók við verðlaunum sínum frá Ómari Braga Stefánssyni, landsfulltrúa UMFÍ og framkvæmda- stjóra landsmóta UMFÍ. Vinningsmynd Ástríðar Helgu þótti sýna þá vináttu sem ein- kenndi mótið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.