Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2016 19 NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA - Breiðablik Sunnudaginn 25. september kl. 14:00 Aðalstyrktaraðili leiksins er : S K E S S U H O R N 2 01 6 PEPSI DEILD KARLA: Mætum öll gul og glöð Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin í tengslum við leikinn og verður hún í Akraneshöll kl. 12:30 Eitthvert mildasta sumar í manna minnum er að baki og eins afar vel heppnað tónlistarsumar í Hvalfjarð- arsveit. Haldnir voru fernir tón- leikar undir yfirskrift tónlistarsum- arsins, þar sem tónlistarfólk úr sveit- arfélaginu kom fram á jafn ólíkum stöðum sem í Skessubrunni, á Bjart- eyjarsandi og í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Óhætt er að fullyrða að hæst hafi borið flutning á hinu fræga kirkju- tónverki Stabat Mater eftir Ítalann Giovanni Battista Pergolesi en það var flutt þann 28. ágúst í Saurbæ í tengslum við Hvalfjarðardaga og svo aftur tveimur dögum síðar í Stykkis- hólmskirkju. Segja má að allan heið- ur af þessu framtaki eigi Alexandra Chernyshova, sópransöngkona, sem er fædd og uppalin í Úkraínu af rúss- neskum föður og úkraínskri móður en hefur verið búsett hér á Íslandi vel á annan áratug og undanfarin ár í Hvalfjarðarsveit. Með Alexöndru komu fram þær Lubov Molina, messó-sópran og kontra-alt og Valeria Petrova, píanó- leikari, sem eru rússneskar; fæddar og uppaldar austur í Moskvu. Báð- ar eru þær starfandi við Galina Vis- hnevskaya Óperu-miðstöðina þar í borg auk þess sem þess má geta þess að sú fyrrnefnda hlaut fyrstu verðlaun í Barsova-söngkeppninni í Sochi við Svarta-hafið árið 2007. Tónverkið Stabat Mater, eftir ít- alska tónskáldið Giovanni Battista Pergolesi, er byggt á latnesku kvæði sem var ort seint á 13. öld og jafnan er eignað ítalska munkinum Jaco- pone da Todi. Heiti verksins er sótt í fyrstu ljóðlínurnar þar sem segir á latínu: Stabat mater dolorosa juxta crucem lacrimosa. Presturinn og skáldið, sr. Stefán Ólafsson í Vallarnesi, sem var sam- tímamaður sr. Hallgríms Pétursson- ar á 17. öldinni, þýddi þessi orð með eftirfarandi hætti: Tignuð mey og móðir að Kristi margtáruð við krossinn gisti. Og sr. Matthías Jochumsson þýddi sálminn einnig en í hans útleggingu hljóða fyrstu línurnar svona: Stóð við krossinn mærin mæra mændi’ á soninn hjartakæra, - grátin sá, hvar Guðs son hékk. Eins og þessar þýðingar bera með sér þá er Stabat Mater Maríukvæði sem fjallar um sorgarraunir Maríu Guðsmóður þar sem hún stendur við krossinn og horfir á son sinn saklausan þjást. Efni kvæðisins teng- ist því föstudeginum langa og tón- listin við það er iðulega flutt í að- draganda páska auk þess sem hún á sér sérstakan stað í því helgihaldi rómversk-katólskra, þar sem María Guðsmóðir er tignuð. Í kvæðinu kemur skýrt fram það hlutverk Maríu meyjar í rómversk katólskum sið að vera milligöngu- maður á milli Guðs og manna og með því að samsama sig pínu sonar síns og ganga í gegnum þjáningu krossins með þolgæði og fórnfýsi má segja að hún fái nýtt móðurhlutverk, sem er að verða móðir alls mannkyns. Fjölmörg tónverk hafa verið sam- in út frá Stabat Mater og er saman- lagður fjöldi þeirra nú vel á sjöunda hundrað talsins. Meðal tónskálda sem hafa spreytt sig á að semja tón- list við þetta mjög svo þekkta Maríu- kvæði eru Vivaldi, Scarlatti, Joseph Haydn, Rossini, Dvorak og Verdi, og af nútímatónskáldum má nefna Arvo Part, frá Eistlandi og hinn breska Karl Jenkins. Verk Pergolesis er þó það langþekktasta. Pergolesi fæddist árið 1710 á Ítalíu og var einungis 26 ára að aldri þeg- ar hann árið 1736 lést úr berklum. Stabat Mater var síðasta verkið sem hann samdi og ýtti það til hliðar Sta- bat Mater Scarlattis sem hafði verið samið einungis 9 árum áður, en tón- listarsmekkur manna hafði þá breyst svo mjög á fáum árum að verk Scar- lattis þótti orðið gamaldags. Verk Pergolesis, Stabat Mater, hlaut strax miklar vinsældir en raddsetningu þess hefur verið lýst sem algjörlega óaðfinnanlegri og þá er haft eft- ir franska heimspekingnum Jean- Jacques Rousseau að fyrsti kaflinn geymi einvern fullkomnasta og til- finningaríkasta dúett sem nokkru sinni hafi streymt úr penna nokkurs tónskálds. Stabat Mater Pergolesis er yfirleitt flutt af tveimur söngv- urum við undirleik strengjasveitar „Stóð við krossinn mærin mæra“ Stabat Mater eftir Pergolesi flutt á Vesturlandi en að þessu sinni var það flutt við píanóundirleik. Viðtökur áheyrenda, bæði í Saurbæ og í Stykkishólmi, voru afar góðar enda flutningur listamannanna fram- úrskarandi. Þess má geta að Stabat Mater Pergolesis hefur áður verið flutt í heild á Vesturlandi en á skírdag árið 1967 var verkið frumflutt í Akra- neskirkju af strengjakvartett og kór kirkjunnar. Stjórnandi var Haukur Guðlaugsson en einsöngvarar voru þær Guðrún Tómasdóttir, sópran, og Sigurveig Hjaltested, alt. Það var því komin hartnær hálf öld síðan Sta- bat Mater hljómaði síðast í kirkju á Vesturlandi og því orðið meira en tímabært að tónlistarunnendur í hér- aðinu fengju tækifæri til að hlýða aft- ur á þetta stórkostlega tónverk og fyrir það góða og þarfa framtak ber hjartanlega að þakka. Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur í Saurbæ. Ljósm. Jón Hilmar Rúnarsson. Alexandra Chernyshova sópransöngkona og Lubov Molina, messó-sópran og kontra-alt við flutning verksins. Alexandra ásamt Lubov Molina og Valeriu Petrova. ÞORLÁKSHÖFN STOKKSEYRI EYRARBAKKI SANDGERÐI GARÐUR REYKHOLT FLÚÐIR LAUGARVATN LAUGARÁS BORG Í GRÍMSNESI SKEIÐA- OG ÞJÓRSÁRDALSVEGUR REYKHOLT KLEPPJÁRNS- REYKIR HVANNEYRI BIFRÖSTBAULA ÓLAFSVÍK GRUNDARFJÖRÐURHELLISSANDUR HELLNAR RIF BÚÐARDALUR KRÓKSFJARÐARNES HÓLMAVÍK STAÐARSKÁLI HVAMMSTANGAVEGUR HVAMMSTANGI SKAGASTRÖND HOFSÓS SIGLUFJÖRÐUR ÓLAFSFJÖRÐUR DALVÍK HÓLAR VARMAHLÍÐ BLÖNDUÓS KÓPASKER RAUFARHÖFN ÞÓRSHÖFN MÝVATN/ REYKJAHLÍÐ JÖKULSÁ Á FJÖLLUM VOPNAFJÖRÐUR/ VEGAMÓT FOSSHÓLL- GOÐAFOSS LAUGAR- EINARSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKLAUSTUR JÖKULSÁRLÓNSKAFTAFELL VÍKHVOLSVÖLLUR LANDEYJARHÖFN HELLA VATNALEIÐ VEGAMÓT SKÓGAR ÁSBYRGI ARNARSTAPI Ný leið hefur bæst við leiðakerfið og er hún númer 86. Ekið er um sunnanvert Snæfellsnes milli Hellna og Vegamóta á föstudögum og sunnudögum í tengslum við leið 58 til og frá Borgarnesi. Hægt er að skoða leiðina betur á meðfylgjandi korti. Góða ferð! Ný leið strætó milli Hellna og VegamótaÞORLÁKSHÖFN STOKKSEYRIEYRARBAKKI SANDGERÐI GARÐUR REYKHOLT FLÚÐIR LAUGARVATN LAUGARÁS BORG Í GRÍMSNESI SKEIÐA- OG ÞJÓRSÁRDALSVEGUR REYKHOLT KLEPPJÁRNS- REYKIR HVANNEYRI BIFRÖSTBAULA ÓLAFSVÍK GRUNDARFJÖRÐURHELLISSANDUR HELLNAR RIF BÚÐARDALUR KRÓKSFJARÐARNES HÓLMAVÍK STAÐARSKÁLI HVAMMSTANGAVEGUR HVAMMSTANGI SKAGASTRÖND HOFSÓS SIGLUFJÖRÐUR ÓLAFSFJÖRÐUR DALVÍK HÓLAR VARMAHLÍÐ BLÖNDUÓS KÓPASKER RAUFARHÖFN ÞÓRSHÖFN MÝVATN/ REYKJAHLÍÐ JÖKULSÁ Á FJÖLLUM VOPNAFJÖRÐUR/ VEGAMÓT FOSSHÓLL- GOÐAFOSS LAUGAR- EINARSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKLAUSTUR JÖKULSÁRLÓNSKAFTAFELL VÍKHVOLSVÖLLUR LANDEYJARHÖFN HELLA VATNALEIÐ VEGAMÓT SKÓGAR ÁSBYRGI ARNARSTAPI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.