Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 201624 Göngur og réttir á Vesturlandi Nú standa göngur og réttir yfir í sveitum landsins með tilheyrandi vinnu hjá bændum og búaliði. Hér eru svipmyndir úr nokkrum réttum í landshlutanum. Í Fljótstungurétt í Hvítársíðu var réttað fé af Arnarvatnsheiði sunnudaginn 11. september. Þó hófst fjárdráttur kvöldið áður í fremur blautu veðri. Ljósm. bhs. Þær Margrét Erla Hallsdóttir frá Naustum og Auður Jónasdóttir frá Eiði stilltu sér upp fyrir ljósmyndara þegar ný Hrafnkelsstaðarétt var vígð. Þær rifjuðu upp réttarstemningu fyrri ára. Ljósm. tfk. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson blessaði nýja Hrafnkelsstaðarétt, áður en réttarhald hófst. Ljósm. tfk. Guðmundur Ólafsson fjallkóngur í Snæfellsbæ hafði í nógu að snúast. Ljósm. af. Margt var um manninn en minna af fé en oft áður í Kinnarstaðarétt. Ljósm. kgk. Grétar Þór Reynisson bóndi í Höll er réttarstjóri í Þverárrétt í Borgarfirði. Hann kom fyrstur leitarmanna af Holtavörðuheiði en á sunnudeginum var strax byrjað að rétta til að létta á vinnunni á mánudeginum. Guðmundur Ólafsson er hér á tali við Grétar. Ljósm. mm. Guðmundur Ólafsson á Grund var réttarstjóri í Kinnarstaðarétt í Reykhólasveit á sunnudaginn. Vopnaður gjallarhorni og vel merktur stjórnaði hann gangi mála. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir tók ekki annað í mál en að vera að minnsta kosti jafn vel merkt og eiginmaðurinn. Vakti framtak hjónanna á Grund mikla lukku meðal þeirra sem sóttu Kinnarstaðarétt. Ljósm. kgk. Göngur í Helgafellsveit voru um helgina í blíðskaparveðri. Hér er reksturinn við Selvallavatn. Ljósm. sá. Systur fylgjast með þegar féð rennur inn í Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. iss. Hallur Pálsson frá Naustum og Halldór Sigurjónsson máttu hafa sig alla við er þeir smöluðu fénu inn í Hrafnkelsstaðarétt. Ljósm. tfk. Bændurnir Sindri í Bakkakoti og Brynjar á Sleggjulæk lyftu pela í Þverárrétt í tilefni dagsins. Ljósm. mm Fanney María, tveggja ára, situr hér á réttarvegg og heilsar upp á smávaxna gimbur. Réttað var í Króksfjarðarnesrétt á laugardaginn. Nokkuð var af fé en vel gekk að draga í sundur. Ljósm. kgk. Réttað í Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. iss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.