Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Qupperneq 20

Skessuhorn - 16.11.2016, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201620 LITIR: www.smaprent.is | smaprent@smaprent.is 2.900 ISK LITIR: 1.480 ISK 2.900 ISK Fiskistofa hefur tekið saman marg- víslegar upplýsingar um fiskveiði- árið 2015-2016, en nýtt fiskveiði- ár hófst sem kunnugt er 1. sept- ember síðastliðinn. Upplýsingarn- ar eru aðgengilegar á vefsíðu Fiski- stofu. Fyrst ber að nefna að heildar- afli íslenska fiskiskipaflotans á síð- asta fiskveiði ári nam 1.047 þúsund tonnum, sem er rúmlega 22% sam- dráttur frá því árið áður. Veruleg- ur samdráttur varð í uppsjávarafla íslenska flotans á síðasta fiskveiði- ári. Hann nam samtals 330 þúsund tonnum og dróst því saman um tæp 38% frá fyrra fiskveiðiári. Skýrist heildarsamdráttur í uppsjávarafla fyrst og fremst af rúmlega 253 þús- und tonna minni loðnuafla. Engu að síður var samdráttur í öllum helstu uppsjávartegundum á síðasta fiskveiðiári. Veiðar á norsk-íslensku síldinni drógust saman um rúm 25 þúsund tonn og 23 þúsund tonn á Íslandssíldinni. Þá var 17 þús- und tonnum minna af makríl veitt á síðasta fiskveiðiári en árið á und- an. Í flokknum annar uppsjávarfisk- ur varð hins vegar aukning. Varð hún í spærlingi, sem kom sem með- afli í veiðum á öðrum uppsjávar- fiski. „Rétt er að minna á að stjórn margra uppsjávartegunda miðast við almanaksárið en ekki fiskveiði- árið,“ segir á vef fiskistofu. Botnfisksaflinn nam 488 þús- und tonnum og jókst um rúmlega 24 þúsund tonn. Þorskaflinn jókst um rúm 28 þúsund tonn og ýsuafli um rúm 2,6 þúsund tonn. Þá jókst afli gullkarfa um 6,7 þúsund tonn. Samdráttur um 1,3 þúsund tonn varð í veiðum á Barentshafsþorski sem og í veiðum á öðrum bolfiski, eða 12 þúsund tonn. Afli skelfisks- og krabbadýra jókst um 28% frá síðasta fiskveiði- ári og veiði jókst í öllum flokkum. Humaraflinn jókst til að mynda um átta prósent og rækjuafli um sjö. Í flokknum annar skel- og krabba- dýraafli tvöfaldaðist veiðin hins vegar og rúmlega það, fór úr 2.082 tonnum í 4.313 tonn. Helsta skýr- ingin er veruleg aflaaukning í sæ- bjúga, eða úr 1.200 tonnum í 2.908 tonn. Þorskur og ýsa yfir leyfilegum heildarafla Afli nýliðins fiskveiðiárs var í nokk- uð góðu samræmi við leyfilegan heildarafla helstu tegunda. Þó var heildarafli á þorski 252 þúsund tonn og nokkuð yfir leyfilegum heildar- afla ársins, 239 þúsund tonnum. Afli til aflamarks í ýsu nam rúm- lega 36.800 tonnum upp úr sjó en að viðbættum afla utan aflamarks endaði heildaraflinn í um það bil 40.120 tonnum, eða 3.700 tonnum yfir leyfilegum heildarafla. Flutningur aflahlutdeilda jókst á nýafstöðnu fiskveiðiári í öllum helstu tegundum. Til dæmis jókst flutningur á þorski úr 8,7 prósent- um um 11,5 prósent, á ýsu úr 10,2 í 13 prósent og ufsa úr 5,9 í 12,2 pró- sent. Einnig varð veruleg aukning á flutning aflamarks í öllum tegund- um uppsjávarfisks. Fiskveiðiárið 2015-16 er fjórða árið þar sem það fyrirkomulag er viðhaft að skerða úthlutað aflamark til skipa í öllum kvótategundum til að mæta sérstökum úthlutunum og strandveiðum. Nam skerðingin 5,3 prósentum á síðasta fiskveiðiári. Handhafar aflamarksins höfðu síð- an forgang við að færa aftur til sín skerðinguna í skiptum fyrir aðrar tegundir, auk þess sem menn gátu fengið til sín aflamark á tilboðs- markaði. Markmiðið með skiptun- um er að fá inn aflamark í þorski, ýsu, ufsa og steinbít til sérstakra út- hlutana. Ítarlegt yfirlit yfir veiðar og afla íslenska fiskiskipaflotans má nálg- ast á heimasíðu Fiskistofu. kgk Töluverður samdráttur á heildarafla flotans Þorski landað úr Bárði SH. Ljósm. úr safni: af. Átján hugmyndir bárust frá fimm þátttakendum í lokaðri samkeppni um nýtt merki Skógræktarinnar. Eftir yfirferð fagmanns og umfjöll- un framkvæmdaráðs Skógræktar- innar var efnt til kosningar með- al starfsfólks um þau þrjú merki sem þóttu álitlegust. Merkið sem hlaut flest atkvæði hannaði Hall- dór Björn Halldórsson, doktors- nemi í grafískri hönnun við LTU, tækniháskólann í Luleå í Svíþjóð. „Nýtt merki Skógræktarinnar undirstrikar að við sameiningu sex skógræktarstofnana ríkisins fyrsta júlí síðastliðinn varð til ný stofn- un. Merkið er einfalt að gerð og hefur víða skírskotun. Það minn- ir á tré án þess að vísa sérstaklega til ákveðinna trjátegunda. Hönn- uðurinn lýsir merki sínu á þessa leið: Trjástofnar, laufblöð og iða- grænir skógar tilheyra hversdagslífi starfsmanna Skógræktarinnar og þangað er sóttur innblásturinn að nýju merki stofnunarinnar. Hring- form merkisins vísar til þeirrar ei- lífu hringrásar sem á sér stað í líf- ríkinu og formhreyfingin teygir sig uppávið, áfram og til framtíð- ar. Mjúk form letursins undirstrika síðan þann lífræna uppruna sem er grunnur allra verka Skógræktarinn- ar,“ segir í tilkynningu. mm Nýtt merki Skógræktarinnar Mánudaginn 21. nóvember næstkomandi er ráðgert að í Grund- arfirði verði hald- inn opinn íbúafundur í tengslum við endur- skoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Á fundinum á að kynna grunnvinna sem farið hefur fram við endur- skoðun aðalskipulagsins og leitað til íbúanna um ýmis atriði sem snerta daglegt líf þeirra og framtíðarupp- byggingu svæðisins. Bæjarstjórn Grundarfjarðar sam- þykkti í október 2014 að farið yrði í heildarendurskoðun á aðalskipu- lagi sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd sér um vinnuna við gerð skipulagsins og starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Alta hafa verið ráðgefandi við þá vinnu. Aðalskipulaginu er ætlað að vera vettvangur stefnumótunar sveitar- stjórnar í samráði við íbúa um mik- ilvæg viðfangsefni sem snerta þróun sveitarfélagsins, eins og gert er ráð fyrir í skipulagsreglugerð. Einnig er því ætlað að sýna með skýrum hætti hver markmið sveitarfélagsins eru og stuðla að markvissri þróun með tilliti til heildarhagsmuna, sem og að stuðla að öryggi almennings og lífsgæðum. Grundfirðingar og aðrir áhugasamir geta kynnt sér kynning- arvef sem settur hefur verið upp um gerð aðalskipulagsins, http://www. skipulag.grundarfjordur.is. Fundinum, sem fram fer mánu- daginn 21. nóvember, hefur enn ekki verið fundin endanleg tímasetning en á vef bæjarins segir að hann verði seinni part dags. „Fundurinn verður auglýstur og kynntur betur fljótlega, en íbúar eru hvattir til að taka tím- ann frá fyrir skemmtilegan fund,“ segir enn fremur á vef Grundarfjarð- arbæjar. kgk Íbúafundur um aðalskipulag í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.