Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 201612 Stofnuð hafa verið „Hagsmuna- samtök reykhúsa í lagarafurðum“. Stofnaðilar samtakanna eru Eðal- fiskur, Egils Sjávarafurðir, Norð- anfiskur, Opal Sjávarfang og Reyk- húsið Reykhólar. Megintilgangur félagsins er að vinna að niðurfell- ingu tolla á reyktum lagarafurðum á erlenda markaði. „Mikill ójöfnuð- ur í samkeppni sambærilegra fram- leiðenda á EES svæðinu kallar á stofnun slíkra samtaka hér á Íslandi en nú er 13% tollur á reyktan lax sem fluttur er inn til ESB ríkja frá Íslandi. Hins vegar er enginn tollur frá ESB til Íslands. Hrópandi ósam- ræmi í þessum málum er ástæða að stofnun samtakanna,“ segir í til- kynningu frá samtökunum. Allt frá 2007 hafa framleiðendur reynt að fá þessum málum hreyft en lítið sem ekkert hefur áunnist í þessu máli við endurnýjun samn- inga við Evrópubandalagið. „Við fylkjum liði, og ætlum að fá þessu breytt,“ segir Kristján Rafn Sig- urðsson nýkjörinn formaður. „Mik- ill vöxtur á næstu árum kallar á að- gerðir í þessum málum strax. Um er að ræða háar upphæðir í virðis- auka fyrir þjóðarbúið þegar hráefn- ið er fullunnið hér á landi við bestu skilyrði,“ segir Kristján Rafn. mm Stofnuðu Hagsmunasamtök reykhúsa í lagarafurðum Á myndinni eru frá hægri: Oddur Vilmundarson (Reykhúsið Reykhólar), Pétur Þorleifsson (Norðanfiskur), Kristján Rafn Sigurðsson (Eðalfiskur), Gústaf Daní- elsson (Egils Sjávarafurðir) og Birgir Jóhannsson (Opal Sjávarfang). Smábátasjómenn á Snæfellsnesi héldu aðalfund Snæfells í Grund- arfirði sunnudaginn 11. sept- ember. Þar átti sér stað umræða um veiðigjöld, uppboð á veiði- heimildum og fleira. „Fundurinn mótmælti harðlega öllum tillög- um um uppboðsleið aflaheimilda enda stefna þær útgerð um land allt í uppnám og óvissu,“ segir í frétt frá fundinum. „Í umræðu um veiðigjöld var samþykkt áskorun til stjórnvalda að lækka þau hjá útgerðum sem ekki hafa vinnslu á bakvið sig. Á þann hátt mætti jafna aðstöðumun sem er á milli stærri útgerða og þeirra smærri.“ Þá var fjallað um nærumhverfi smábáta- eigenda í Snæfelli. „Höfðu menn áhyggjur vegna áforma um stór- fellda vinnslu þara og þangs við Breiðafjörð. Fundurinn sam- þykkti að beina því til stjórnvalda að auka rannsóknir um lífríki Breiðafjarðar og að fyrirhugað- ar framkvæmdir verði háðar um- hverfismati.“ Á fundinum var einnig rætt um byggðakvóta og var hann gagn- rýndur. „Fram kom að dæmi væru um að honum [byggðakvóta] væri úthlutað til byggðarlaga þar sem ekki væri unninn afli. Þær afla- heimildir væru betur komnar til strandveiða. Áhersla var lögð á að byggðakvóti væri eingöngu nýttur af dagróðrabátum.“ Í umræðu um makríl komu fram áhyggjur vegna verðlækkunar og erfiðleika á mörkuðum. Samþykkt var að kvika ekki frá kröfu Lands- sambands smábátasjómanna um 16% hlut smábáta í heimildum til makrílveiða. Megn óánægja var með breyt- ingar sem gerðar voru á fyrir- komulagi um greiðslu veiðigjalds. Samþykkt var að óska eftir það yrði fært í fyrra horf, þ.e. að hand- hafar veiðiréttar væru greiðendur, en ekki þeir sem veiða. Breyting- in var sögð misheppnuð og hefði leitt til hækkunar á kvótaverði en ekki lækkunar eins og fyrirhugað hafði verið. Stjórn Snæfells skipa: Guðlaug- ur Gunnarsson formaður, Björg- vin Lárusson gjaldkeri, Runólfur Kristjánsson ritari og meðstjór- nendurnir Ásmundur Guðmunds- son og Örvar Marteinsson. mm Smábátasjómenn í Snæfelli mótmæla uppboðsleið Löndun í Grundarfirði. Ljósm. úr safni tfk. Undirbúningsframkvæmdir í Djúpafirði vegna lagningar Vest- fjarðavegar um Gufudalssveit munu hefjast á fyrri hluta næsta árs, takist Vegagerðinni að ljúka umhverfisskýrslu vegna fram- kvæmdarinnar fyrir áramót eins og áætlanir gera ráð fyrir. Starfs- menn Vegagerðarinnar hafa lokið við endurskoðun frummatsskýrslu, meðal annars vegna ábendinga Skipulagsstofnunar, og bíða þess að fá grænt ljós þaðan til að hægt verði að kynna skýrsluna og aug- lýsa eftir athugasemdum. Umhverfismatið nær til vegar- ins frá Skálanesi að Bjarkalundi. Framkvæmdin felur í sér þver- un Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar og vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Sá kafli hefur lengi verið mjög umdeild- ur, en Teigsskógur er víðfeðm- asti landnámsskógur Vestfjarða. Fengu landeigendur á sínum tíma hnekkt fyrri áformum um veg um Teigsskóg og pattstaða var í mál- inu þar til Vegagerðin fékk heim- ild til endurupptöku umhverfis- matsins. Sú vinna stendur enn yfir og áætlað er að henni ljúki í des- ember. Fyrr en henni lýkur er ekki hægt að sækja um framkvæmda- leyfi til sveitarfélagsins Reykhóla- hrepps og ganga til samninga við landeigendur. Meiningin er að þvera Þorska- fjörð frá Krossnesi, fara þaðan yfir og síðan út frá bænum Gröf um Teigsskóg og yfir á Hallsteinsnes. Þar kemur þverun og brú á Djúpa- fjörð yfir í Grónes, þaðan þverun yfir Gufufjörð yfir að Melanesi við mynni Gufufjarðar. Ingvi Árnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Vesturlands- umdæmi, segir að byrjað verði að leggja veg fram Djúpafjörð og út á Hallsteinsnes. „Þar verður reynt að koma fjarðaþverunum sem fyrst af stað. Það verður að vinna allt frá Hallsteinsnesi þar sem meirihluti grjóts í rofvörn kem- ur af því svæði, það er að segja af Hallsteinsnesi,“ segir Ingvi í sam- tali við Skessuhorn. Takist Vega- gerðinni að ljúka áðurnefndri um- hverfisskýrslu gætu þær undir- búningsframkvæmdir hafist á fyrri hluta næsta árs, eins og segir í upphafi. Hagkvæmasti valkosturinn Fjölmargar hugmyndir að út- færslu á Vestfjarðavegi hafa skot- ið upp kollinum undanfarinn ára- tug eða og rúmlega það og vega- gerð um Teigsskóg hefur alla tíð verið umdeild. Meðal annars hafa komið fram hugmyndir um að þvera við mynni Þorskafjarð- ar frá Reykjanesi yfir að Skálanesi og koma þannig þorpinu á Reyk- hólum í vegasamband og koma fyrir sjávarfallavirkjun í Þorska- firði í leiðinni. Þá hafa einnig komið fram hugmyndir um jarð- göng, á fleiri en einum stað, með- al annars göng undir Hjallaháls til að færa veginn frá Teigsskógi en leggja í staðinn nýjan veg út Djúpafjörð austanverðan. Ljóst er að slíkar hugmyndir hafa endan- lega verið slegnar út af borðinu nú. „Þessi leið sem stendur til að fara var í raun fyrsti valkostur og búin að vera fyrsti valkostur mjög lengi. Hún er hagkvæmust, það liggur al- veg fyrir,“ segir Ingvi. Hann seg- ir að til skoðunar hafi komið jarð- gangaleiðir sem og leið um Reyk- hólasveit út fyrir Reykjanes með sjávarfallavirkjun. „Slíkt hefði ver- ið áhugavert en lengdarlega hefði það verið mun lengri leið. Til að gera hana ásættanlega í lengd hefði þurft að þvera Króksfjörð og Beru- fjörð líka. Slíkt hefði aldrei ver- ið raunhæfur kostur,“ segir hann. „Þar að auki er vegastæði í Reyk- hólasveit mjög gott þó vegurinn sé orðinn gamall og engin ástæða til þess að fara annað með veginn,“ bætir hann við. kgk Undirbúningur vegagerðar í Gufudalssveit gæti hafist á næsta ári Teigsskógur, umdeildasti kafli leiðarinnar. Ljósm. vegagerdin.is. Leiðin sem áætlað er að fara er merkt með brúnum strikum. Vegurinn þverar Þorskafjörð frá Krossnesi, fer upp hjá bænum Gröf og um Teigsskóg og yfir á Hallsteinsnes. Þar kemur þverun og brú á Djúpafjörð yfir í Grónes, þaðan þverun yfir Gufufjörð yfir að Melanesi við mynni Gufufjarðar. Hugmyndir höfðu verið uppi um að fara þær leiðir sem merkar eru „Leið-A“ á kortinu en nú hefur verið fallið frá þeim þar sem þær eru ekki taldar raunhæfar. Kort fengið af vb.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.