Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2016 15 Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns Fyrir 35 árum síðan, sunnudaginn 13. september árið 1981, var Borg- arfjarðarbrúin vígð við hátíðlega at- höfn. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir í sex ár. Brúin var að öllum lík- indum stærsta verkefnið í vegagerð á Íslandi á sínum tíma. Fjölmargir komu að brúarsmíðinni því marg- ar hendur þurfti til að vinna verkið. Slegið var upp stórum vinnubúðum á Seleyri sunnan við brúarstæðið og segja má að þar hafi myndast þorp á meðan smíðinni stóð, svo margir störfuðu við smíðina. Kostnaðurinn við gerð brúarinn- ar nam 155 milljónum króna sam- kvæmt verðlagi vígsluársins 1981. Svo kostnaðarsöm aðgerð fyrir al- mannafé gat aldrei orðið annað en umdeild og sú var einmitt raunin. Þingmenn og þjóð, Borgnesingar jafnt sem aðrir Borgfirðingar og fólk af landinu öllu, hafði ýmis- legt við framkvæmdina að athuga. Allt frá því að staðsetning brúar- innar væri óheppileg til þess að of stór hluti vegafjár færi í þessa einu framkvæmd. Frægt varð til dæmis þegar Sverrir Hermannsson, þáver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í blaðaviðtali um opin- berar framkvæmdir sem hann taldi ekki rétt að ráðast í að hann „hefði ekki þrek til að minnast á Borgar- fjarðarbrúna“. Stuðningsmenn framkvæmdar- innar bentu hins vegar til dæmis á gagnsemi brúarinnar fyrir stór- an hluta þjóðarinnar; hún myndi ekki aðeins gagnast Borgnesing- um heldur hverjum þeim sem ætti erindi bæði norður í land, vestur á Snæfellsnes eða á Vestfirði. Viðhorf stuðningsmannanna urðu á endan- um ofan á og hafist var handa við gerð Borgarfjarðarbrúar árið 1975. Kallað eftir samgöngubótum Forsaga þverunar Borgarfjarðar er í stuttu máli sú Akraborgin hætti að sigla í Borgarnes árið 1966 og um- ferð norður og vestur á land fór eft- ir það að stærstum hluta framhjá bænum um þjóðveginn yfir Hvít- árbrú. Hún var einbreið, álitin gömul og úrelt og þoldi illa vax- andi umferðarþunga. Síkisbrýrn- ar svökölluðu, yfir Ferjukotssíki, svo og brúin yfir Andakílsá, máttu sömuleiðis muna fífil sinn feg- urri sem og vegurinn sjálfur. Sam- göngubætur voru því aðkallandi og á þessum tíma fóru Borgnesingar í auknum mæli að kalla eftir bættum samgöngum. Ein hugmyndanna sem vaknaði var að brúa Borgar- fjörðinn. Sigurður Guðbrands- son mjólkurbússtjóri í Borgarnesi er almennt talinn sá sem fyrst- ur vakti máls á því að brúa fjörð- inn. Hann þekkti þá fyrirhöfn sem fylgdi því að koma mjólk af Vestur- landi á markað í Reykjavík eins og samgöngum var háttað. Velti hann fyrir sér hvernig stytta mætti flutn- ingsleiðir og ræddi þessi mál með- al annars á fundum Rótarýklúbbs Borgarness svo snemma sem á sjötta áratug síðustu aldar en einn- ig á þeim sjöunda. En eins og með aðrar hugmyndir sem mótast í um- ræðu á einhverjum stað er erfitt að festa upphaf þeirra við einn mann. Til að mynda kann að vera að Frið- rik Þorvaldsson, sem lengi var hafnarafgreiðslumaður hjá útgerð- arfélaginu Skallagrími, hafi fyrstur vakið máls á brú yfir Borgarfjörð. Ekki skal fullyrt um það hér hver flaggaði hugmyndinni fyrstur, en ljóst er að áhugamenn um bættar samgöngur í Borgarnesi og Borg- arfirði ræddu þessu mál á sjötta og sjöunda áratugnum. Á árunum 1955 til 1969 var Hall- dór E. Sigurðsson sveitarstjóri í Borgarnesi og leiða má líkum að því að vegabætur hafi oft borið á góma í samtölum hans við íbúa sýslunnar í sveitarstjórnartíð hans. Hann var alþingismaður árin 1956 til 1979 og skömmu eftir að hann tók sæti á þingi flutti hann tillögu um að hefja undirbúning að brúargerð yfir Borgarfjörð. En hvorki gekk né rak í málinu næstu árin. Það var ekki fyrr en Halldór varð fjármálaráð- herra árið 1971 að hann gat farið að ýta á eftir málinu. Framkvæmdir hófust síðan árið 1975, eins og áður segir, en Halldór var þá landbúnað- ar- og samgönguráðherra. Brúin kölluð Halldóra Blaðamaður Skessuhorns hitti á dögunum að máli þrjá menn sem allir komu að gerð Borgarfjarð- arbrúar, hver með sínum hætti. Það eru þeir Guðmundur Ingi Waage sem þá var mælingamaður hjá Vegagerðinni, Konráð Andrésson framkvæmdastjóri og þáverandi eigandi Loftorku í Borgarnesi, og Sigvaldi Arason þáverandi fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Borg- arverks. Þeir eru á einu máli um að Halldór E. hafi sem ráðherra leikið algjört lykilhlutverk í því að koma verkinu á koppinn, burtséð frá því hver eða hverjir höfðu varp- að fram hugmyndinni um Borgar- fjarðarbrú á undan honum. „Hver sem mælti fyrstur fyrir þessu held ég að það megi alveg segja að brúin sé Halldóri að þakka. Án hans hefði aldri orðið af þessu. Enda var brú- in aldrei kölluð annað en Halldóra af okkur sem unnum við að byggja hana,“ segir Guðmundur Ingi og þeir Konráð og Sigvaldi samsinna því. Spurðu hvað einn steypubíll kostaði Þegar verið var að undirbúa fram- kvæmdina fóru Helgi Hallgríms- son, yfirverkfræðingur og síðar vegamálastjóri og Pétur Ingólfs- son verkfræðingur upp í Borgar- fjörð og Borgarnes, tóku jarðvegs- sýni til að kanna hvar besta efnið til steypugerðar væri að finna. Tekin voru sýni úti í fjörunni við Höfn, á Straumeyri og við ármót Þverár og Hvítár í landi Stafholtseyjar. Það síðastnefnda var talið best og var notað. Loftorka var með námuleyfi þar og sá um að aka öllu steypuefni í brúna. Vinnuflokkur frá Vega- gerðinni undir stjórn Jóns Ólafs- sonar harpaði allt efnið áður en því var ekið niður á Seleyri, þar sem steypublöndunin fór fram. „Þess- ir sömu menn komu síðan til okk- ar í Loftorku og spurðu hvað einn steypubíll kostaði. Ég spurði þá hvers vegna þeir vildu vita það. Þá kom á daginn að þeir ætluðu sér að keyra steypubílana út á pramma og sigla þeim út á fjörðinn til að steypa stöplana. Þeir vildu vita hvað bíllinn kostaði ef illa færi og prammarnir myndu sökkva,“ segir Konráð. „Ég sagði þeim að ég ætti steyputunnu með vél sem hægt væri að setja á pramma, hræra steypuna á staðn- um og sigla þannig út á fjörðinn,“ bætir hann við og sú varð raunin. Steypan var hrærð á Seleyri, hellt í steyputunnuna á pramma og siglt þannig út á Borgarfjörð. „Þetta gekk snurðulaust fyrir sig og stopp- aði aldrei,“ segir Konráð. Hélt hann sæi fingur fljóta upp Við gerð stöplanna var notaður tvöfaldur vinnupallur. Honum var fleytt á plastkubbum og dreginn út á fjörðinn með bát. Þar var hann fest- ur með ankerum og stilltur af þar Borgarfjarðarbrúin er 35 ára gömul „Brúargerð af þessu tagi var óþekkt hér á landi og jafnvel þó víðar væri leitað“ Borgarfjarðarbrúin er mikið mannvirki og þótti á sínum tíma verkfræðilegt afrek. Myndin var tekin á fjöru árið 2005. Ljósm. Mats Wibe Lund. Konráð Andrésson, Sigvaldi Arason og Guðmundur Ingi Waage komu allir að gerð Borgarfjarðarbrúar, hver með sínum hætti. Ljósm. kgk. 35 ár frá vígslu Borgarfjarðarbrúar Framhald á næstu opnu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.