Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 201618 inguna, allt fengið í Borgarnesi,“ segir hann. „Mest var sprengt á lager löngu áður en farið var að keyra í fyllinguna og það var geysi- mikil vinna.“ Mikið var sprengt í Borgarnesi þar sem nú eru göturn- ar Arnarholt, Réttarholt og hluti Kvíaholts. En þremenningarnir minnast þess að á sínum hafi ver- ið umdeilt hvert sækja ætti grjótið. „Ég man að það gekk listi í bæn- um þar sem fólk mótmælti grjót- námunni í bænum,“ segir Konráð. „Því var mótmælt að klettur væri sprengdur en fólk vissi ekki einu sinni hvar hann var,“ segir Sig- valdi og hristir hausinn. „En það var náttúrulega verið að sprengja í nágrenni við byggð og skiljanlegt að einhverjir hafi verið á móti því. En það var mikið eftirlit og eftir- litsmaðurinn vildi fá að sjá að við ættum nóg af þeim hlutum sem við þurftum til að vinna verkið svo verkið gæti gengið snurðulaust,“ segir hann. Ekki var það af ástæðu- lausu. Sigvaldi fræðir blaðamann um að notaður hafi verið kjarnaá- burður sem olía var hrærð saman við. „Þetta var stórhættulegt hel- víti,“ segir hann. Bílstjórar deildu um vinnuna Grjótið sem Sigvaldi og félagar sprengdu úr klettunum í Borgar- nesi var sem fyrr segir komið fyr- ir á lager þar til farið var að keyra í fyllinguna. Þá kom hins vegar upp deila milli Borgnesinga og Akur- nesinga. Varð að skipta bróðurlega á milli margra bílstjóra frá bílstjór- afélögum á Akranesi og í Borgar- nesi. „Halldór E. vildi að Borgnes- ingar fengu sinn hluta af vinnunni við að keyra í fyllinguna. En þar sem náman var sunnanmegin Borg- arfjarðarins töldu Akurnesingar sig eiga rétt á vinnunni,“ segir Sig- valdi og bætir því við að á endan- um hafi komið til fundar um málið þar sem Halldór E. beitti óvæntu útspili. „Hann hafði sent tvær bú- kollur um borð í Akraborgina áður en hann mætti á fundinn á Akra- nesi. Þar sagði hann Skagamönn- um að þeir skyldu semja við Borg- nesinga um störfin við fyllinguna. Tvær búkollur væru á leið með Akraborginni og þær færu aftur til baka til Reykjavíkur ef ekki yrði samið,“ segir Sigvaldi. „Þá sömdu Akurnesingar auðvitað og fengu bílana, en þetta var mjög klókt hjá Halldóri,“ bætir hann við. Klárað með aðstoð dráttarbáts Til að hægt væri að keyra í fyll- inguna voru gerðir svokallaðir leiðigarðar til að beina þungan- um af straumnum annað á meðan. Guðmundur minnist þess að einu sinni við þá vinnu hafi mönnum brugðið í brún. „Það gekk vel að keyra efninu þann daginn og menn fóru ánægðir í koju. Síðan þegar þeir komu út morguninn eftir þá var enginn leiðigarður,“ segir hann og brosir. „Þá höfðu menn verið of kappsamir daginn áður þegar vel gekk og hreinlega keyrt of miklu efni. Það varð til þess að garðurinn féll undan eigin þunga og efnið hvarf niður í fjörðinn,“ bætir hann við. En þrátt fyrir að straumarnir hafi skolað efni út í hafsauga hófst þetta allt saman að lokum. Hverju vörubílshlassinu á fætur öðru var ekið úr suðri og norðri og óðum styttist bilið. „En við ætluðum aldrei að ná að fylla upp í síðasta gatið, straumurinn var svo sterkur og tók með sér allt sem sturtað var í gatið,“ segir Guðmundur. „Þetta var ekki nema ein vörubílslengd eða svo, og að lokum fór svo að Larcnum, hjólabát eins og nú eru við í túristasiglingum á Jökulsár- lóni, var lagt í opið og látinn halda við efnið svo straumurinn tæki það ekki. Þannig var fyllt upp í síðasta spölinn og þá var hægt að ganga á milli,” bætir hann við. Steingrímur lánaði Halldóri skærin Fyrstu skrefin yfir aðeins andar- taks gamla Borgarfjarðabrúnna arkaði Halldór E., maðurinn sem kom verkinu á koppinn. Þegar brúin var síðan vígð formlega við hátíðlega athöfn 13. september 1981 var það síðan Halldór E. sem fékk að klippa á borðann, þrátt fyrir að Steingrímur Hermanns- son hefði tekið við ráðuneyti sam- göngumála. „Steingrímur lánaði Halldóri skærin,” segir Sigvaldi og brosir. „Sem Borgnesingi leið mér ákaflega vel að brú væri komin yfir fjörðinn,“ segir Sigvaldi og Kon- ráð og Guðmundur taka í sama streng. „Þetta var gríðarlega mik- il samgöngubót, ekki aðeins fyrir Borgnesinga heldur líka fyrir leið- irnar norður og vestur,“ segja þeir. Sigvaldi vekur þó máls á því hve mikið sandeyrarnar við Borgarnes hafi breyst mikið frá smíði brúar- innar og telur að annað op hefði þurft að vera á henni. „Mér finnst svakalegt að sjá hvað eyrarnar hafa breyst og stækkað. Áður en brúin kom var hvergi sandeyri að sunn- anverðu, bara sjór. Það hefði þurft tvö op til að losna við sandinn,“ segir hann. „Ég man eftir fundum þar sem við vorum sannfærðir um að það væri nóg að hafa eitt op. Menn gerðu líklega ekki ráð fyrir að svona mikill sandur myndi safn- ast fyrir,“ segir Guðmundur. „Ég tel reyndar að sandeyrarnar séu fórn sem er þess virði að færa til að hafa brúna,“ segir Konráð og þeir félagar sammælast um það. kgk Hverju vörubílshlassinu á fætur öðru var ekið í fyllinguna og opið minnkaði óðum. Ljósm. Einar Ingimundarson/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. „Við ætluðum aldrei að ná að fylla upp í síðasta gatið, straumurinn var svo sterkur og tók með sér allt sem var sturtað í gatið,“ segir Guðmundur. Að lokum var hjólabátnum Larc lagt í opið og látinn halda við efnið svo straumurinn tæki það ekki. Ljósm. Röðull/ Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Halldór E. Sigurðsson gengur hæstánægður og þurrum fótum yfir Borgarfjörð fyrstur manna eftir að fyllt var upp síðasta opið. Ljósm. Röðull/ Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Eftir að fyllt hafði verið upp í síðasta opið var ekki annað að gera en að keyra grjóti í sjóvarnargarðinn og efni í fyllinguna. Grjótið var allt fengið í Borgarnesi. Ljósm. Einar Ingimundsson/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. 35 ár frá vígslu Borgarfjarðarbrúar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.