Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 25
Laugardaginn 26. nóvember munu
Kór Akraneskirkju og flauelsbark-
inn Þór Breiðfjörð tóna inn aðvent-
una með glæsilegum tónleikum í
Bíóhöllinni á Akranesi. Þetta er
þriðja árið í röð sem Kór Akranes-
kirkju heldur tónleika þessa fyrstu
helgi í aðventu. Það er því komin
ákveðin hefð fyrir tónleikum kórs-
ins á þessum tíma. Góðir gestir
hafa komið í heimsókn þessi ár og
á því verður engin breyting. Auk
Þórs munu þau Aðalheiður Þor-
steinsdóttir píanóleikari og Birgir
Bragason kontrabassaleikari styðja
við kórinn og sjá um að fylla hljóm-
rýmið með þéttum hljóðfæraleik.
Léttleiki og andi amerískrar jóla-
sönglagahefðar mun svífa yfir vötn-
um og er óhætt að segja að marg-
ar perlurnar eiga eftir að hljóma í
Bíóhöllinni góðu, sem hefur hýst
marga viðburðina í gegnum tíð-
ina og veitt ófáar gleðistundir. Þór
Breiðfjörð hefur af sumum verið
talinn einn af okkar albestu söngv-
urum og ekki stendur til að draga
úr því enda rödd hans sérlega falleg
og silkimjúk.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og
er miðaverð 3.900 kr. Forsala að-
göngumiða er hafin í versluninni
Bjargi á Akranesi.
-fréttatilkynning
Kór Akraneskirkju með
tónleika í upphafi aðventu
Kór Akraneskirkju.
Þór Breiðfjörð.
Niki I. W. Leblans varði doktors-
verkefni sitt við Auðlinda- og um-
hverfisdeild LbhÍ á Hvanneyri síð-
astliðinn mánudag. Verkefnið ber
heitið „Náttúrulegir stiglar í jarð-
vegshita og köfnunarefnisákomu:
Ísland býr yfir einstökum náttúru-
legum aðstæðum til rannsókna á
áhrifum hnattrænna umhverfis-
breytinga á kolefnishringrás vist-
kerfa.“ Í verkefni hennar kemur
meðal annars við sögu fuglaskítur,
sem sérlegur áhrifavaldur í bindingu
kolefnis í jarðvegi, en þó ekki nóg
til að vega upp á móti hlýnuninni.
Ein meginályktunin sem draga má
af rannsóknum Niki er að hlýnun í
framtíðinni muni hugsanlega valda
hröðu og miklu tapi á kolefnisforða
jarðvegs á norðurslóðum. „En hins
vegar myndi aukin ákoma köfnun-
arefnis á sömu svæðum auka bind-
ingu kolefnis í jarðvegi. Þó er ólík-
legt að áhrif köfnunarefnis-ákom-
unnar nái að vega á móti hlýnun-
inni,“ sagði í tilkynningu frá LbhÍ
um doktorsvörnina.
Niki hefur unnið í fjögur ár við
rannsóknir á áhrifum jarðhita í
graslendum við Hveragerði. Hún
bar saman svörun vistkerfa á milli
misgamalla jarðhitasvæða og gat
þannig greint á milli skammtíma-
og langtímaáhrifa jarðvegshlýnunar
á virkni vistkerfa og jarðvegsferla.
Þetta nota hún og leiðbeinandi
hennar, Bjarni Diðrik Sigurðsson
prófessor við LbhÍ, til þess að spá
fyrir um áhrif hlýnandi loftslags á
vistkerfi. Niki og Bjarni hafa einn-
ig nýtt sér hina ungu eyju Surts-
ey og aðrar eyjar Vestmannaeyja í
rannsóknum sínum, en þær bjóða
upp á einstakt tækifæri til að kanna
svörun graslenda við mismunandi
magni af fuglaskít. Áhrif köfnunar-
efnis, sem fuglaskítur er ríkur af,
á kolefnisbindingu vistkerfa getur
vegið á móti áhrifum hlýnunar og
niðurstaða Niki og Bjarna er ein-
mitt sú,“ segir í tilkynningunni.
„Hnattrænar umhverfisbreyting-
ar eru meðal stærstu áskorana sem
núlifandi kynslóðir standa frammi
fyrir. Hitastig jarðar stígur jafnt
og þétt vegna losunar manna á
gróðurhúsalofttegundum (GHG),
en mismunandi loftslagslíkön spá
mjög ólíkt fyrir um hraða hlýnun-
arinnar í framtíðinni vegna mikillar
óvissu um ýmsa hitastigsháða ferla
sem geta bæði temprað eða magnað
hlýnunina.“
kgk
Fuglaskítur í lykilhlut-
verki í doktorsverkefni
Gæðadagur Háskólans á Bifröst var
haldinn í liðinni viku. Fyrirlestr-
ar um næstu skref í gæðamálum ís-
lenskra háskóla vógu þungt í dag-
skránni auk umfjöllunar um gæða-
verkefni sem Háskólinn á Bifröst
beitir sér fyrir um þessar mund-
ir. Ólafur Ísleifsson, gæðastjóri Há-
skólans á Bifröst, segir daginn mikil-
vægt nýmæli í gæðastarfi Háskólans
á Bifröst.
Á gæðadeginum fór Vilhjálmur
Egilsson rektor yfir helstu verkefni
sem unnið er að til að auka gæði náms
og kennslu og prófgráða sem skólinn
veitir og gæðastjóri kynnti breyting-
ar á gæðahandbók skólans. Þá kynnti
Magnús Diðrik Baldursson, gæða-
stjóri Háskóla Íslands, breytingar á
handbók Gæðaráðs íslenskra háskóla
til undirbúnings næstu lotu úttekta á
skólunum og Sigurður Óli Sigurðs-
son, sérfræðingur hjá Rannís, kynnti
áform Gæðaráðsins um úttektir á
rannsóknastarfi háskólanna.
„Fjörlegar umræður urðu um
þennan þátt í dagskránni og dagur-
inn tókst vel að öllu leyti. Gæðadag-
urinn undirstrikar að gæðamál há-
skóla eru í stöðugri þróun og þurfa
að vera hluti af skólamenningunni
eins og rektor komst að orði í fram-
sögu sinni,“ segir Ólafur.
-fréttatilkynning
Gæðadagur á Bifröst
Sigurður Óli Sigurðsson, sérfræðingur hjá Rannís, flytur hér erindi.
Fimmtudaginn 17. nóvember kl.
19.30 verða tónleikar í Tónbergi,
sal Tónlistarskólans á Akranesi.
Bera þeir yfirskriftina Tékkland-
Ísland. Þar verður stefnt sam-
an tékkneskri og íslenskri tón-
list og tónlistarflytjendum. PiKap
strengjakvartettinn frá Tékklandi
leikur strengjakvartett eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur ásamt kvar-
tettum eftir Smetana, Sylvie Bodo-
rová og Jaroslav Krček og fær svo
til liðs við sig Eydísi Franzdóttur
ástaróbóleikara til flutnings á Di-
vertimento d’Amore eftir tékk-
neska ungtónskáldið Daniel Pitra.
„Það er ekki á hverjum degi sem
býðst að hlýða á strengjakvartetta
utan úr heimi og er þetta því bæði
hvalreki fyrir unnendur klassískrar
tóinlistar og nemendur Tónlistar-
skólans á Akranesi sem munu njóta
þess að hitta í návígi strengjaleikara
í fremstu röð,“ segir Guðmundur
Óli Gunnarsson skólastjóri.
PiKap strengjakvartettinn kem-
ur frá vestur Tékklandi; frá Pilzen
og Karlovy Vary (Karlsbad). Kvar-
tettinn hefur komið víða fram,
s.s. á tónlistarhátíðum í Frakk-
landi, Englandi, Þýskalandi, Ítalíu,
Króatíu og Tékklandi, en einn-
ig á Íslandi. Þau léku á tónleikum
Tónlistarfélags Akureyrar í Ketil-
húsinu og á Tíbrártónleikum í
Salnum í Kópavogi árið 2004, við
mjög góðar undirtektir og er því
tilhlökkunarefni að heyra í hópn-
um, nú á Akranesi. Meðlimir kvar-
tettsins eru virkir í tónlistarlífinu í
Tékklandi þar sem þau spila í Sin-
fóníuhljómsveitinni í Karlovy Vary
og Óperuhljómsveitinni í Pilzen
auk þess að vera virk í kammertón-
list, stunda kennslu og hafa leikið
þjóðlagatónlist frá blautu barns-
beini.
Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi
strengjakvartettinn nr. 1 fyrir Pi-
Kap strengjakvartettinn 2011-2012
og frumfluttu þau verkið í Tékk-
landi árið 2012. Verkið heyrist nú
í fyrsta sinn á Íslandi í uppruna-
legri mynd. Strengjakvartett nr. 2
eftir hið kunna tékkneska tónskáld
Bedrich Smetana verður einnig á
dagskrá og er virkilega gaman að
heyra tékkneska flytjendur leika
tónlist hans eins og þeim er í blóð
borið, af hita og blóðheitri tilfinn-
ingu. Við fáum einnig að heyra
nýrri strengjakvartetta: Strengja-
kvartett nr. 4 eftir Sylvie Bodorovu
(1954) sem stundaði m.a. nám hjá
Donatoni á Ítalíu og Ton de Leeuw
í Amsterdam eins og sum okkar
fremstu tónskálda og einnig glæ-
nýjan strengjakvartett eftir Jaros-
lav Krček sem er best þekktur sem
sjórnandi hinnar kunnu kammer-
sveitar Musica Bohemica í Prag.
Sá kvartett er saminn sérstaklega
fyrir PiKap og var frumfluttur í
Norræna húsinu s.l. sunnudag.
Síðast en ekki síst er á efnisskrá
Divertimento d’Amore eftir Dani-
el Pitra, 22 ára tékkneskt tónskáld
sem hefur m.a. stundað nám við
Konservatoríið í Prag. Verkið var
samið fyrir Eydísi, ástaróbóið og
Pikap strengjakvartettinn 2012 og
flutt það ár bæði í Tékklandi og á
tónlistarhátíðinni Zeit für Neue
Musik – í Bayreuth í Þýskalandi.
Miðaverð er 2000, frítt fyr-
ir nemendur Tónlistarskólans á
Akranesi.
-fréttatilkynning
Rektorar allra íslensku háskólanna
sendu nýverið verðandi ríkisstjórn
og nýkjörnum þingmönnum áskor-
un um að hækka framlög til háskól-
anna að lágmarki um tvo milljarða
króna árlega á næstu árum. Vil-
hjálmur Egilsson, rektor Háskólans
á Bifröst, segir undirfjármögnun há-
skólakerfisins hafa bitnað á Háskól-
anum á Bifröst eins og öðrum há-
skólum. „Á sama tíma og sjálft skóla-
starfið hefur verið í mikilli sókn er
mikil glíma við að ná endum saman
í rekstrinum og erfiðar ákvarðanir
framundan ef engin stefnubreyting
verður hjá stjórnvöldum. Háskólinn
á Bifröst mun gæta þess að nám og
kennsla og allt það sem snýr beint að
hagsmunum nemenda hafi algjöran
forgang á þeirri vegferð sem ný rík-
isstjórn og Alþingi velja skólanum,“
segir Vilhjálmur
Í yfirlýsingu rektora til stjórn-
valda segir m.a. að mikilvægt sé að
ný ríkisstjórn geri sem fyrst áætl-
un um hækkun fjárframlaga til há-
skólastigsins sem er í takt við stefnu
stjórnvalda í flestum nágrannaríkja
okkar. „Slíkt felur í sér fjárfestingu
í velsæld, atvinnutækifærum og í
framtíð landsins,“ sögðu rektorarnir
meðal annars. mm
Erfiðar ákvarðanir framundan
ef ekki koma aukin framlög
Strengjakvertettinn PiKap
heldur tónleika í Tónbergi