Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2016 23 SK ES SU H O R N 2 01 6 Um er að ræða 100% stöðu og 70% stöðu. Einnig auglýsum við eftir leikskólakennara í 100% stöðu til að leysa af tímabundið starf deildarstjóra. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Meginverkefni: Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskóla- kennara og deildarstjóra að uppeldi og menntun leikskóla- barna. Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldra- samstarfs undir stjórn leikskólastjóra. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Miðað er við ráðningar í störfin í október 2016 eftir samkomulagi viðkom- andi starfsmanns og leikskólastjóra. Umsóknarfrestur er til 30. september 2016. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Sigurjónsson leikskólastjóri eða Áslaug Ella Gísladóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 433-7170. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til leikskólastjóra á netfangið sigurdurs@borgarbyggd.is. Heilsuleikskólinn Andabær, Hvanneyri auglýsir eftir leikskólakennurum Heyrðu umskiptin -fáðu heyrnartæki til reynslu. Erum með margar gerðir og verðflokka ReSound heyrnartækja. ReSound er í fremstu röð í framleiðslu heyrnartækja í heiminum í dag. Miklar vinsældir ReSound má rekja til frábærra gæða tækjanna og einnig til þess að Apple valdi ReSound sem samstarfsaðila í samþættingu á heyrnartækjum við iPhone- snjallsíma. Í samkeppni á heyrnartækjamarkaðinum hefur ReSound náð verulegu forskoti. Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is • SK ES SU H O R N 2 01 6 Undanfarnar tvær vikur hef ég far- ið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Svigrúm stjórnenda Ég er stjórnandi á allstórri heil- brigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eft- ir föngum og ekki síst launakjör- um. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svig- rúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Viðmót samfélagsins Ég hef í nokkrum tilvikum hitt ein- staklinga sem reiða sig á almanna- tryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heim- ili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarks framfærslu. Dökkur blettur Ég get ekki annað en fyllst að- dáun en um leið orðið sorgmædd- ur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa und- ir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðar- samfélagi, að hundruðum einstak- linga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafn- aðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum að sjá sér far- borða. Með þeim sem lokið hafa starfs- degi og búa við óréttlátar skerðing- ar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmark- aða starfsorku og njóta ekki sann- girni til sómasamlegs lífs. Sanngirni og réttlæti Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo raunverulegar úrbætur fáist. Að þessum málefnum mun ég og meðframbjóðendur mínir ein- beita sér og þessu viljum við jafn- aðarmenn koma í framkvæmd. Það þarf að vinna hratt og sýna áræði til breytinga. Guðjón S. Brjánsson. Höf. skipar 1. sæti á lista Samfylk- ingar í NV kjördæmi. 183 þúsund krónur Pennagrein Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarð- arbæjar í byrjun septembermánaðar var lagt fram yfirlit yfir kostnað við framkvæmd forsetakosninga 2016. Kostnaður sveitarfélagsins við kosn- ingarnar var hærri en framlag Inn- anríkisráðuneytisins. Þetta kem- ur fram í fundargerð bæjarins. Að sögn Þorsteins Steinssonar, bæjar- stjóra í Grundarfirði, á ríkið að bera þennan kostnað og alla jafnan hefur framlag þess dugað. „En einhverra hluta vegna hefur þessi kostnaður hjá okkur orðið meiri en framlagið sem við fengum. Þetta er ekki stór- kostlegur munur, tæplega 200 þús- und krónur. En það er sama, það munar um allt,“ segir Þorsteinn í samtali við Skessuhorn. „Við höfum komið því á framfæri við ráðuneytið og þurfum að sjá hvernig við tækl- um þetta við næstu kosningar sem styttist nú í. Ég held að við höfum ekki neinar stórar áhyggjur af þessu, enda eru þetta ekki stórar tölur. En í raun eigum við að koma slétt út við framkvæmd kosninga og vonumst til að þetta sleppi næst, að þetta hafi verið eitthvað tilfallandi.“ grþ Kostnaður við kosningar reyndist hærri en framlag ríkisins Kostnaður Grundarfjarðarbæjar við forsetakosningarnar í sumar var hærri en framlag Innanríkisráðuneytisins. Séra Árni Pálsson, fyrrum sóknar- prestur, lést 16. september síðast- liðinn, 89 ára að aldri. Hann var fæddur á Stóra-Hrauni í Kolbeins- staðahreppi 9. júní 1927, sonur Önnu Árnadóttur frá Stóra-Hrauni og Páls Geirs Þorbergssonar verk- stjóra frá Syðri-Hraundal. Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1948 og guðfræði- prófi árið 1954. Hann sinnti ýms- um störfum, meðal annars kennslu við Gagnfræðaskólann við Lind- argötu fram að því að hann tók vígslu 1961 og kenndi á Snæfells- nesi og við Þroskaþjálfaskólann meðfram prestsstörfum. Hann var sóknarprestur í Söðulsholti í Eyja- hreppi 1961-1971 og þjónaði þá við sóknir á Mýrum og í Hnappa- dal. Varð sóknarprestur í Kársnes- prestakalli í Kópavogi 1971-1990 og síðast prestur á Borg á Mýrum 1990-1995. Jafnhliða preststörfum sinnti sr. Árni ýmsum félags- og trúnaðar- störfum meðal annars á sviði æsku- lýðsmála og á Snæfellsnesi var hann driffjöður í félagsstarfi hestamanna. Þá var hann þekktur sem snjall ræðumaður við ýmis tækifæri og oft kallaður til sem slíkur á góðum stundum. Einnig sinnti séra Árni ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir hönd presta og skrifaði greinar um guðfræðileg efni og samfélags- mál í blöð og tímarit. Þá sinnti hann kennslu meðal annars við Þroska- þjálfaskóla Íslands sem starfræktur var í Kópavogi. Eftirlifandi eiginkona Árna er Rósa Björk Þorbjarnardóttir, fyrr- verandi kennari og endurmenntun- arstjóri. Börn þeirra eru Þorbjörn Hlynur prófastur á Borg, Þórólfur verkfræðingur, nú forstjóri Sam- göngustofu, Anna Katrín ráðgjafi hjá Advania og Árni Páll alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra. Útför séra Árna fer fram frá Hall- grímskirkju í Reykjavík fimmtudag- inn 22. september klukkan 15. mm Andlát - Séra Árni Pálsson sóknarprestur Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.