Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Qupperneq 21

Skessuhorn - 16.11.2016, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 21 www.skessuhorn.is Viðtalstími lánasérfræðinga Sími 455 5400 Fax 455 5499 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals á eftirfarandi stöðum:  Í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, Miðbraut 11, þann 21. nóv. milli 11:00-13:00  í Ráðhúsi Stykkishólms, Hafnargötu 3, þann 21. nóv. milli 14:30-16:30  Í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, þann 22. nóv. milli 09:30-11:00  Í Ráðhúsinu á Hellissandi, Klettsbúð 4, þann 22. nóv. milli 13:30-15:00  Skrifstofu SSNV, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, þann 23. nóv. milli 09:00- 11:00 Núverandi og nýjir viðskiptavinir velkomnir til að ræða lánamöguleika hjá Byggðastofnun. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera viðstödd frumsýningu 100 ára afmælissýningar Leikdeild- ar Umf. Skallagríms síðastlið- inn fimmtudag. Ég hafði hlakkað til, enda aðdáandi leikdeildarinn- ar til margra ára og þótti spenn- andi tilhugsun að fá að sjá bestu brot gamalla sýninga. Lyngbrekka bauð okkur velkomin að vanda og vinalegt viðmót allra sem þar voru. Uppsetningin á salnum í Lyng- brekku er sérlega notaleg og býður manni að njóta nostalgíunnar og gleðinnar sem í vændum er. Sýningin er samansett úr brot- um úr hluta þeirra sýninga sem leikdeildin hefur sett á fjalirnar frá stofnun, og ýmislegt hefur sést og gerst á hundrað ára ferli! Sýning- in er vel samsett og rennur ljúft. Sagan fléttast skemmtilega og greinilegt er að ástríða er fyrir list- inni og starfinu hjá leikdeildinni. Uppsetningin er stórskemmtileg, sprenghlægileg og með sanni sagt kvöldstund sem enginn má láta fram hjá sér fara. Leikhópurinn er fjölbreyttur, einstakur og geislar af smitandi leikgleði sem nær vel til áhorfenda. Tónlist spilar stórt hlutverk í sýningunni og skiluðu allir flytjendur sínu með sóma en hljómsveit skipuð Steinku Páls, bræðrunum Halla Hólm og Sissa ásamt Sigurði Skagamanni er mik- il prýði og fullkomnar herlegheit- in. Ég mæli eindregið með þessari stórskemmtilegu sýningu í Lyng- brekku og hlakka sjálf til að fara aftur! Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, söng- nemi og leikskáld. 100 ára afmælissýning Leikdeildar Skalla- gríms í Lyngbrekku Jól í Höllinni Kór Akraneskirkju og Þór Breiðfjörð í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardaginn 26. nóvember kl. 20.30 Andi amerískrar jólasönglagahefðar svífur yfir vötnum á glæsilegum tónleikum í upphafi aðventu Miðaverð kr. 3.900 Forsala hefst í versluninni Bjargi við Stillholt, föstudaginn 11. nóvember SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.