Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 201620 Þrjú félög sauðfjárbænda á Vest- urlandi stóðu saman að bænda- fundi í félagsheimilinu Þinghamri í Borgarfirði síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Þetta voru félög sauð- fjárbænda í Dölum, Snæfellsnesi og Borgarfirði. Tilefni fundarins var afurðaverð sem sláturleyfishaf- ar hafa gefið út, en bændur þurfa nú að mæta 5-10% verðlækkun á dilkakjöti frá síðasta ári og fast að 40% verðlækkun fyrir ærkjöt. Fram kom á fundinum að þar sem bænd- ur hafa lagt út fyrir öllum þeim kostnaði sem felst í framleiðslunni hafa þeir ekki önnur úrræði en að skerða eigin kauplið. Til fundarins var boðið forsvarsmönnum stærstu sláturleyfishafanna sem kaupa slát- urfé af vestlenskum bændum, þ.e. Sláturfélags Suðurlands og slátur- húsa í eigu Kaupfélags Skagfirð- inga; á Hvammstanga og Sauðár- króki. Auk þess mætti Svavar Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands sauðfjárbænda, og fór yfir stöðuna. Þessir þrír héldu ít- arleg framsöguerindi en eftir þau var opnað fyrir fyrirspurnir úr sal. Þrátt fyrir að víða standi göngur og réttir yfir mættu ríflega hundr- að bændur á fundinn. Það sem fram kom var fróðlegt, en tæpast líklegt til að blása bændum von í brjóst um bætta afkomu á þessu eða næsta ári. Blaðamaður Skessu- horns sat fundinn og birtist hér úr- dráttur úr því sem fram fór. Kaupendastaða á heimsmarkaði Fyrstur á mælendaskrá var Ágúst Andrésson framkvæmdastjóri slát- urhúsa KS. Rakti hann ítarlega sölutregðu og verðfall sem orð- ið hefur á erlendum mörkuðum. „Það er sterk staða krónunnar, veiking gjaldmiðla í löndum sem við eigum mikil viðskipti við, svo sem Bretlandi, og verðlækkanir eða sama verð á erlendum mörkuð- um, sem eru helstu ástæður erfiðr- ar stöðu okkar. Á sama tíma erum við að glíma við fall í sölu hliðar- afurða, svo sem á gærum, görn- um og ýmsu fleiru. Hliðarafurðir af lömbum eru ekki að skila okkur nema um 8% af verði lambsins en þær eru nú verðmetnar sem hluti af kjötverðinu sem bændum er greitt. Við þetta bætist svo lokun á Rúss- landsmarkaði sem gerir afsetningu ærkjöts afar erfiða og þá hafa þeir verið stærstu kaupendur af gær- um,“ sagði Ágúst. Hann rakti síðan lið fyrir lið tekjutap fyrirtækisins af sölu ýmissa sauðfjárafurða á mark- aði í Bretlandi, Spáni, Rússlandi og Noregi. „Við finnum vel fyr- ir því að það er kaupendamarkað- ur á heimsvísu um þessar mundir,“ sagði Ágúst. Hann sagði minnk- andi sölu á frosnu lambakjöti og tækifærin felist í aukinni vinnslu á uppþýddu og unnu kjöti. Hann sagði að uppistaðan í vörubirgð- um á óseldu lambakjöti frá síðasta hausti væru læri. Síðar á fundinum kom reyndar fram að í landinu eru nú um þúsund tonn til af óseldum dilkalærum í frysti. Það kjöt þyrfti helst að selja áður en nýtt kjöt bæt- ist við birgðirnar. „Einn daginn önnum við ekki eftirspurn“ Ágúst dró engan dul á að sauðfjár- ræktin væri ekki undanskilin öðr- um útflutningsvörum. Þegar krón- an væri sterk og markaðir úti fullir af kjöti, væri erfitt að afsetja vör- una. Þá sagði hann að pólitísk mis- tök hafi gert afurðastöðvum lífið leitt og var þar að vísa í ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja á við- skiptabann við Rússland. Engu að síður hvatti Ágúst bændur til að missa ekki móðinn og halda trúnni á gæði framleiðslunnar. „Sá dag- ur kemur að við munum ekki anna eftirspurn eftir dilkakjöti. Saman verðum við því að komast í gegn- um það ástand sem nú ríkir. Stað- an er erfið og við höfum skilning á þröngri stöðu bænda. Þá viður- kenni ég að við gáfum of seint út verðskrá, lifðum alltaf í voninni um að þurfa ekki að lækka afurða- verð,“ sagði Ágúst og bætti því við ef úr mörkuðum rættist myndi KS endurmeta stöðuna og gaf mönn- um veika von um hugsanlega upp- bót á afurðaverð í vetur eða vor. Framboð og eftirspurn Næst hélt Steinþór Skúlason for- stjóri Sláturfélags Suðurlands framsögu. „Staðan er flókin og erf- ið í sölu lambakjöts. Ég gæti alveg sagt eitthvað huggulegt við ykkur, en betra er að segja bara sannleik- ann. Ég skil vel gagnrýni sauðfjár- bænda í okkar garð,“ sagði Stein- þór í upphafi máls. Hann sagði að það hafi reynst afdrifarík mistök árið 2007 þegar bændur sömdu frá sér útflutningsskylduna. Steinþór sagði stöðuna í sölumálum mjög erfiða og tók að því leyti undir orð Ágústar Andréssonar hjá KS. „Framleiðslan núna er 30% meiri en salan innanlands sem er ekk- ert annað en offramboð í ljósi þess hvernig erlendir markaðir eru nú óvirkir. Þetta er ástæðan fyrir þeim ógöngum sem sala á dilkakjöti er í. Þar sem ekki er hægt að selja kjöt á erlenda markaði fyrir við- unandi verð, reyna vinnslustöðv- ar að fá hæsta verð sem þær geta á innanlandsmarkaði. Samkeppn- in er því geisilega hörð og undir- boð í gangi,“ sagði Steinþór. Tók hann sem dæmi að ef hann þyrfti að velja um að selja kíló af lamba- læri á 600 krónur til Bretlands veldi hann frekar að fá 900 krón- ur fyrir það á innanlandsmarkaði þrátt fyrir að þá væri hann jafnvel að borga með kjötinu. „Þetta snýst um framboð og eftirspurn, það er ekkert flókið,“ sagði Steinþór og varaði við því sem nú væri í gangi að saka verslunina um þá stöðu sem uppi er á innlendum kjöt- markaði. „Við eigum ekki að egna kaupmönnum upp á móti bændum og vinnslustöðvum, það leiðir ekki til góðs og myndar gjá milli frum- vinnslunnar og smásölunnar, sem leiðir til þess að verslunin fær auk- inn áhuga á innflutningi,“ sagði Steinþór Skúlason. „Erum nú á botninum“ Steinþór býst ekki við að íslenska krónan fari að veikjast gagnvart erlendum gjaldmiðlum á næst- unni. Því þurfi menn að búast við að þröngt verði í búi næsta árið að minnsta kosti. „Okkar helsta von er að Rússlandsmarkaður opn- ist að nýju og útflutningsleyfi fá- ist inn á Kínamarkað.“ Tók hann undir með Ágústi að það væri mik- ið högg fyrir vinnslustöðvarnar að gærumarkaður væri hruninn og markaður með aðrar hliðaraf- urðir væri sömuleiðis afar lélegur. „Það er slæmt að vera háður ein- um markaði með kjöt. Ef vel ætti að vera þyrftum við Íslendingar að flytja út 3000 tonn af kjöti og því er framleiðslan of mikil. Út- flutningsverð er of lágt og pressar það niður verð hér innanlands. Því er sauðfjárslátrun og vinnsla rek- in með verulegu tapi. Það er óvið- unandi ef við þurfum að færa pen- inga frá einni búgrein yfir á aðra til lengri tíma litið,“ sagði hann og vísaði þar m.a. til góðrar sölu á hvítu kjöti og þá annaði framleiðsla á nautakjöti ekki innanlandsmark- aði. „Við erum núna á botninum í sölu sauðfjárafurða og það verður erfið staða áfram ef krónan styrk- ist eitthvað meira. Í það minnsta er engin innistæða fyrir þeirri hækk- un á lambakjöti sem talað er um í nýjum búvörusamningi,“ sagði Steinþór. Þurfum kröfuharða kaupendur gæðavöru Svavar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Landssambands sauðfjár- bænda, talaði síðastur frummæl- enda. Hann sagði að sauðfjár- bændur glímdu við margþætt- an vanda; hrun Rússlandsmark- aðar, gengismál, hrun á markaði fyrir gærur og að nú hafi verð til bænda verið lækkað um 9,8% fyr- ir lambakjötið og 35,7% fyrir kjöt af fullorðnu. Sú lækkun þýddi tæp- lega 600 milljóna króna tekjufall til bænda. Ekki væri framkvæm- anlegt að auka útflutningsskyldu og því yrðu menn að finna nýj- ar leiðir í markaðssetningu innan- lands. Svavar sagði það slæmt að búvörusamningurinn hefði legið ósamþykktur í 207 daga á þingi en það hefði gert nær ómögulegt fyrir bændur að gera raunhæfar áætlan- ir í rekstri. Þá sagði hann markaðs- sókn kostnaðarsama, ekki síst þeg- Þungt hljóð í sláturleyfishöfum og bændum lítil von gefin um batnandi hag Hundrað sauðfjárbændur mættu á fund um afurðamál Fé nýkomið af fjalli. Fundinn í Þinghamri sóttu um hundrað bændur víðsvegar af Vesturlandi. Hér sést hluti þeirra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.