Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 201626 Vísnahorn Stundum kemur upp um- ræða um innflutning á hráu kjöti og öðru slíku góðgæti. Hafa sig gjarn- an mest í frammi þeir sem kvarta hæst und- an offframleiðslu á landbúnaðarvörum inn- anlands. Nú veit ég svosem ekki hvað öðrum finnst heilbrigði íslenskra búfjárstofna mikil- vægt en allavega þykir mér það nokkurs virði. Þeir búfjársjúkdómar sem við höfum haft mestan kostnað af á undanförnum áratugum komu með skepnum sem fylgdu þykkir bunkar af heilbrigðisvottorðum. Í byrjun töldu sum- ir þingmenn að öll umræðan um mæðiveikina væri á misskilningi byggð og væri bara ímynd- un. Þeir sem teldu sig hafa uppgötvað hana hefðu þar vakið upp vondan draug sem erfitt yrði að kveða niður. Um þetta kvað Bjarni Ás- geirsson í orðastað viðkomandi þingmanns: Dungal vakti upp vondan draug, var það snemma auðséð, þegar téður læknir laug lungnaveiki í sauðféð. Draugurinn var Dungal trúr dag og nótt á kreiki, síðan drepast ærnar úr ímyndunarveiki. Vinur minn Vigfús Pétursson hugðist fyrir fáum árum freista þess að koma undir manna hendur sauðkind nokkurri sem stundum spók- aði sig í góðu sjónmáli eftir að annað fé átti að vera komið í aðhald. Nú hafði Vigfús er hér var komið sögu kynnst Elli kerlingu fullnáið með ýmsum óþörfum afleiðingum enda fór svo að ærin slapp en Vigfús kvað í kveðjuskyni: Burtu frá mér skjátan skreið. Skepnan var með hrekki. Hugurinn bar mig hálfa leið - hitt komst maður ekki. Kristján Schram var prýðilegur hagyrðing- ur en örlítið kær að ölinu eins og fleiri góðir menn. Líklega eru þessar vísur frá seinni árum hans. Allavega sú fyrri: Vaki ég í veðragný vonir flestar dvína. Þreytan hnýtist aftan í aðra galla mína. Mín er ævin afmörkuð á aldagömlum mergi. Ég er alveg eins og Guð alls staðar og hvergi. Hofdala Jónas orti eitthvert sinn þegar hann var í frekar slæmu skapi: Ekkert get ég ort í dag né upp á slegið gaman. Það er á mér eitthvert lag með „ói“ fyrir framan. Stundum heyrast tölur úr rekstri stórfyrir- tækjanna og oft virðist svona venjulegu fólki að þær séu eitthvað út úr þeim raunveruleika sem venjulegt fólk þekkir. Árið 1960 var tap á Útgerðarfélagi Akureyringa 15,6 milljónir og þótti mikið enda var þá milljónin ennþá millj- ón. Þá kvað Bjarni Jónsson frá Gröf: Á útgerðinni okkar tap átti að vera stærra. Kannske fyrir klaufaskap komust þeir ekki hærra. Einu sinni þótti það jákvætt hérlendis að eignast peninga og bera vott um að viðkom- andi væri duglegur og eyddi ekki aflafé sínu í vitleysu. Samt þótti ekki og þykir tæpast enn nógu gott ef menn eignast of mikið af þeim. Ágúst L. Pétursson frá Klettakoti á Skógar- strönd orti um manngildið og mat á því: Skyldir feta skatnar hér skrauts í gróna sali. Virðing metin ennþá er eftir krónutali. Björn Blöndal hafði eins og fleiri gaman af að gleðja sig og aðra með skemmtilegum vís- um og spjalli. Ekki spillti ef smá hýrgun var með í för en þarf svosem ekkert að hafa verið þegar eftirfarandi var ort: Oft er kátt við kvæðamál, kitlaði dátt að ríma. Þar ég átti yl í sál undir háttatíma. Það ég best veit munu eftirfarandi vísur vera úr mansöng Aldarfarsrímu. Ekkert þori ég að fullyrða um höfunda nema þeir gætu verið fleiri en einn og Ármann Þorgrímsson gæti verið einn þeirra: Dimm er nótt við Norðurpól nornir óttans hvessa tól blómið rjótt til bana kól brá á flótta himinsól. Eykst nú þvarg með okkar þjóð eyrun sarga bítilhljóð eltir margur yngisfljóð eins og vargur rolluslóð. Samt er ekki víst að telpunum hafi alltaf þótt svo leiðinlegt að einhverjir gæfu þeim auga og alltaf þarf unga fólkið að sinna ,,markaðssetningunni“. Athuga með fram- boð og eftirspurn og almennt að kynna sér aðstæður á markaði. Ólína Jónasdóttir orti á sinni tíð: Viðsjár geta verið hér víða á Bretans leiðum. Þó að hreti æskan er á reknetaveiðum. Ungir menn og reyndar ungt fólk yfirleitt hefur tilhneigingu til að stunda nokkuð hið ljúfa líf og getur það vissulega orðið nokkuð tímafrek starfsemi og jafnvel reynt aðeins á líkamsþrek ef svo vill til. Sigmundur Bene- diktsson orti um vaskan hóp: Geta ennþá tóninn teygt traustir menn við sukkið. Allt sem brennur upp er reykt, allt sem rennur drukkið. Sá ágæti maður Freysteinn Gunnarsson orti hinsvegar svo um það fyrirbrigði sem kallað er ,,daginn eftir“: Þar sem í gær var góður sopi gutlar nú ekki pennadropi. Kroppurinn alveg eins og lopi og andinn hálfgerður lausagopi. Við, sem vorum í gær svo glaðir, göngum í dag svo örvinglaðir, fullir af andlegu aukataði, eins og krossgáta í morgunblaði. En allir timburmenn taka enda, og höf- undur gerði svofellda bragarbót: Árla morguns uppvaknaður, endurnærður, hress og glaður, algjörlega ótimbraður, orðinn nýr og betri maður. Stöku sinnum hef ég birt hér vísur með svokölluðum afdráttarhætti sem byggist á því að seinni hluti vísunnar fæst með því að draga einn staf framan af hverju orði í fyrri hlutanum. Hér kemur ein slík en um höf- undinn veit ég ekki: Fléttum gróður, virkjum vandann, verjum fjarðar slóðir. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Hugurinn bar mig hálfa leið - hitt komst maður ekki Eins og greint var frá í Skessuhorni í vikunni sem leið voru síðastliðinn föstudag liðin áttatíu ár síðan Pour- qoui pas?, rannsóknaskip franska vís- indamannsins Jean-Baptiste Char- cot, fórst við Straumfjörð á Mýrum. Fjörutíu manns létust en aðeins einn komst lífs af, stýrimaðurinn E. Goni- dec sem var bjargað af Kristjáni Þór- ólfssyni, fóstursyni hjónanna Þórdís- ar Jónsdóttur og Guðjóns S. Sigurðs- sonar í Straumfirði. Kristján var að- eins 18 ára gamall og ósyndur. Sýndi hann mikið hugrekki er hann stökk í sjóinn í aftakaveðri og náði að bjarga Gondiec upp á klettana milli öldu- falla. Til að minnast þessa atburðar var á fimmtudagsmorgun haldin minning- arstund í Straumfirði þar sem 40 rós- um var varpað í sjóinn til að minn- ast látinna skipverja. Eftir hádegi sóttu svo margir góðir gestir mót- töku á vegum Borgarbyggðar sem haldin var í Safnahúsi Borgarfjarðar. Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri og Geirlaug Jóhannsdóttir, formað- ur byggðarráðs, tóku á móti gestum og flutti sveitarstjórinn ávarp, sem og Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður safnahússins. Sérstakur heiðursgest- ur var Annie Marie Vallin-Charcot, barnabarn vísindamannsins. Hún hefur komið til landsins nánast ár- lega til að minnast afa síns og kom nú ásamt ættingjum sínum. Einn- ig var franski sendiherrann Philippe O´Quin meðal gesta, svo og foringj- ar og undirforingjar á rannsókna- skipinu sem nú ber heitið Pourqoui pas?, fulltrúi Landhelgisgæslunnar og fleiri. Fjölskylda Kristjáns Þór- ólfssonar; börn hans og barnabörn voru einnig viðstödd móttökuna og fleiri góðir gestir. Margir munir tengdir atburðinum eru varðveittir í Safnahúsi Borgar- fjarðar; munir, myndir og skjöl, m.a. persónuleg sendibréf Charcots. Var gestum boðið að skoða skjala- og ljósmyndasýningu á vegum Héraðs- skjalasafnsins sem og veggspjalda- sýningu Heiðar Harnar Hjartardótt- ur um Pourqoui pas? slysið í stiga- gangi safnahússins. kgk Minntust slyssins þegar Pourquoi pas? fórst fyrir áttatíu árum Guðrún Jónsdóttir (t.h.), forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, sýnir gestum skjala- og ljósmyndasýninguna. Heiðursgesturinn, frú Annie Marie Vallin-Charcot er fyrir miðju. Gestir ræða saman. Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri flutti ávarp. Lýsti hann meðal annars þeim áhrifum sem skipsskaðinn hafði á föður sinn, en Ís- lendingar tóku atburðinn mjög nærri sér á sínum tíma og skildi vel harm frönsku þjóðarinnar. Dætur Kristjáns Þórólfssonar voru viðstaddar móttökuna ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum og minntust atburðarins. Hetjudáð föður þeirra varð til þess að stýrimanninum E. Gonidec var bjargað þegar Pourqoui pas? strandaði. Á fimmtudagsmorgun fór fram minningarathöfn í Straumfirði og var 40 rósum varpað í sjóinn til minningar um hina látnu skipverja. Ljósm. Óskar Þór Óskarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.