Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2016 25 Laugardaginn 1. október verð- ur hin árlega Sauðamessa hald- in í Borgarnesi. Þetta er í þrett- ánda sinn sem hátíðin er hald- in og að vanda verður dagskráin með fjölbreyttu sniði, en þó með einhverjum breytingum frá fyrri árum. Hlédís Sveinsdóttir og Rún- ar Gíslason sjá um skipulagningu Sauðamessunnar í ár, líkt og und- anfarin ár. „Við byrjum reyndar á föstudeginum í ár og verðum með einn viðburð á föstudagskvöld- inu. Við ætlum að sýna mynd- ina Yarn í Hjálmakletti klukkan 20. Við töldum hana eiga gríðar- lega vel við, í henni er garninu gert hátt undir höfði og stefnum á að hafa samprjón á meðan á mynd- inni stendur,“ segir Hlédís. Hefð- bundin dagskrá Sauðamessu hefst síðan í Skallagrímsgarði á laugar- deginum klukkan 14. „Það verð- ur ánægja að fara aftur þangað eftir tveggja ára hlé. Þar verður þessi hefðbundna hátíðardagskrá á sviði. Séra Elínborg Sturludótt- ir ætlar að setja hátíðina og messa. Raftar gefa kjötsúpu, markaður- inn verður á sínum stað og þess- ir föstu liðir,“ segir Hlédís. Hún nefnir að lambalærakappátið, sem alltaf slær í gegn, verði á sínum stað ásamt sveitakeppni og í henni verði meðal annars sparðatíningur og keppakapp. „Svo verða tuddi og tælenskur í garðinum. Við erum ótrúlega kát með að vera að koma aftur í Skallagrímsgarð og erum Röftunum mjög þakklát fyrir kjöt- súpuna,“ heldur hún áfram. Hin- ir sívinsælu Villi og Sveppi munu halda uppi stuðinu í Skallagríms- garði á Sauðamessunni í ár. Flott- asta lopapeysan verður valin og frumlegasta lopaflíkin einnig. „Amma, dönsum við þetta lag!“ Sauðamessunni lýkur með hinu árlega Sauðamessuballi í Hjálm- akletti, þar sem hljómsveitin Bland mun leika fyrir dansi. „Við verðum með stórdansleik í Hjálm- akletti. Ballið er alltaf skemmti- legt og er fyrir mjög breitt aldurs- bil. Uppáhaldssetningin mín sem ég hef heyrt á Sauðamessuballi er: „Amma, dönsum við þetta lag!“ Þar sást best hversu bland- aður hópur er á ballinu, þarna voru einhverjar þrjár kynslóð- ir að skemmta sér saman,“ seg- ir Hlédís. Hún segir einnig hafa heyrt aðra skemmtilega setningu á barnum þegar einn maður ætl- aði að panta sér drykk sem ekki var til. Þá heyrðist: „Æ, láttu mig þá hafa lifrarpylsu og mjólkur- glas.“ „Þetta er stemningin sem er á ballinu. Það er boðið upp á sviðasultu, slátur og lifrarpylsu á barnum og það eru allir sáttir og afslappaðir. Það er aldrei neitt vesen á þessu balli,“ segir Hlédís að endingu. grþ Sauðamessa framundan í Borgarnesi Hlédís Sveinsdóttir og Rúnar Gíslason eru skipuleggjendur Sauðamessu í ár, líkt og undanfarin ár. Ljósm. úr einkasafni. Gestir á Sauðamessu í fyrra voru ánægðir með kjötsúpuna. Ljósm. eo. Flaggað í tilefni dagsins við Svarthamarsrétt í Hvalfirði. Ljósm. gbh. Eftir réttarhaldið í Svarthamarsrétt er rekið á vagna. Ljósm. gbh. Forystufé er víða gagnlegt enda hefur það meiri kjark en hinar hefðbundnu. Hér er forystukind í broddi fylkingar þegar fyrstu kindur komu niður af Holtavörðu- heiði og til Þverárréttar. Ljósm. mm. Í Helgafellssveit var breytt út af þúsund ára venju og ekki rekið austur Stórholt heldur yfir flóann niður að Hraunhálsi og fénu ekið þaðan á vögnum í Arnarhólsrétt í Helgafellssveit. Er þetta gert til að vera ekki með rekstur á þjóðveginum í þrjá tíma þar sem umferð hefur aukist verulega. Ljósm. sá. Fjöldi manns sótti réttir í Ólafsvík og á Hellissandi sem fóru fram um helgina og skapaðist að venju mikil og góð stemning. Að sögn Ólafs Helga Ólafssonar var um 250 fjár í réttinni. Í Lambakoti í Ólafsvík var boðið upp á kjötsúpu og alls konar kræsingar eftir smölum sem gestir kunnu vel að meta. Börnin hafa ekki síst gaman að fjárraginu. Hér eru þrír hressir piltar í Svarthamarsrétt. Ljósm. gbh. Guðmundur og Arnheiður á Bjarteyjarsandi taka hér stöðuna í réttargirðingunni við Svarthamarsrétt. Ljósm. gbh. Hópur Þjóðverja mætti í réttir í Helgafellsveit. Hópurinn kom sérstaklega til landsins til að taka átt í göngum og réttum. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.