Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 201630 „Hvað er best við haustið?“ Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Guðmunda Ólöf Jónasdóttir: „Náttúran og þá sérstaklega lit- irnir í náttúrunni. Síðan get- ur birtan oft verið svo falleg á haustin.“ Hallgrímur Viðar Árnason: „Litirnir eru það besta við haust- ið, alveg klárlega.“ Sjöfn Inga: „Það er margt, til dæmis smala- mennskur, sláturtíðin og að fara í berjamó. Svo þykir mér skemmtilegt hve veðráttan breytist oft snögglega stundum á haustin. Það er rigning eina stundina en sól þá næstu. Veðrið er mjög breytilegt og skemmti- legt.“ Kristján Pétursson: „Það er svo ótrúlega margt að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. En mér dettur strax í hug litbrigðin og réttir, svo dæmi séu tekin.“ Honda Classic mót Eimskips- mótaraðarinnar í golfi var leikið á Garðavelli um síðustu helgi. Vallar- aðstæður voru nokkuð breytilegar á fyrsta hring mótsins þar sem gekk á með miklum vindi og rigningu. Að- stæður voru síðan mun betri á öðr- um keppnisdegi og lokahringnum en á fyrsta degi mótsins. Úrslit mótsins urðu þau að Krist- ján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Ragnhildur Krist- insdóttir úr Golfklúbbi Reykja- víkur urðu hlutskörpust. Kristján lék á samtals sjö undir pari. Hann setti vallarmet á Garðavelli á loka- hringum, en hann lék Kristján á sjö höggum undir pari vallarins. Í öðru sæti á mótinu varð Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík en þrír kylfingar urðu jafn- ir í 3.-5. sæti. Ragnhildur tryggði sér öruggan sigur þrátt fyrir að hafa farið loka- hringinn á 81 höggi. Er þetta henn- ar annar sigur á Eimskipsmótaröð- inni en hún er aðeins 19 ára gömul. Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr Golf- klúbbnum Keili hafnaði í öðru sæti og Eva Karen Björnsdóttir úr Golf- klúbbi Reykjavíkur í þriðja sæti. kgk Honda Classic mótið fór fram á Garðavelli Kristján Þór Einarsson úr GM og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigruðu á Honda Classic móti Eimskiparaðarinnar sem fram fór á Garðavelli um helgina. Ljósm. leynir.is. Pútthópur eldri borgara í Borgar- byggð endaði sumarið á Haustmóti að Hamri 13. september. Um 20 eldri púttar hafa æft af kappi í sum- ar og framfarir hafa verið góðar hjá mörgum einstaklingum. Haustmót- ið var þriggja daga keppni og gilti samanlagður árangur. Leikið var 6., 8., og 13. september. Í kvennaflokki varð Lilja Ólafsdóttir hlutskörpust með 203 högg. Í öðru sæti varð Guðrún Birna Haraldsdóttir með 205 högg og Jytta Juul þriðja með 209 högg. Í karlaflokki varð Þor- bergur Egisson hlutskarpastur með 194 högg. Annar varð Guðmundur A. Arasons með 199 högg og þriðji Guðmundur Bachmann með 205 högg. Sextán kependur tóku þátt í þessu lokamóti. mm/ii Haustmót eldri púttara í Borgarbyggð Keppendur á Haustmóti í pútti ásamt mótsstjóra. Ingimundi Ingimundarsyni var færður blómvöndur með þakklæti hópsins fyrir leiðsögn og elju við golfstarfið. Ljósm. Ragnheiður G. Waage. Skógræktin hefur ráðið Hlyn Gauta Sigurðsson í stöðu skógræktarráð- gjafa á Vesturlandi. Hlynur Gauti er með BS próf í umhverfisskipu- lagi frá Landbúnaðarháskóla Ís- lands, diplómu í borgarskógrækt frá sænska Landbúnaðarháskól- anum og danska Landbúnaðarhá- skólanum sem var. Þá hefur hann einnig lokið meistaragráðu í lands- lagsarkitektúr frá Kaupmannahafn- arháskóla. Hlynur Gauti starfaði um árabil sem verkefnastjóri við ráðgjöf og áætlanagerð hjá Héraðs- og Austurlandsskógum en hefur auk þess starfað við ýmis garðyrkju- og skógræktarstörf auk fjölmiðlastarfa hjá Norðurljósum við myndatöku og klippingu. Sú reynsla nýtist honum vel í starfinu hjá Skógrækt- inni en til stendur að Hlynur Gauti starfi að hluta að gerð kynningar- og fræðsluefnis. Hlynur Gauti hef- ur störf á haustmánuðum að hluta en verður í fullu starfi frá áramót- um. Alls sóttu fjórir um stöðu skóg- ræktarráðgjafa á Vesturlandi auk Hlyns Gauta. Hinir þrír voru Frið- rik Aspelund Hvanneyri; Raimund Brockmeyer Litla - Búrfelli Húna- vatnshreppi og Rúnar Vífilsson Ferstiklu Hvalfjarðarsveit. grþ Hlynur Gauti ráðinn skóg- ræktarráðgjafi á Vesturlandi „Forstjóri Haga ætti að sjá sóma sinn í að biðja bændur afsökunar á frá- leitum ummælum um að búvörusamningar séu rík- isstyrkt dýraníð. Honum er í sjálfsvald sett að gagn- rýna samningana en um- mæli af þessu tagi eru út fyrir öll mörk og bera vott um einkar fjandsamlegt viðhorf í garð íslenskra bænda,“ segir Sigurgeir Sindri Sig- urgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. „Ítrekað hefur forstjóri Haga haft uppi neikvæð ummæli um íslenskan landbúnað en með þessum tilteknu ummælum tekur steininn úr og eru því fyrirtæki sem hann starfar fyrir til háborinnar skammar.“ Sindri segir að íslenskir bændur vinni að því hörðum höndum allan ársins hring við að tryggja íslensk- um almenningi heilnæm matvæli án sýklalyfja eða annarra aukaefna sem algeng eru í landbúnaði í öðrum löndum. „Það er eitt af forgangsmál- um Bændasamtakanna að íslenskir bændur standist ítrustu kröfur um dýravelferð svo að Ísland verði í far- arbroddi í þeim efnum. Nýir búvöru- samningar eru viðamiklir og skipta bændur og almenning á Íslandi veru- legu máli. Þeir tryggja það að neyt- endur fá íslenskar búvörur á hag- stæðu verði í verslunum og að hér sé hægt að reka blómlegan landbúnað. Við frábiðjum okkur þann málflutn- ing sem forstjóri stærstu smásölu- keðju landsins viðhefur. Menn verða að sýna lágmarks mannasiði þegar þeir tjá sig um atvinnugrein sem þús- undir manns byggja afkomu sína á um allt land,“ segir Sindri. mm Formaður BÍ fordæmir ummæli forstjóra Haga Vitavarðar Dag ur í lífi... Líkt og fram hefur kom- ið í Skessuhorni stend- ur Hilmar Sigvaldason vaktina í Akranesvita allt árið um kring og sinnir nú einnig upplýsingagjöf til ferðamanna á Akra- nesi úr vitanum. Sett hef- ur verið upp aðstaða fyrir Hilmar á fyrstu hæð vit- ans en upplýsingamiðlun til ferðamanna á Akranesi er nú einungis í Akranes- vita. Standar með bækl- ingum verða þó settir upp á nokkrum stöðum í bænum, auk þess sem svokallaðir „heitir reit- ir“ verða settir upp sem gera fólki kleift að komast á netið endur- gjaldslaust. Það er þó spurn- ing hvort skrifstofa Hilmars geti flokkast sem „heitur reitur“ enda getur orðið ansi kalt í vitanum yfir vetrarmánuðina. Hilmar er gestur í Dagur í lífi þessa vikuna. Nafn: Hilmar Sigvaldason. Fjölskylduhagir/búseta: Ein- hleypur og búsettur á Akranesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Upplýs- ingafulltrúi í Akranesvita. Áhugamál: Vitar, ljósmyndun, smábílasöfnun og fólk. Maður hlýtur að þurfa að hafa áhuga á fólki í svona starfi. Vinnudagurinn: Þriðjudagur 20. september Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 8 og það fyrsta sem ég gerði var að fá mér staðgóðan morgunverð. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Cheerios. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór til vinnu klukk- an 9, keyrandi. Fyrstu verk í vinnunni: Að opna loftlúguna og gera klárt fyrir daginn. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég að vinna í mark- aðssetningu. Hvað gerðirðu í hádeginu? Yfirleitt er ég fastur í vinnu í há- deginu og þannig var það þenn- an dag. Hvað varstu að gera klukkan 14: Að taka á móti fólki í vitan- um, segja þeim frá og veita upp- lýsingar. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti klukkan 17. Það síðasta sem ég gerði var að loka lofthler- anum og slökkva ljósin. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór í búð og heimsótti ættingja. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Langsteik, elduð af sjálf- um mér. Hvernig var kvöldið? Þá sat ég yfir sjónvarpinu. Hvenær fórstu að sofa? Ég fer yfirleitt að sofa um ellefu leytið. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Burstaði tennurnar. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Stórtenór sem kom á óvart. Eitthvað að lokum? Ég vil hvetja alla til að heimsækja mig í vinnuna og til að koma og skoða ljósmyndasýningu Marc Koegels sem opnuð var í vitanum um síð- ustu helgi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.